Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2025 13:31 Caoimhin Kelleher og Conor Bradley með Englandsmeistarabikarinn. Getty/Liverpool Allt útlit er fyrir að markvörðurinn Mark Flekken yfirgefi Brentford bráðlega og leiki undir stjórn Erik ten Hag hjá Leverkusen í Þýskalandi á næstu leiktíð. Í stað Flekkens virðist Brentford, sem einnig er með íslenska landsliðsmarkvörðinn Hákon Rafn Valdimarsson innan sinna raða, ætla að fá Caoimhin Kelleher frá Liverpool. Lítil þörf er fyrir Kelleher hjá Liverpool þar sem Georgíumaðurinn Giorgi Mamardashvili kemur nú loks frá Valencia á Spáni og fyrir er að sjálfsögðu aðalmarkvörðurinn Alisson. Leverkusen og Brentford eru á lokastigum viðræðna um kaup þýska félagsins á þessum 31 árs gamla Hollendingi sem þegar hefur náð samkomulagi við Leverkusen um sín kaup og kjör. 🚨🔴⚫️ Bayer Leverkusen are advancing to final stages for Mark Flekken deal as he’s expected to be the new goalkeeper for Erik ten Hag.Personal terms are not an issue as club to club talks are well underway. pic.twitter.com/YYTGoxTO5Q— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 28, 2025 Flekken lék um árabil í Þýskalandi áður en hann kom til Brentford fyrir tveimur árum. Sky Sports segir að Brentford hafi nú haft samband við Liverpool í von um að tryggja sér Kelleher sem er með samning við Liverpool til eins árs í viðbót. BREAKING: Brentford have approached Liverpool over signing goalkeeper Caoimhin Kelleher as Bayer Leverkusen close in on Mark Flekken 🚨 pic.twitter.com/KAZBQ4lDa1— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 28, 2025 Endi Kelleher hjá Brentford hittir hann fyrir landa sinn og annan lærisvein Heimis Hallgrímssonar úr írska landsliðinu því í vörn liðsins er Nathan Collins. Heimir hefur hvatt Kelleher til að koma sér í lið þar sem hann spilar reglulega en Írinn náði þó að leika tíu deildarleiki fyrir meistara Liverpool í vetur og aðra tíu leiki í öðrum keppnum. Enski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira
Í stað Flekkens virðist Brentford, sem einnig er með íslenska landsliðsmarkvörðinn Hákon Rafn Valdimarsson innan sinna raða, ætla að fá Caoimhin Kelleher frá Liverpool. Lítil þörf er fyrir Kelleher hjá Liverpool þar sem Georgíumaðurinn Giorgi Mamardashvili kemur nú loks frá Valencia á Spáni og fyrir er að sjálfsögðu aðalmarkvörðurinn Alisson. Leverkusen og Brentford eru á lokastigum viðræðna um kaup þýska félagsins á þessum 31 árs gamla Hollendingi sem þegar hefur náð samkomulagi við Leverkusen um sín kaup og kjör. 🚨🔴⚫️ Bayer Leverkusen are advancing to final stages for Mark Flekken deal as he’s expected to be the new goalkeeper for Erik ten Hag.Personal terms are not an issue as club to club talks are well underway. pic.twitter.com/YYTGoxTO5Q— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 28, 2025 Flekken lék um árabil í Þýskalandi áður en hann kom til Brentford fyrir tveimur árum. Sky Sports segir að Brentford hafi nú haft samband við Liverpool í von um að tryggja sér Kelleher sem er með samning við Liverpool til eins árs í viðbót. BREAKING: Brentford have approached Liverpool over signing goalkeeper Caoimhin Kelleher as Bayer Leverkusen close in on Mark Flekken 🚨 pic.twitter.com/KAZBQ4lDa1— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 28, 2025 Endi Kelleher hjá Brentford hittir hann fyrir landa sinn og annan lærisvein Heimis Hallgrímssonar úr írska landsliðinu því í vörn liðsins er Nathan Collins. Heimir hefur hvatt Kelleher til að koma sér í lið þar sem hann spilar reglulega en Írinn náði þó að leika tíu deildarleiki fyrir meistara Liverpool í vetur og aðra tíu leiki í öðrum keppnum.
Enski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira