Færa boðuð gagnmótmæli gegn rasisma vegna ofbeldisógnar Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2025 10:39 Á meðal þeirra ummæla sem urðu til þess að gagnmótmælin voru færð voru ein um að berja þátttakendur í mótmælum fyrir Palestínumenn. Myndin er frá slíkum mótmælum á Austurvelli. Vísir/Steingrímur Dúi Hópar sem höfðu boðað til gagnmótmæla gegn rasisma til höfuðs mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda á Austurvelli hafa ákveðið að færa þau vegna hættu á ofbeldi. Þeir vísa til ofbeldisóra þeirra sem standa að mótmælunum gegn hælisleitendum. Eftir að félagsskapur sem kallar sig „Ísland þvert á flokka“ boðaði til mótmæla gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda og „opnum landamærum“ á Austurvelli á morgun tóku þrenn félagasamtök, þar á meðal No Borders, sig til og skipulögðu gagnmótmæli gegm rasisma og hatri á sama stað og á sama tíma. Nú hefur verið ákveðið að færa gagnmótmælin yfir á Ingólfstorg. Í tilkynningu á Facebook-síðu viðburðarins segir að No Borders-hópnum hafi borist skjáskot úr umræðum í hópnum Ísland þvert á flokka þar sem hvatt sé til ofbeldis gegn gagnmótmælendunum. „Þótt leyfi til tónleikahalds á Austurvelli hafi legið fyrir, teljum við okkur ekki geta haldið öruggari viðburð við þessar aðstæður. Því höfum við ákveðið að færa tónleikanna [svo] og mótmælin yfir á Ingólfstorg, þar sem öruggara verður,“ segir í tilkynningunni en auk No Borders standa samtökin Réttur barna á flótta og Heimssamband verkafólks á Íslandi að gagnmótmælunum. Fyrrverandi þingmaður og frambjóðandi jaðarhægriflokks flytja ávörp Þrír ræðumenn eru sagðir ávarpa mótmælin gegn hælisleitendum á morgun, þar á meðal fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins og Sjálfstæðisflokksins, Jón Magnússon, lögmaður. Auk hans eru þau Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunar Fréttarinnar, og Arndís Ósk Hauksdóttir, guðfræðingur, á mælendaskrá. Arndís Ósk var meðal annars í öðru sæti á framboðslista jaðarhægriflokksins Þjóðfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar árið 2016. Hún var jafnframt prestur norsku þjóðkirkjunnar í Steinkjer í Þrændalögum. Biskup þar tók samfélagsmiðlavirkni Arndísar til skoðunar eftir að hún ýjaði að því að barnung dóttir afgansks hælisleitenda sem stóð til að vísa frá Íslandi væri í raun eiginkona hans. Áður hafði hún komist í klandur fyrir virkni í norskum Facebook-hópum sem gengu út á andúð á múslimum. Jón Magnússon, fyrrverandi þingmaður, er á að flytja ávarp hjá andstæðingum hælisleitenda á Austurvelli á morgun.Vísir/Vilhelm Á meðal þeirra krafna sem hópurinn setur fram er að hætt verði að taka við hælisumsóknum í fimm ár og að ríkislögreglustjóri segi af sér vegna „vanrækslu“ í garð landamæranna og löggæslu almennt. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Félagasamtök Reykjavík Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Eftir að félagsskapur sem kallar sig „Ísland þvert á flokka“ boðaði til mótmæla gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda og „opnum landamærum“ á Austurvelli á morgun tóku þrenn félagasamtök, þar á meðal No Borders, sig til og skipulögðu gagnmótmæli gegm rasisma og hatri á sama stað og á sama tíma. Nú hefur verið ákveðið að færa gagnmótmælin yfir á Ingólfstorg. Í tilkynningu á Facebook-síðu viðburðarins segir að No Borders-hópnum hafi borist skjáskot úr umræðum í hópnum Ísland þvert á flokka þar sem hvatt sé til ofbeldis gegn gagnmótmælendunum. „Þótt leyfi til tónleikahalds á Austurvelli hafi legið fyrir, teljum við okkur ekki geta haldið öruggari viðburð við þessar aðstæður. Því höfum við ákveðið að færa tónleikanna [svo] og mótmælin yfir á Ingólfstorg, þar sem öruggara verður,“ segir í tilkynningunni en auk No Borders standa samtökin Réttur barna á flótta og Heimssamband verkafólks á Íslandi að gagnmótmælunum. Fyrrverandi þingmaður og frambjóðandi jaðarhægriflokks flytja ávörp Þrír ræðumenn eru sagðir ávarpa mótmælin gegn hælisleitendum á morgun, þar á meðal fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins og Sjálfstæðisflokksins, Jón Magnússon, lögmaður. Auk hans eru þau Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunar Fréttarinnar, og Arndís Ósk Hauksdóttir, guðfræðingur, á mælendaskrá. Arndís Ósk var meðal annars í öðru sæti á framboðslista jaðarhægriflokksins Þjóðfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar árið 2016. Hún var jafnframt prestur norsku þjóðkirkjunnar í Steinkjer í Þrændalögum. Biskup þar tók samfélagsmiðlavirkni Arndísar til skoðunar eftir að hún ýjaði að því að barnung dóttir afgansks hælisleitenda sem stóð til að vísa frá Íslandi væri í raun eiginkona hans. Áður hafði hún komist í klandur fyrir virkni í norskum Facebook-hópum sem gengu út á andúð á múslimum. Jón Magnússon, fyrrverandi þingmaður, er á að flytja ávarp hjá andstæðingum hælisleitenda á Austurvelli á morgun.Vísir/Vilhelm Á meðal þeirra krafna sem hópurinn setur fram er að hætt verði að taka við hælisumsóknum í fimm ár og að ríkislögreglustjóri segi af sér vegna „vanrækslu“ í garð landamæranna og löggæslu almennt.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Félagasamtök Reykjavík Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira