Trent með á HM og Liverpool fær væna summu Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 10:22 Trent Alexander-Arnold kvaddi Liverpool sem Englandsmeistari. Getty/Liverpool FC Real Madrid tilkynnti í dag að náðst hefði samkomulag við Liverpool svo að félagið fengi Trent Alexander-Arnold strax til sín, í tæka tíð fyrir HM félagsliða í júní. Alexander-Arnold skrifaði undir samning við Real sem gildir til næstu sex ára. Hann hefði getað farið frítt til Real síðar í sumar en þar sem að spænska félagið vildi fá hann fyrir HM þurfti að komast að samkomulagi við Liverpool um kaupverð. Samkvæmt enskum miðlum fær Liverpool 10 milljónir evra í vasann, eða um það bil 1,44 milljarða króna, auk þess sem Real tekur strax við því að greiða laun hans. 🚨 BREAKING: Real Madrid reach agreement with Liverpool to sign Trent Alexander-Arnold in time for Club World Cup. #RMFC to pay €10m (guaranteed + 1 payment - up from original indication of £850,000. #LFC also save wages & bonuses. 6yr deal @TheAthleticFC https://t.co/2loc692qIJ— David Ornstein (@David_Ornstein) May 30, 2025 Félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að klásúla sé í samningi Real við Alexander-Arnold sem geri hann falan fyrir ákveðna upphæð, en að sú upphæð sé heill milljarður evra eða 144 milljarðar króna. Another Englishman in Madrid 👋#BBCFootball pic.twitter.com/MypX0ol8x2— BBC Sport (@BBCSport) May 30, 2025 Liverpool hefur þegar fundið arftaka þessa 26 ára gamla Englendings því félagið festi kaup á Jeremie Frimpong frá Bayer Leverkusen og er talið að Liverpool greiði um 35 milljónir evra fyrir þennan fjölhæfa bakvörð. Alexander-Arnold var í tuttugu ár hjá Livrpool og sagði þegar tilkynnt var að hann færi frá félaginu í sumar, að um væri að ræða erfiðustu ákvörðun ævinnar. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka. Ég hef hugsað mikið um þetta og fyrir mig eru miklar tilfinningar bundnar í þessa ákvörðun. Ég hef verið hjá Liverpool í tuttugu ár og notið hverrar einustu mínútu, upplifað alla mína drauma, afrekað allt sem ég vildi hér,“ sagði Trent í kveðju til stuðningsmanna Liverpool og bætti við: „Ég er búinn að gefa allt mitt á hverjum einasta degi í þessi tuttugu ár. Nú er ég á þeim tímapunkti að þurfa nýja áskorun, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig einstakling.“ Hann kveður Liverpool sem Englandsmeistari, í annað sinn á ferlinum, og hefur einnig unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni sem og heimsmeistarakeppni félagsliða. Hann hefur einnig orðið enskur bikarmeistari með félaginu og í tvígang unnið enska deildarbikarinn. Þá var hann í liði Liverpool sem vann samfélagsskjöldinn tímabilið 2022/23. Enski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira
Alexander-Arnold skrifaði undir samning við Real sem gildir til næstu sex ára. Hann hefði getað farið frítt til Real síðar í sumar en þar sem að spænska félagið vildi fá hann fyrir HM þurfti að komast að samkomulagi við Liverpool um kaupverð. Samkvæmt enskum miðlum fær Liverpool 10 milljónir evra í vasann, eða um það bil 1,44 milljarða króna, auk þess sem Real tekur strax við því að greiða laun hans. 🚨 BREAKING: Real Madrid reach agreement with Liverpool to sign Trent Alexander-Arnold in time for Club World Cup. #RMFC to pay €10m (guaranteed + 1 payment - up from original indication of £850,000. #LFC also save wages & bonuses. 6yr deal @TheAthleticFC https://t.co/2loc692qIJ— David Ornstein (@David_Ornstein) May 30, 2025 Félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að klásúla sé í samningi Real við Alexander-Arnold sem geri hann falan fyrir ákveðna upphæð, en að sú upphæð sé heill milljarður evra eða 144 milljarðar króna. Another Englishman in Madrid 👋#BBCFootball pic.twitter.com/MypX0ol8x2— BBC Sport (@BBCSport) May 30, 2025 Liverpool hefur þegar fundið arftaka þessa 26 ára gamla Englendings því félagið festi kaup á Jeremie Frimpong frá Bayer Leverkusen og er talið að Liverpool greiði um 35 milljónir evra fyrir þennan fjölhæfa bakvörð. Alexander-Arnold var í tuttugu ár hjá Livrpool og sagði þegar tilkynnt var að hann færi frá félaginu í sumar, að um væri að ræða erfiðustu ákvörðun ævinnar. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka. Ég hef hugsað mikið um þetta og fyrir mig eru miklar tilfinningar bundnar í þessa ákvörðun. Ég hef verið hjá Liverpool í tuttugu ár og notið hverrar einustu mínútu, upplifað alla mína drauma, afrekað allt sem ég vildi hér,“ sagði Trent í kveðju til stuðningsmanna Liverpool og bætti við: „Ég er búinn að gefa allt mitt á hverjum einasta degi í þessi tuttugu ár. Nú er ég á þeim tímapunkti að þurfa nýja áskorun, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig einstakling.“ Hann kveður Liverpool sem Englandsmeistari, í annað sinn á ferlinum, og hefur einnig unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni sem og heimsmeistarakeppni félagsliða. Hann hefur einnig orðið enskur bikarmeistari með félaginu og í tvígang unnið enska deildarbikarinn. Þá var hann í liði Liverpool sem vann samfélagsskjöldinn tímabilið 2022/23.
Enski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira