Er með gervigreindarþjálfara Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. júní 2025 07:01 Alda Karen sýnir lesendum Vísis hina hliðina. „Ég er mjög heppin að hafa haft tækifæri til að gera mikið á öllum mínum lífstímabilum. Að ferðast um allan heim er ofarlega á listanum, að fylla bæði Hörpu og Laugardalshöll og gefa út bók. En ég held að stofnun á Collagenx í New York toppi listann eins og er,“ segir Alda Karen Hjaltalín Lopez, athafnakona og fyrirlesari, þegar hún er spurð um hennar stærsta afrek í lífinu. Alda Karen býr í New York í Bandaríkjunum með eiginkonu sinni, Katherine Lopez, þar sem hún rekur eigið fyrirtæki. Hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2018 sem fyrirlesari og vakti fljótt mikla athygli fyrir vegna yfirlýsinga sinna, sérstaklega um sjálfsást og það að kyssa peninga. Alda Karen sýnir lesendum Vísis hina hliðina. Fullt nafn? Alda Karen Hjaltalín Lopez Aldur? 31 árs. Við hvað starfar þú? Ég rek orkudrykkja fyrirtækið Collagenx ásamt því að flytja fyrirlestra, halda viðburði og skrifa bækur í New York. Fjölskylduhagir? Ég er gift Katherine Hjaltalín Lopez og eigum við saman fimm ketti, um 23 dádýr, þrjú bjarndýr, tvo refi, óteljandi íkorna og einn bifur sem búa í bakgarðinum okkar þegar þeim hentar. Fjölskylduhagir okkar eru eiginlega bara félagsmiðstöð fyrir öll dýrin í skóginum, ég veit ekki hvaða orku við gefum frá okkur fyrir dýrin en það virðast allir vegir leiða beint að dyrunum heima hjá mér. Lífið og tilveran Lýstu sjálfri þér í þremur orðum? Ég er nóg. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Lífið er ekkert nema gæfa. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Gera svipaða hluti og ég geri í dag. Er eitthvað sérstakt sem þig langar til að upplifa áður en þú deyrð? Það væri kúl að fylla Madison Square Garden, en ég held að það vær ennþá betra að læra að rækta gott grænmeti. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Ég er nóg. Hvað hefur mótað þig mest í lífinu? Öll reynsla mótar þig á einhvern hátt. Að hafa ferðast í kringum heiminn mótaði mig einna mest. Ég eyddi mörgum árum af lífi mínu að tala um: þú ert nóg, og núna lifi ég eftir því. Hvað gerir þú til að endurhlaða batteríin? Spila tölvuleiki, fer í göngur, sest á róðravélina eða vinn í garðinum. Lífið í litlu hlutunum Hver er uppskriftin að draumasunnudegi? Stuttur fjallatúr með Katherine og brunch á butcher's daughter í Williamsburg með stelpunum og svo beint í Collagenx tasting partý á Soho House og fylgt eftir með grilluðum laxi í matarboði heima á nýja pallinum. Hver er þinn uppáhalds staður á heimilinu? Pallurinn úti er uppáhalds, við byggðum hann bara til þess að geta haldið stór matarboð og er hann mikið nýttur! Sem betur fer er hann yfirbyggður svo hægt að nýta hann allan ársins hring! Hvað er fallegasti staður á Íslandi? Akureyri, easy. En úti í heimi? Kyoto í Japan er í miklu uppáhaldi ásamt Florence á Ítalíu og Petra í Jórdaníu. Venjur og vellíðan Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar á morgnana? Ég reyni að komast fram úr án þess að vekja kettina. Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Ég reyni að komast upp í rúm án þess að færa kettina. Hugar þú vel að heilsunni? og ef svo er, hvernig? Já, ég er með A.I. þjálfara og æfi í ræktinni heima alla morgna, svo bara svona basic, ég skrifa dagbók alla daga, og les mikið, er að lesa allar Ryan Holiday bækurnar núna, þarf fyrst að lesa óskáldað efni áður en ég leyfi mér svo að kíkja á skáldaðar bækur, þær eru meira svona spennandi verðlaun eftir þurra lesturinn. Svo er enginn sími eftir kl 22 á kvöldin svo ég er með analog vekjaraklukku, bara svona litlir hlutir hér og þar sem ég finn að gefa mér meiri orku yfir daginn. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Geimkúreki. Manstu hvenær þú grést síðast – og af hverju? Ég hágrét yfir Love on the Spectrum. Þessir þættir fara alveg með mig. Ertu morgun- eða kvöldmanneskja? Kvöld- alla daginn, og í allt kvöld. Hver er þinn helsti kostur? Ég tek engu alvarlega. En ókostur? Ég tek engu alvarlega. Uppáhalds maturinn þinn? Grillaður lax. Hvað veitir þér innblástur? Konan mín, heimildarmyndir, heimildarbækur og gott útsýni. Smá skemmtilegt í lokin Hvaða tungumál talarðu? Ensku í vinnunni, spænsku heima og íslensku með fjölskyldunni. Áttu einhvern leyndan hæfileika? Ég er mjög góð í ökuhermum, reyndar ekki leyndur hæfileiki lengur. Ef þú hefðir einn ofurkraft, hver væri hann? Lækna dýr. Draumabíllinn þinn? Audi R8 eða Toyota Century V12. Hælar eða strigaskór? Strigaskór. Manstu eftir fyrsta kossinum þínum? Nei því miður. Er eitthvað sem þú óttast? Ég hræðist bara að missa fólkið sem ég elska. Hvað ertu að hámhorfa á núna? Ég er ekki mikill hámhorfari eins og er, var það í denn, núna er allt aðeins of langt og ég hef ekki tíma í 45-50 mínútna þátt. Ég tek einn og einn Bob's Burgers eða F1 æfingar á F1TV. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? I have a dream með ABBA er mikið sungið á mínu heimili - allt með ABBA kemur mér í gírinn. Hin hliðin Íslendingar erlendis Ástin og lífið Gervigreind Tengdar fréttir Giftu sig í hvítum bikiníum á Havaí Alda Karen Hjaltalín athafnakona og áhrifavaldur og ástkona hennar, Katherine Lopez, gengu í hjónaband á Havaí þann 4. ágúst síðastliðinn. 5. október 2023 11:46 Alda Karen keppir í hermiakstri Alda Karen Hjaltalín Lopez, athafnakona og fyrirlesari, keppir næstu sex vikur í deildarkeppni í Formúlu 1-hermiakstri í New Jersey í Bandaríkjunum. 27. maí 2025 11:00 Alda Karen fékk óvænt bónorð á annan í jólum „Þetta var ótrúlegt, ég átti alls ekki von á þessu,“ segir Alda Karen Hjaltalín frumkvöðull og fyrirlesari í samtali við Vísi en hún fékk óvænt bónorð á annan í jólum. 2. janúar 2023 18:29 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Sjá meira
Alda Karen býr í New York í Bandaríkjunum með eiginkonu sinni, Katherine Lopez, þar sem hún rekur eigið fyrirtæki. Hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2018 sem fyrirlesari og vakti fljótt mikla athygli fyrir vegna yfirlýsinga sinna, sérstaklega um sjálfsást og það að kyssa peninga. Alda Karen sýnir lesendum Vísis hina hliðina. Fullt nafn? Alda Karen Hjaltalín Lopez Aldur? 31 árs. Við hvað starfar þú? Ég rek orkudrykkja fyrirtækið Collagenx ásamt því að flytja fyrirlestra, halda viðburði og skrifa bækur í New York. Fjölskylduhagir? Ég er gift Katherine Hjaltalín Lopez og eigum við saman fimm ketti, um 23 dádýr, þrjú bjarndýr, tvo refi, óteljandi íkorna og einn bifur sem búa í bakgarðinum okkar þegar þeim hentar. Fjölskylduhagir okkar eru eiginlega bara félagsmiðstöð fyrir öll dýrin í skóginum, ég veit ekki hvaða orku við gefum frá okkur fyrir dýrin en það virðast allir vegir leiða beint að dyrunum heima hjá mér. Lífið og tilveran Lýstu sjálfri þér í þremur orðum? Ég er nóg. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Lífið er ekkert nema gæfa. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Gera svipaða hluti og ég geri í dag. Er eitthvað sérstakt sem þig langar til að upplifa áður en þú deyrð? Það væri kúl að fylla Madison Square Garden, en ég held að það vær ennþá betra að læra að rækta gott grænmeti. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Ég er nóg. Hvað hefur mótað þig mest í lífinu? Öll reynsla mótar þig á einhvern hátt. Að hafa ferðast í kringum heiminn mótaði mig einna mest. Ég eyddi mörgum árum af lífi mínu að tala um: þú ert nóg, og núna lifi ég eftir því. Hvað gerir þú til að endurhlaða batteríin? Spila tölvuleiki, fer í göngur, sest á róðravélina eða vinn í garðinum. Lífið í litlu hlutunum Hver er uppskriftin að draumasunnudegi? Stuttur fjallatúr með Katherine og brunch á butcher's daughter í Williamsburg með stelpunum og svo beint í Collagenx tasting partý á Soho House og fylgt eftir með grilluðum laxi í matarboði heima á nýja pallinum. Hver er þinn uppáhalds staður á heimilinu? Pallurinn úti er uppáhalds, við byggðum hann bara til þess að geta haldið stór matarboð og er hann mikið nýttur! Sem betur fer er hann yfirbyggður svo hægt að nýta hann allan ársins hring! Hvað er fallegasti staður á Íslandi? Akureyri, easy. En úti í heimi? Kyoto í Japan er í miklu uppáhaldi ásamt Florence á Ítalíu og Petra í Jórdaníu. Venjur og vellíðan Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar á morgnana? Ég reyni að komast fram úr án þess að vekja kettina. Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Ég reyni að komast upp í rúm án þess að færa kettina. Hugar þú vel að heilsunni? og ef svo er, hvernig? Já, ég er með A.I. þjálfara og æfi í ræktinni heima alla morgna, svo bara svona basic, ég skrifa dagbók alla daga, og les mikið, er að lesa allar Ryan Holiday bækurnar núna, þarf fyrst að lesa óskáldað efni áður en ég leyfi mér svo að kíkja á skáldaðar bækur, þær eru meira svona spennandi verðlaun eftir þurra lesturinn. Svo er enginn sími eftir kl 22 á kvöldin svo ég er með analog vekjaraklukku, bara svona litlir hlutir hér og þar sem ég finn að gefa mér meiri orku yfir daginn. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Geimkúreki. Manstu hvenær þú grést síðast – og af hverju? Ég hágrét yfir Love on the Spectrum. Þessir þættir fara alveg með mig. Ertu morgun- eða kvöldmanneskja? Kvöld- alla daginn, og í allt kvöld. Hver er þinn helsti kostur? Ég tek engu alvarlega. En ókostur? Ég tek engu alvarlega. Uppáhalds maturinn þinn? Grillaður lax. Hvað veitir þér innblástur? Konan mín, heimildarmyndir, heimildarbækur og gott útsýni. Smá skemmtilegt í lokin Hvaða tungumál talarðu? Ensku í vinnunni, spænsku heima og íslensku með fjölskyldunni. Áttu einhvern leyndan hæfileika? Ég er mjög góð í ökuhermum, reyndar ekki leyndur hæfileiki lengur. Ef þú hefðir einn ofurkraft, hver væri hann? Lækna dýr. Draumabíllinn þinn? Audi R8 eða Toyota Century V12. Hælar eða strigaskór? Strigaskór. Manstu eftir fyrsta kossinum þínum? Nei því miður. Er eitthvað sem þú óttast? Ég hræðist bara að missa fólkið sem ég elska. Hvað ertu að hámhorfa á núna? Ég er ekki mikill hámhorfari eins og er, var það í denn, núna er allt aðeins of langt og ég hef ekki tíma í 45-50 mínútna þátt. Ég tek einn og einn Bob's Burgers eða F1 æfingar á F1TV. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? I have a dream með ABBA er mikið sungið á mínu heimili - allt með ABBA kemur mér í gírinn.
Hin hliðin Íslendingar erlendis Ástin og lífið Gervigreind Tengdar fréttir Giftu sig í hvítum bikiníum á Havaí Alda Karen Hjaltalín athafnakona og áhrifavaldur og ástkona hennar, Katherine Lopez, gengu í hjónaband á Havaí þann 4. ágúst síðastliðinn. 5. október 2023 11:46 Alda Karen keppir í hermiakstri Alda Karen Hjaltalín Lopez, athafnakona og fyrirlesari, keppir næstu sex vikur í deildarkeppni í Formúlu 1-hermiakstri í New Jersey í Bandaríkjunum. 27. maí 2025 11:00 Alda Karen fékk óvænt bónorð á annan í jólum „Þetta var ótrúlegt, ég átti alls ekki von á þessu,“ segir Alda Karen Hjaltalín frumkvöðull og fyrirlesari í samtali við Vísi en hún fékk óvænt bónorð á annan í jólum. 2. janúar 2023 18:29 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Sjá meira
Giftu sig í hvítum bikiníum á Havaí Alda Karen Hjaltalín athafnakona og áhrifavaldur og ástkona hennar, Katherine Lopez, gengu í hjónaband á Havaí þann 4. ágúst síðastliðinn. 5. október 2023 11:46
Alda Karen keppir í hermiakstri Alda Karen Hjaltalín Lopez, athafnakona og fyrirlesari, keppir næstu sex vikur í deildarkeppni í Formúlu 1-hermiakstri í New Jersey í Bandaríkjunum. 27. maí 2025 11:00
Alda Karen fékk óvænt bónorð á annan í jólum „Þetta var ótrúlegt, ég átti alls ekki von á þessu,“ segir Alda Karen Hjaltalín frumkvöðull og fyrirlesari í samtali við Vísi en hún fékk óvænt bónorð á annan í jólum. 2. janúar 2023 18:29
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið