„Yndisleg kvöldstund í þessum þunga harmi okkar“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. maí 2025 11:54 Hrunakirkja í Hrunamannahreppi. Kirkjan.is Fjölmenn bænastund var haldin í Hrunakirkju í gærkvöldi vegna tíu ára drengs sem lést í slysi við Hvítá í fyrradag. Sóknarpresturinn segir stundina hafa verið áhrifaríka en margir finni nú til. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um seint á sjötta tímanum í fyrradag um að dráttavél hefði runnið fram af háum bakka Hvítár í Hrunamannahreppi og hafnað ofan í ánni. Ökumaðurinn fannst skömmu eftir slysið og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hann hét Víglundur Þorsteinsson, fæddur 2015 og bjó í Haukholtum ásamt foreldrum sínum og þremur systkinum. Klukkan átta í gærkvöldi var haldin bænastund í Hrunakirkju vegna slyssins. Óskar Hafsteinn Óskarsson sóknarprestur segir samfélagið í sveitinni lítið og standa þétt saman nú á þessum erfiðu tímum. „Það var náttúrulega fullt út úr dyrum. Þar komum við sveitungarnir saman og tókum utan um hvort annað og reyndum að virkja allt þetta mannlega og styrkinn sem við höfum sem samfélag þegar svona harmur ríður yfir samfélagið. Þetta var ákaflega sterk og áhrifarík stund þar sem við finnum styrkinn hvert af öðru í þeim ótrúlega harmi sem við erum að ganga í gengum sem samfélag,“ segir Óskar Hafsteinn. „Fólk stóð í kringum kirkjuna en sem betur fer var veðrið gott þannig að það var alveg fram eftir kvöldi staðið úti við kirkjuna og fólk að tala saman og taka utan um hvort annað. Þetta var bara yndisleg kvöldstund í þessum þunga harmi okkar.“ Margir finni nú til. „ Ekki bara samfélagið hér. Hann hafði snertifleti þessi drengur við fólk hér í öllum uppsveitum og langt út fyrir það og líka fólk sem að kannski þekkir ekki til fjölskyldunnar. Ég held að við finnum bara öll til sem þjóð þegar að svona hörmulegt slys verður og þegar barn á í hlut. Það er þungbærara en orð fá lýst en þá skiptir máli að vera mannnleg og sýna ást og kærleika á vináttu og þá reynir á okkur og það erum við að gera núna.“ Þá var önnur bænastund haldin fyrir hádegi með samnemendum Víglundar og foreldrum þeirra. „Svo náttúrulega er stóra verkefnið framundan að reyna að haldast í hendur og styðja hvert annað og styrkja og þar búum við vel að vera í góðu og sterku og traustu samfélagi,“ segir Óskar Hafsteinn. Hrunamannahreppur Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um seint á sjötta tímanum í fyrradag um að dráttavél hefði runnið fram af háum bakka Hvítár í Hrunamannahreppi og hafnað ofan í ánni. Ökumaðurinn fannst skömmu eftir slysið og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hann hét Víglundur Þorsteinsson, fæddur 2015 og bjó í Haukholtum ásamt foreldrum sínum og þremur systkinum. Klukkan átta í gærkvöldi var haldin bænastund í Hrunakirkju vegna slyssins. Óskar Hafsteinn Óskarsson sóknarprestur segir samfélagið í sveitinni lítið og standa þétt saman nú á þessum erfiðu tímum. „Það var náttúrulega fullt út úr dyrum. Þar komum við sveitungarnir saman og tókum utan um hvort annað og reyndum að virkja allt þetta mannlega og styrkinn sem við höfum sem samfélag þegar svona harmur ríður yfir samfélagið. Þetta var ákaflega sterk og áhrifarík stund þar sem við finnum styrkinn hvert af öðru í þeim ótrúlega harmi sem við erum að ganga í gengum sem samfélag,“ segir Óskar Hafsteinn. „Fólk stóð í kringum kirkjuna en sem betur fer var veðrið gott þannig að það var alveg fram eftir kvöldi staðið úti við kirkjuna og fólk að tala saman og taka utan um hvort annað. Þetta var bara yndisleg kvöldstund í þessum þunga harmi okkar.“ Margir finni nú til. „ Ekki bara samfélagið hér. Hann hafði snertifleti þessi drengur við fólk hér í öllum uppsveitum og langt út fyrir það og líka fólk sem að kannski þekkir ekki til fjölskyldunnar. Ég held að við finnum bara öll til sem þjóð þegar að svona hörmulegt slys verður og þegar barn á í hlut. Það er þungbærara en orð fá lýst en þá skiptir máli að vera mannnleg og sýna ást og kærleika á vináttu og þá reynir á okkur og það erum við að gera núna.“ Þá var önnur bænastund haldin fyrir hádegi með samnemendum Víglundar og foreldrum þeirra. „Svo náttúrulega er stóra verkefnið framundan að reyna að haldast í hendur og styðja hvert annað og styrkja og þar búum við vel að vera í góðu og sterku og traustu samfélagi,“ segir Óskar Hafsteinn.
Hrunamannahreppur Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?