Vilja endurbyggja verkstæðið en nágrannar mótmæla harðlega Árni Sæberg skrifar 30. maí 2025 16:57 Rústir hússins hafa staðið óbreyttar frá því að það brann árið 2016. Svona var staðan á Grettisgötu seinni partinn í dag. Vísir/Anton Brink Eigendur lóðar að Grettisgötu 87 í Reykjavík, þar sem réttingaverkstæði brann árið 2016, hafa fengi leyfi byggingarfulltrúa til að endurbyggja húsið og innrétta þar réttingaverkstæði og heildverslun. Nágrannar mótmæla áformunum harðlega. Þetta kemur fram í tilkynningu um stjórnsýslukæru frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála til Reykjavíkurborgar. Kæran er undirrituð af Jóhanni Ágústi Hansen fyrir hönd Emblu fasteignafélags, sem á fasteignirnar að Rauðarárstíg 12 og 14. Þar er Gallerí Fold til húsa en Jóhann Ágúst er framkvæmdastjóri gallerísins. Verkstæði, heldverslun og bílageymsla Í fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa segir að sótt hafi verið um leyfi til að að endurbyggja stálgrindarhús klætt steinullareiningum eftir bruna á kjallara sem fyrir er og innrétta réttingaverkstæði og heildverslun á 1. hæð og bílageymslu í kjallara á lóð númer 87 við Grettisgötu. Umsóknin hafi verið samþykkt en lokaúttekt byggingarfulltrúa hafi verið áskilið sem og samþykki heilbrigðiseftirlits. Bruninn sem þar er vísað til er bruninn sem varð í mars árið 2016, þegar sögufrægt hús brann til kaldra kola, að stálgrind undanskilinni. Það hafði í gegnum árin hýst réttingaverkstæði, líkamsræktarstöð og æfingarhúsnæði fjölda hljómsveita, sem áttu eftir að slá í gegn. Árið 2017 var dómur manns, fyrir að hafa látið hjá líðast að gera það sem í hans valdi stóð til þess að vara við eða afstýra eldsvoðanum og því eignatjóni sem af hlaust, jafnvel þótt hann hefði getað aðhafst án þess að stofna sér í hættu, mildaður í fjögurra mánaða fangelsi. Bróðir mannsins hafði játað að hafa kveikt í slæðu á stól í herbergi sínu, hent stólnum á dýnu og skilið brennandi dýnuna eftir inni í herberginu. Hann var metinn ósakhæfur í héraðsdómi. Rústirnar staðið uppi árum saman Það sem stóð eftir af húsinu hefur staðið á lóðinni allt frá því að húsið brann. Árið 2023 var greint frá því að til stæði að rífa rústirnar og að ekkert stæði í vegi fyrir því að íbúðarhúsnæði yrði reist á lóðinni. Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, sagði í samtali við fréttastofu tveimur dögum eftir brunann að hundruð íbúða gætu risið á lóðinni. Miðað við umsókn eiganda lóðarinnar, Miðholts ehf., stendur til að endurbyggja húsið í upprunalegri mynd frekar en í formi íbúðarhúsa. Miðholt ehf. er 7,5 prósenta eigu Þórarins Jakobssonar, sem stofnaði Réttingaverkstæði Þórarins í húsinu, en fjórir synir hans eiga félagið með honum. Enginn vafi á aðildarhæfi Í kæru Emblu segir að að félagið sé eigandi áðurnefndra fasteigna að Rauðarárstíg, sem séu báðar í aðeins nokkurra metra fjarlægð frá Grettisgötu 87. Þá sé þinglýstur eigandi fasteignanna að Rauðarárárstíg 12–14 annars vegar og Grettisgötu 87 hins vegar, meðlimir í sama lóðarfélagi, ásamt fleiri lóðarhöfum, á svokölluðum Tryggingastofnunarreit, sem afmarkist af Laugavegi 116, 118, 118B, Rauðarárstíg 6–14 og Grettisgötu 87–89. Embla telju, meðal annars af framangreindum ástæðum, engum vafa undirorpið að félagið hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Fasteignir Emblu eruð í húsalengjunni hægra megin á myndinni.Vísir/Anton Brink Aðalkrafa Emblu er að afgreiðsla byggingarfulltrúa á umsókn Miðholts um að endurbyggja stálgrindarhús að Grettisgötu 87 verði felld úr gildi. Til vara er þess krafist að ákvörðuninni verði breytt þannig að áskilið verði samþykki allra aðila í Lóðarfélaginu um lóðina Laugaveg 118 fyrir endurbyggingu hússins. Til þrautavara krefst Embla þess að áskilið verði samþykki aukins meirihluta aðila að félaginu og til þrautaþrautavara að áskilið verði samþykki meirihluta aðila. Þá er í öllum tilvikum gerð krafa um stöðvun framkvæmda, enda séu framkvæmdir yfirvofandi. Telja áformin ekki í samræmi við skipulag Í kærunni segir að Embla telji að fella beri byggingarleyfið úr gildi, einkum með tilliti til þriggja ástæðna. Í fyrsta lagi að samþykki meðeigenda hafi ekki fengist fyrir byggingarleyfi bílakjallara. Hluti bílageymslu í kjallara á lóð númer 87 við Grettisgötu sé í sameign Lóðarfélagsins sem starfi eftir lögum um fjöleignarhús og því beri að afla samþykki meðeiganda. Slíkt hafi verið ekki gert í málinu sem um ræðir og Embla telji að það eigi að leiða til þess að byggingarleyfið skuli fellt úr gildi. Í öðru lagi að byggingarleyfið sé í ósamræmi við fyrri afgreiðslur byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Vegglistamenn hafa gert rústir hússins að striga sínum síðastliðinn tæpan áratug.Vísir/Anton Brink Í þriðja lagi að byggingarleyfið sé í ósamræmi við skipulagsáætlanir fyrir lóð þá sem það tekur til. Embla vísar meðal annars til deiliskipulags þar sem eftirfarandi kemur fram: Á reitnum er nú mjög blönduð byggð. Í suðvesturhorni við Grettisgötu og Snorrabraut eru 34 hæða fjölbýlishús en við Laugaveg og Rauðarárstíg er verslun og þjónusta á jarðhæð en skrifstofur á efri hæðum í 4 – 5 hæða byggingum. Á miðjum reitnuт аð Grettisgötu er há einnar hæðar verkstæðisbygging, leifar „bílaverksmiðju“ Egils Vilhjálmssonar, sem setti mark sitt á reitinn á síðustu öld. Gert er ráð fyrir að sú byggð víki fyrir randbyggð til suðurs. Þá segi um helstu breytingar sem lagðar eru til samkvæmt deiliskipulaginu: Lagt er til að iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu verði rifið og þess í stað byggt íbúðarhúsnæði í beinu framhaldi af Snorrabraut 35. Einnig í andstöðu við aðalskipulag Þá segir í kærunni að Embla telji að auki að byggingarleyfið sé andstætt aðalskipulagi. Grettisgata 87 sé staðsett á miðborg og miðsvæði (M) samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur. Í aðalskipulaginu sé tekin upp skilgreining miðsvæðis, sem hljóði svo: Svæði fyrir verslunar og þjónustustarfsemi og stjórnsýslu sem þjónar heilu landsvæði, þéttbýlisstað eða fleiri en einu bæjarhverfi, svo sem verslanir, skrifstofur, þjónustustofnanir, hótel, veitinga og gistihús, menningar stofnanir og önnur hreinleg atvinnustarfsemi sem talin er samræmast yfirbragði og eðli starfsemi miðsvæðis. Embla telji að starfsemi réttingarverkstæðis og heildverslunar, sem gert er ráð fyrir samkvæmt byggingarleyfinu, samræmist ekki heimilli landnotkun á svæðinu. Af ofangreindu telji Embla einsýnt að byggingarleyfið sé í ósamræmi við skipulagsáætlanir og því séu skilyrði fyrir útgáfu hins kærða byggingarleyfis ekki uppfyllt. Því beri að fella það úr gildi. Slökkvilið Skipulag Borgarstjórn Byggingariðnaður Reykjavík Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 Játaði að hafa kveikt í húsnæði við Grettisgötu Karlmaður á fertugsaldri hefur játað að hafa kveikt í iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu 87 í Reykjavík mánudagskvöldið 7. mars. 15. mars 2016 15:46 Bruni við Grettisgötu: Skildi brennandi dýnu sína eftir í herberginu Tveir bræður hafa verið ákærðir í tenglsum við brunann. Báðir hafa dvalið á götunni og glímt við andleg veikindi. 29. júní 2016 15:49 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu um stjórnsýslukæru frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála til Reykjavíkurborgar. Kæran er undirrituð af Jóhanni Ágústi Hansen fyrir hönd Emblu fasteignafélags, sem á fasteignirnar að Rauðarárstíg 12 og 14. Þar er Gallerí Fold til húsa en Jóhann Ágúst er framkvæmdastjóri gallerísins. Verkstæði, heldverslun og bílageymsla Í fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa segir að sótt hafi verið um leyfi til að að endurbyggja stálgrindarhús klætt steinullareiningum eftir bruna á kjallara sem fyrir er og innrétta réttingaverkstæði og heildverslun á 1. hæð og bílageymslu í kjallara á lóð númer 87 við Grettisgötu. Umsóknin hafi verið samþykkt en lokaúttekt byggingarfulltrúa hafi verið áskilið sem og samþykki heilbrigðiseftirlits. Bruninn sem þar er vísað til er bruninn sem varð í mars árið 2016, þegar sögufrægt hús brann til kaldra kola, að stálgrind undanskilinni. Það hafði í gegnum árin hýst réttingaverkstæði, líkamsræktarstöð og æfingarhúsnæði fjölda hljómsveita, sem áttu eftir að slá í gegn. Árið 2017 var dómur manns, fyrir að hafa látið hjá líðast að gera það sem í hans valdi stóð til þess að vara við eða afstýra eldsvoðanum og því eignatjóni sem af hlaust, jafnvel þótt hann hefði getað aðhafst án þess að stofna sér í hættu, mildaður í fjögurra mánaða fangelsi. Bróðir mannsins hafði játað að hafa kveikt í slæðu á stól í herbergi sínu, hent stólnum á dýnu og skilið brennandi dýnuna eftir inni í herberginu. Hann var metinn ósakhæfur í héraðsdómi. Rústirnar staðið uppi árum saman Það sem stóð eftir af húsinu hefur staðið á lóðinni allt frá því að húsið brann. Árið 2023 var greint frá því að til stæði að rífa rústirnar og að ekkert stæði í vegi fyrir því að íbúðarhúsnæði yrði reist á lóðinni. Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, sagði í samtali við fréttastofu tveimur dögum eftir brunann að hundruð íbúða gætu risið á lóðinni. Miðað við umsókn eiganda lóðarinnar, Miðholts ehf., stendur til að endurbyggja húsið í upprunalegri mynd frekar en í formi íbúðarhúsa. Miðholt ehf. er 7,5 prósenta eigu Þórarins Jakobssonar, sem stofnaði Réttingaverkstæði Þórarins í húsinu, en fjórir synir hans eiga félagið með honum. Enginn vafi á aðildarhæfi Í kæru Emblu segir að að félagið sé eigandi áðurnefndra fasteigna að Rauðarárstíg, sem séu báðar í aðeins nokkurra metra fjarlægð frá Grettisgötu 87. Þá sé þinglýstur eigandi fasteignanna að Rauðarárárstíg 12–14 annars vegar og Grettisgötu 87 hins vegar, meðlimir í sama lóðarfélagi, ásamt fleiri lóðarhöfum, á svokölluðum Tryggingastofnunarreit, sem afmarkist af Laugavegi 116, 118, 118B, Rauðarárstíg 6–14 og Grettisgötu 87–89. Embla telju, meðal annars af framangreindum ástæðum, engum vafa undirorpið að félagið hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Fasteignir Emblu eruð í húsalengjunni hægra megin á myndinni.Vísir/Anton Brink Aðalkrafa Emblu er að afgreiðsla byggingarfulltrúa á umsókn Miðholts um að endurbyggja stálgrindarhús að Grettisgötu 87 verði felld úr gildi. Til vara er þess krafist að ákvörðuninni verði breytt þannig að áskilið verði samþykki allra aðila í Lóðarfélaginu um lóðina Laugaveg 118 fyrir endurbyggingu hússins. Til þrautavara krefst Embla þess að áskilið verði samþykki aukins meirihluta aðila að félaginu og til þrautaþrautavara að áskilið verði samþykki meirihluta aðila. Þá er í öllum tilvikum gerð krafa um stöðvun framkvæmda, enda séu framkvæmdir yfirvofandi. Telja áformin ekki í samræmi við skipulag Í kærunni segir að Embla telji að fella beri byggingarleyfið úr gildi, einkum með tilliti til þriggja ástæðna. Í fyrsta lagi að samþykki meðeigenda hafi ekki fengist fyrir byggingarleyfi bílakjallara. Hluti bílageymslu í kjallara á lóð númer 87 við Grettisgötu sé í sameign Lóðarfélagsins sem starfi eftir lögum um fjöleignarhús og því beri að afla samþykki meðeiganda. Slíkt hafi verið ekki gert í málinu sem um ræðir og Embla telji að það eigi að leiða til þess að byggingarleyfið skuli fellt úr gildi. Í öðru lagi að byggingarleyfið sé í ósamræmi við fyrri afgreiðslur byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Vegglistamenn hafa gert rústir hússins að striga sínum síðastliðinn tæpan áratug.Vísir/Anton Brink Í þriðja lagi að byggingarleyfið sé í ósamræmi við skipulagsáætlanir fyrir lóð þá sem það tekur til. Embla vísar meðal annars til deiliskipulags þar sem eftirfarandi kemur fram: Á reitnum er nú mjög blönduð byggð. Í suðvesturhorni við Grettisgötu og Snorrabraut eru 34 hæða fjölbýlishús en við Laugaveg og Rauðarárstíg er verslun og þjónusta á jarðhæð en skrifstofur á efri hæðum í 4 – 5 hæða byggingum. Á miðjum reitnuт аð Grettisgötu er há einnar hæðar verkstæðisbygging, leifar „bílaverksmiðju“ Egils Vilhjálmssonar, sem setti mark sitt á reitinn á síðustu öld. Gert er ráð fyrir að sú byggð víki fyrir randbyggð til suðurs. Þá segi um helstu breytingar sem lagðar eru til samkvæmt deiliskipulaginu: Lagt er til að iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu verði rifið og þess í stað byggt íbúðarhúsnæði í beinu framhaldi af Snorrabraut 35. Einnig í andstöðu við aðalskipulag Þá segir í kærunni að Embla telji að auki að byggingarleyfið sé andstætt aðalskipulagi. Grettisgata 87 sé staðsett á miðborg og miðsvæði (M) samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur. Í aðalskipulaginu sé tekin upp skilgreining miðsvæðis, sem hljóði svo: Svæði fyrir verslunar og þjónustustarfsemi og stjórnsýslu sem þjónar heilu landsvæði, þéttbýlisstað eða fleiri en einu bæjarhverfi, svo sem verslanir, skrifstofur, þjónustustofnanir, hótel, veitinga og gistihús, menningar stofnanir og önnur hreinleg atvinnustarfsemi sem talin er samræmast yfirbragði og eðli starfsemi miðsvæðis. Embla telji að starfsemi réttingarverkstæðis og heildverslunar, sem gert er ráð fyrir samkvæmt byggingarleyfinu, samræmist ekki heimilli landnotkun á svæðinu. Af ofangreindu telji Embla einsýnt að byggingarleyfið sé í ósamræmi við skipulagsáætlanir og því séu skilyrði fyrir útgáfu hins kærða byggingarleyfis ekki uppfyllt. Því beri að fella það úr gildi.
Slökkvilið Skipulag Borgarstjórn Byggingariðnaður Reykjavík Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 Játaði að hafa kveikt í húsnæði við Grettisgötu Karlmaður á fertugsaldri hefur játað að hafa kveikt í iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu 87 í Reykjavík mánudagskvöldið 7. mars. 15. mars 2016 15:46 Bruni við Grettisgötu: Skildi brennandi dýnu sína eftir í herberginu Tveir bræður hafa verið ákærðir í tenglsum við brunann. Báðir hafa dvalið á götunni og glímt við andleg veikindi. 29. júní 2016 15:49 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Sjá meira
Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26
Játaði að hafa kveikt í húsnæði við Grettisgötu Karlmaður á fertugsaldri hefur játað að hafa kveikt í iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu 87 í Reykjavík mánudagskvöldið 7. mars. 15. mars 2016 15:46
Bruni við Grettisgötu: Skildi brennandi dýnu sína eftir í herberginu Tveir bræður hafa verið ákærðir í tenglsum við brunann. Báðir hafa dvalið á götunni og glímt við andleg veikindi. 29. júní 2016 15:49