Halda framkvæmdastjóra Félagsbústaða þrátt fyrir alvarlegt vantraust Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2025 16:17 Ellý Þorsteinsdóttir, formaður stjórnar Félagsbústaða, greindi starfsfólki frá því fyrir viku að umdeildur framkvæmdastjóri héldi áfram störfum. Mikil ólga hefur verið innan veggja stofnunarinnar og allt starfsfólk utan þriggja stjórnendu lýstu yfir vantrausti á framkvæmdastjórann í vetur. Vísir Stjórn Félagsbústaða hefur ákveðið að Sigrún Árnadóttir verði áfram framkvæmdastjóri stofnunarinnar þrátt fyrir vantraust starfsfólks á henni. Sigrúnu verði jafnframt falið að leiða umbótastarf. Stéttarfélagið Sameyki hefur óskað eftir fundi með borginni vegna ástandsins hjá Félagsbústöðum. Allt starfsfólk Félagsbústaða fyrir utan þrjá stjórnendur skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur Sigrúnu eftir að hún rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í febrúar. Stjórn Félagsbústaða fékk í kjölfarið mannauðsfyrirtæki til þess að gera almennt áhættumat á vinnustaðnum og komust ráðgjafar þess að þeirri niðurstöðu að vantraust starfsfólks til framkvæmdastjórnar væri alvarlegt. Ellý Þorsteinsdóttir, formaður stjórnar Félagsbústaða, greindi starfsfólki stofnunarinnar frá því á fundi sem boðaður var með skömmum fyrirvara á föstudag að stjórnin hefði ákveðið að Sigrún yrði áfram framkvæmdastjóri. Sigrúnu yrði jafnframt falið að leiða umbætur á skrifstofunni. Henni til fulltingis yrði ráðinn mannauðsfulltrúi til tveggja ára samkvæmt heimildum Vísis. Fundargerð stjórnar af fundinum þar sem þetta var ákveðið hefur enn ekki verið birt. Þegar blaðamaður náði tali af Ellý formanni í hádeginu í dag sagðist hún ekki hafa tíma til að ræða um málið. Ekki náðist í hana aftur við vinnslu þessarar fréttar. Félagsbústaðir eru sjálfseignastofnun sem er að öllu leyti í eigu Reykjavíkurborgar. Hún heldur utan um þúsundir félagslegra íbúða sem félagsþjónusta borgarinnar úthlutar og sýslar þannig með margmilljarða króna eignir. Hafa áhyggjur af mannauðsmálum og velferð starfsfólks Kári Sigurðsson, formaður Sameykis, sat kynningarfundinn fyrir viku að ósk starfsfólks Félagsbústaða. Hann segir félagið hafa óskað eftir fundi með fulltrúum Reykjavíkurborgar sem er eigandi félagsbústaða. „Við höfum óskað eftir fundi af því að við höfum mjög miklar áhyggjur af mannauðsmálum hjá Félagsbústöðum. Við höfum áhyggjur af velferð starfsfólks félagsbústaða,“ segir Kári við Vísi. Sigrún var ráðin framkvæmdastjóri Félagsbústaða eftir að forveri hennar sagði af sér vegna hundruð milljóna króna framúrkeyrslu við framkvæmdir í Breiðholti árið 2019. Hún var áður bæjarstjóri Sandgerðis í tíð meirihluta Samfylkingarinnar og óháðra. Áður var hún framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi til fjölda ára. Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mannauðsmál Tengdar fréttir Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Allt almennt starfsfólk Félagsbústaða skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur framkvæmdastjóra stofnunarinnar eftir að hann rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í síðasta mánuði. Starfsfólkið sakar framkvæmdastjórann um „ógnarstjórn“ og virðingarleysi. 13. mars 2025 13:14 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Allt starfsfólk Félagsbústaða fyrir utan þrjá stjórnendur skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur Sigrúnu eftir að hún rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í febrúar. Stjórn Félagsbústaða fékk í kjölfarið mannauðsfyrirtæki til þess að gera almennt áhættumat á vinnustaðnum og komust ráðgjafar þess að þeirri niðurstöðu að vantraust starfsfólks til framkvæmdastjórnar væri alvarlegt. Ellý Þorsteinsdóttir, formaður stjórnar Félagsbústaða, greindi starfsfólki stofnunarinnar frá því á fundi sem boðaður var með skömmum fyrirvara á föstudag að stjórnin hefði ákveðið að Sigrún yrði áfram framkvæmdastjóri. Sigrúnu yrði jafnframt falið að leiða umbætur á skrifstofunni. Henni til fulltingis yrði ráðinn mannauðsfulltrúi til tveggja ára samkvæmt heimildum Vísis. Fundargerð stjórnar af fundinum þar sem þetta var ákveðið hefur enn ekki verið birt. Þegar blaðamaður náði tali af Ellý formanni í hádeginu í dag sagðist hún ekki hafa tíma til að ræða um málið. Ekki náðist í hana aftur við vinnslu þessarar fréttar. Félagsbústaðir eru sjálfseignastofnun sem er að öllu leyti í eigu Reykjavíkurborgar. Hún heldur utan um þúsundir félagslegra íbúða sem félagsþjónusta borgarinnar úthlutar og sýslar þannig með margmilljarða króna eignir. Hafa áhyggjur af mannauðsmálum og velferð starfsfólks Kári Sigurðsson, formaður Sameykis, sat kynningarfundinn fyrir viku að ósk starfsfólks Félagsbústaða. Hann segir félagið hafa óskað eftir fundi með fulltrúum Reykjavíkurborgar sem er eigandi félagsbústaða. „Við höfum óskað eftir fundi af því að við höfum mjög miklar áhyggjur af mannauðsmálum hjá Félagsbústöðum. Við höfum áhyggjur af velferð starfsfólks félagsbústaða,“ segir Kári við Vísi. Sigrún var ráðin framkvæmdastjóri Félagsbústaða eftir að forveri hennar sagði af sér vegna hundruð milljóna króna framúrkeyrslu við framkvæmdir í Breiðholti árið 2019. Hún var áður bæjarstjóri Sandgerðis í tíð meirihluta Samfylkingarinnar og óháðra. Áður var hún framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi til fjölda ára.
Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mannauðsmál Tengdar fréttir Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Allt almennt starfsfólk Félagsbústaða skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur framkvæmdastjóra stofnunarinnar eftir að hann rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í síðasta mánuði. Starfsfólkið sakar framkvæmdastjórann um „ógnarstjórn“ og virðingarleysi. 13. mars 2025 13:14 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Allt almennt starfsfólk Félagsbústaða skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur framkvæmdastjóra stofnunarinnar eftir að hann rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í síðasta mánuði. Starfsfólkið sakar framkvæmdastjórann um „ógnarstjórn“ og virðingarleysi. 13. mars 2025 13:14