Mætti með steikarhníf á leikskóla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. maí 2025 18:46 Maðurinn ógnaði engum en var handtekinn sökum annarlegs ástands. Vísir/Lýður Valberg Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í Grafarholti í dag en hann kom inn á leikskóla með stóran steikarhníf á sér. Maðurinn ógnaði engum með hnífnum en var hann sökum ástands vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að taka af honum skýrslu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem verkefni dagsins eru reifuð. Grétar Stefánsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að maðurinn hafi verið illa áttaður og sennilega ekki gert sér grein fyrir því að hann væri á leikskóla. Maðurinn sé fullorðinn, hugsanlega á þrítugsaldri. „Það er ekki búið að taka skýrslu af honum enn, við bíðum bara eftir því að ástand hans lagist. Hann bað eitthvað um að fá að hringja, en starfsfólkið brást rétt við, það var engin ógn af honum eða neitt. Er ekki viss um að hann hafi áttað sig á því að hann væri með hníf á sér,“ segir Grétar. Meðal annarra verkefna lögreglunnar í dag var vinnuslys í Hafnarfirði þar sem maður datt úr stiga og fékk áverka á brjóstkassa. Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið til frekari skoðunar. Í Hlíðunum í Reykjavík var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem rafmagnshlaupahjól og bifreið skullu saman. Ökumaður rafhjólsins meiddist á fæti. Í Breiðholti var kona í annarlegu ástandi handtekin í fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu og sparka í lögreglumann. Fréttin hefur verið uppfærð Lögreglumál Reykjavík Leikskólar Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem verkefni dagsins eru reifuð. Grétar Stefánsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að maðurinn hafi verið illa áttaður og sennilega ekki gert sér grein fyrir því að hann væri á leikskóla. Maðurinn sé fullorðinn, hugsanlega á þrítugsaldri. „Það er ekki búið að taka skýrslu af honum enn, við bíðum bara eftir því að ástand hans lagist. Hann bað eitthvað um að fá að hringja, en starfsfólkið brást rétt við, það var engin ógn af honum eða neitt. Er ekki viss um að hann hafi áttað sig á því að hann væri með hníf á sér,“ segir Grétar. Meðal annarra verkefna lögreglunnar í dag var vinnuslys í Hafnarfirði þar sem maður datt úr stiga og fékk áverka á brjóstkassa. Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið til frekari skoðunar. Í Hlíðunum í Reykjavík var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem rafmagnshlaupahjól og bifreið skullu saman. Ökumaður rafhjólsins meiddist á fæti. Í Breiðholti var kona í annarlegu ástandi handtekin í fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu og sparka í lögreglumann. Fréttin hefur verið uppfærð
Lögreglumál Reykjavík Leikskólar Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira