Er ekki tími til kominn að tengja? Kristín María Birgisdóttir skrifar 31. maí 2025 07:02 Þann 29. maí, á uppstigningardag, fór rafmagnið af Grindavík í sjö klukkustundir. Ekki vegna eldgoss. Ekki vegna óviðráðanlegra náttúruafla. Heldur vegna þess að gamall rafmagnsstrengur, illa frágenginn í jörðu, gaf sig þegar álag kom á jarðveginn vegna jarðvinnu. Á þessum tíma voru fyrirtækjaeigendur – bæði veitingastaðir og fiskvinnslur að reyna að halda úti starfsemi í mjög erfiðum aðstæðum. Atvinnurekendur sem hafa barist áfram mánuðum saman, á hlaupum á milli rýminga og óvissu, að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Það síðasta sem á þurfti að halda á uppstigningadag, með bæinn fullan af gestum - var að rafmagnið færi. Engin framleiðsla. Engin þjónusta. Engin kæling. Engin von um að halda rekstri gangandi þann daginn. Og þar að auki – engar ljósavélar. Ekkert varaafl. Þau tæki sem áður voru í bænum, voru tekin í burtu.Tekin í burtu þegar eldgosið hófst 1. apríl. Þrátt fyrir að mögulegt hafi verið að skila þeim þegar ljóst var að gosið var lítið og stutt, þá var það ekki gert. Eftir standa þessar spurningar: Hver ber ábyrgð?Hver tekur ábyrgð á því að innviðir brustu vegna lélegs frágangs?Hver bætir það tjón sem rekstraraðilar urðu fyrir – þegar allt sem þeir höfðu í gangi fór í þrot vegna rafmagnsleysis og skorts á varaafli? Við í Grindavík höfum sýnt ótrúlega þrautseigju. En seigla á ekki að vera forsenda fyrir kerfisbundnu sinnuleysi. Við eigum rétt á öryggi. Við eigum rétt á ábyrgð. Og við eigum betra skilið. Þetta er ekki í fyrsta sinn – og það má ekki gerast aftur. Grindavík er ekki annars flokks samfélag. Suðurnesja lína 2 er kominn af stað. Hringtenging þarf að klárast og við þurfum annað en framlengingasnúru á rafmagni til Grindavíkur. Höfundur er Grindvíkingur, umhugað að samfélagið komist aftur upp á lappirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Þann 29. maí, á uppstigningardag, fór rafmagnið af Grindavík í sjö klukkustundir. Ekki vegna eldgoss. Ekki vegna óviðráðanlegra náttúruafla. Heldur vegna þess að gamall rafmagnsstrengur, illa frágenginn í jörðu, gaf sig þegar álag kom á jarðveginn vegna jarðvinnu. Á þessum tíma voru fyrirtækjaeigendur – bæði veitingastaðir og fiskvinnslur að reyna að halda úti starfsemi í mjög erfiðum aðstæðum. Atvinnurekendur sem hafa barist áfram mánuðum saman, á hlaupum á milli rýminga og óvissu, að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Það síðasta sem á þurfti að halda á uppstigningadag, með bæinn fullan af gestum - var að rafmagnið færi. Engin framleiðsla. Engin þjónusta. Engin kæling. Engin von um að halda rekstri gangandi þann daginn. Og þar að auki – engar ljósavélar. Ekkert varaafl. Þau tæki sem áður voru í bænum, voru tekin í burtu.Tekin í burtu þegar eldgosið hófst 1. apríl. Þrátt fyrir að mögulegt hafi verið að skila þeim þegar ljóst var að gosið var lítið og stutt, þá var það ekki gert. Eftir standa þessar spurningar: Hver ber ábyrgð?Hver tekur ábyrgð á því að innviðir brustu vegna lélegs frágangs?Hver bætir það tjón sem rekstraraðilar urðu fyrir – þegar allt sem þeir höfðu í gangi fór í þrot vegna rafmagnsleysis og skorts á varaafli? Við í Grindavík höfum sýnt ótrúlega þrautseigju. En seigla á ekki að vera forsenda fyrir kerfisbundnu sinnuleysi. Við eigum rétt á öryggi. Við eigum rétt á ábyrgð. Og við eigum betra skilið. Þetta er ekki í fyrsta sinn – og það má ekki gerast aftur. Grindavík er ekki annars flokks samfélag. Suðurnesja lína 2 er kominn af stað. Hringtenging þarf að klárast og við þurfum annað en framlengingasnúru á rafmagni til Grindavíkur. Höfundur er Grindvíkingur, umhugað að samfélagið komist aftur upp á lappirnar.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun