Útlendingaandúð sé vinsæl leið til að marka sér stöðu á samfélagsmiðlum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 13:44 Sema Erla Serdaroglu er formaður og stofnandi Solaris. Vísir/Vilhelm Stjórn samtakanna Solaris - hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur miklar áhyggjur af aukinni andúð og fyrirlitningu í garð fólks á flótta. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að þessi andúð birtist bæði í net- og raunheimum. Stjórnin kallar eftir því að þessari þróun verði snúið við og það verði gripið til aðgerða. Yfirlýsingin er send út með tilvísun í atburði síðustu daga en í gær fóru fram tvenn mótmæli í Reykjavík. Hópurinn Ísland, þvert á flokka boðaði fyrir nokkrum vikum til mótmælafundar á Austurvelli vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Vegna þessara mótmæla boðuðu samtökin No Borders til annarra mótmæla á sama tíma og sama stað þar sem hvatt var til þess að fólk standi sameinað gegn rasisma og aðskilnaði. Í yfirlýsinguni minnir stjórnin á að það séu mannréttindi að sækja um alþjóðlega vernd og að allir eigi rétt á því samkvæmt alþjóðalögum að leita skjóls undan ofsóknum í öðru „Vegna stríðs, átaka, þjóðarmorðs, náttúruhamfara, ofsókna og annarra hörmunga í heiminum hefur fjöldi fólks á flótta aldrei verið meiri en nú og fátt bendir til þess að fólki sem neyðist til þess að flýja heimahaga sína muni fækka á næstu árum,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin gagnrýnir þar einnig stefnu stjórnvalda og segja stefnuna hafa einkennst af því síðustu ár að grundvallarréttindi hafi verið skert og kostur fólks til að fá vernd hér hafi verið skertur. Orðræða fólks í valdastöðum Þá gagnrýna samtökin orðræðu fólks í valdastöðum í garð flóttafólks. „…hvort sem það er hjá ráðherrum og þingfólki, hjá embætti ríkissaksóknara, lögreglu eða innan dómskerfisins, er með þeim hætti að hún elur ítrekað á ótta og andúð í garð flóttafólks valdeflist almenningur í fyrirlitningu sinni og hatri, sem í sumum tilfellum verður til þess að fólk er beitt ofbeldi vegna þjóðernisuppruna og þjóðfélagsstöðu. Það er gömul saga og ný að fólk sé tilbúið til þess að ala á ótta og hatri í garð jaðarsettra hópa til að ná völdum eða viðhalda þeim. Í dag er það einnig vinsæl leið til þess að marka sér stöðu á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum og stjórnmálum. Það er hættuleg þróun.“ Stjórnin lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari þróun og kalla eftir samtali um hvernig megi auka samkennd, samtal á milli ólíkra hópa og sporna þannig gegn vaxandi fordómum og hatri í garð fólks á flótta sem leitað hefur til okkar eftir skjóli og vernd. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Tvenn mótmæli í Reykjavík og herþota á flugsýningu Tvær ólíkar fylkingar hafa boðað til mótmæla í Reykjavík í dag, önnur gegn stefnu sjórnvalda í málefnum hælisleitenda og hin gegn rasisma. Hótanir hafa birst á samfélagsmiðlum í aðdraganda mótmælanna. 31. maí 2025 11:44 „Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið“ Tvenn mótmæli, önnur sögð gegn stefnu sjórnvalda í málum hælisleitenda og hin gegn rasisma, fara fram á sama tíma í miðbæ Reykjavíkur í dag. Á samfélagsmiðlum hefur verið rætt að mótmælin verði ekki friðsamleg. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að ofbeldi verði beitt á mótmælunum. 31. maí 2025 11:34 Færa boðuð gagnmótmæli gegn rasisma vegna ofbeldisógnar Hópar sem höfðu boðað til gagnmótmæla gegn rasisma til höfuðs mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda á Austurvelli hafa ákveðið að færa þau vegna hættu á ofbeldi. Þeir vísa til ofbeldisóra þeirra sem standa að mótmælunum gegn hælisleitendum. 30. maí 2025 10:39 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Stjórnin kallar eftir því að þessari þróun verði snúið við og það verði gripið til aðgerða. Yfirlýsingin er send út með tilvísun í atburði síðustu daga en í gær fóru fram tvenn mótmæli í Reykjavík. Hópurinn Ísland, þvert á flokka boðaði fyrir nokkrum vikum til mótmælafundar á Austurvelli vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Vegna þessara mótmæla boðuðu samtökin No Borders til annarra mótmæla á sama tíma og sama stað þar sem hvatt var til þess að fólk standi sameinað gegn rasisma og aðskilnaði. Í yfirlýsinguni minnir stjórnin á að það séu mannréttindi að sækja um alþjóðlega vernd og að allir eigi rétt á því samkvæmt alþjóðalögum að leita skjóls undan ofsóknum í öðru „Vegna stríðs, átaka, þjóðarmorðs, náttúruhamfara, ofsókna og annarra hörmunga í heiminum hefur fjöldi fólks á flótta aldrei verið meiri en nú og fátt bendir til þess að fólki sem neyðist til þess að flýja heimahaga sína muni fækka á næstu árum,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin gagnrýnir þar einnig stefnu stjórnvalda og segja stefnuna hafa einkennst af því síðustu ár að grundvallarréttindi hafi verið skert og kostur fólks til að fá vernd hér hafi verið skertur. Orðræða fólks í valdastöðum Þá gagnrýna samtökin orðræðu fólks í valdastöðum í garð flóttafólks. „…hvort sem það er hjá ráðherrum og þingfólki, hjá embætti ríkissaksóknara, lögreglu eða innan dómskerfisins, er með þeim hætti að hún elur ítrekað á ótta og andúð í garð flóttafólks valdeflist almenningur í fyrirlitningu sinni og hatri, sem í sumum tilfellum verður til þess að fólk er beitt ofbeldi vegna þjóðernisuppruna og þjóðfélagsstöðu. Það er gömul saga og ný að fólk sé tilbúið til þess að ala á ótta og hatri í garð jaðarsettra hópa til að ná völdum eða viðhalda þeim. Í dag er það einnig vinsæl leið til þess að marka sér stöðu á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum og stjórnmálum. Það er hættuleg þróun.“ Stjórnin lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari þróun og kalla eftir samtali um hvernig megi auka samkennd, samtal á milli ólíkra hópa og sporna þannig gegn vaxandi fordómum og hatri í garð fólks á flótta sem leitað hefur til okkar eftir skjóli og vernd.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Tvenn mótmæli í Reykjavík og herþota á flugsýningu Tvær ólíkar fylkingar hafa boðað til mótmæla í Reykjavík í dag, önnur gegn stefnu sjórnvalda í málefnum hælisleitenda og hin gegn rasisma. Hótanir hafa birst á samfélagsmiðlum í aðdraganda mótmælanna. 31. maí 2025 11:44 „Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið“ Tvenn mótmæli, önnur sögð gegn stefnu sjórnvalda í málum hælisleitenda og hin gegn rasisma, fara fram á sama tíma í miðbæ Reykjavíkur í dag. Á samfélagsmiðlum hefur verið rætt að mótmælin verði ekki friðsamleg. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að ofbeldi verði beitt á mótmælunum. 31. maí 2025 11:34 Færa boðuð gagnmótmæli gegn rasisma vegna ofbeldisógnar Hópar sem höfðu boðað til gagnmótmæla gegn rasisma til höfuðs mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda á Austurvelli hafa ákveðið að færa þau vegna hættu á ofbeldi. Þeir vísa til ofbeldisóra þeirra sem standa að mótmælunum gegn hælisleitendum. 30. maí 2025 10:39 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Tvenn mótmæli í Reykjavík og herþota á flugsýningu Tvær ólíkar fylkingar hafa boðað til mótmæla í Reykjavík í dag, önnur gegn stefnu sjórnvalda í málefnum hælisleitenda og hin gegn rasisma. Hótanir hafa birst á samfélagsmiðlum í aðdraganda mótmælanna. 31. maí 2025 11:44
„Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið“ Tvenn mótmæli, önnur sögð gegn stefnu sjórnvalda í málum hælisleitenda og hin gegn rasisma, fara fram á sama tíma í miðbæ Reykjavíkur í dag. Á samfélagsmiðlum hefur verið rætt að mótmælin verði ekki friðsamleg. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að ofbeldi verði beitt á mótmælunum. 31. maí 2025 11:34
Færa boðuð gagnmótmæli gegn rasisma vegna ofbeldisógnar Hópar sem höfðu boðað til gagnmótmæla gegn rasisma til höfuðs mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda á Austurvelli hafa ákveðið að færa þau vegna hættu á ofbeldi. Þeir vísa til ofbeldisóra þeirra sem standa að mótmælunum gegn hælisleitendum. 30. maí 2025 10:39