Útlendingaandúð sé vinsæl leið til að marka sér stöðu á samfélagsmiðlum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 13:44 Sema Erla Serdaroglu er formaður og stofnandi Solaris. Vísir/Vilhelm Stjórn samtakanna Solaris - hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur miklar áhyggjur af aukinni andúð og fyrirlitningu í garð fólks á flótta. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að þessi andúð birtist bæði í net- og raunheimum. Stjórnin kallar eftir því að þessari þróun verði snúið við og það verði gripið til aðgerða. Yfirlýsingin er send út með tilvísun í atburði síðustu daga en í gær fóru fram tvenn mótmæli í Reykjavík. Hópurinn Ísland, þvert á flokka boðaði fyrir nokkrum vikum til mótmælafundar á Austurvelli vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Vegna þessara mótmæla boðuðu samtökin No Borders til annarra mótmæla á sama tíma og sama stað þar sem hvatt var til þess að fólk standi sameinað gegn rasisma og aðskilnaði. Í yfirlýsinguni minnir stjórnin á að það séu mannréttindi að sækja um alþjóðlega vernd og að allir eigi rétt á því samkvæmt alþjóðalögum að leita skjóls undan ofsóknum í öðru „Vegna stríðs, átaka, þjóðarmorðs, náttúruhamfara, ofsókna og annarra hörmunga í heiminum hefur fjöldi fólks á flótta aldrei verið meiri en nú og fátt bendir til þess að fólki sem neyðist til þess að flýja heimahaga sína muni fækka á næstu árum,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin gagnrýnir þar einnig stefnu stjórnvalda og segja stefnuna hafa einkennst af því síðustu ár að grundvallarréttindi hafi verið skert og kostur fólks til að fá vernd hér hafi verið skertur. Orðræða fólks í valdastöðum Þá gagnrýna samtökin orðræðu fólks í valdastöðum í garð flóttafólks. „…hvort sem það er hjá ráðherrum og þingfólki, hjá embætti ríkissaksóknara, lögreglu eða innan dómskerfisins, er með þeim hætti að hún elur ítrekað á ótta og andúð í garð flóttafólks valdeflist almenningur í fyrirlitningu sinni og hatri, sem í sumum tilfellum verður til þess að fólk er beitt ofbeldi vegna þjóðernisuppruna og þjóðfélagsstöðu. Það er gömul saga og ný að fólk sé tilbúið til þess að ala á ótta og hatri í garð jaðarsettra hópa til að ná völdum eða viðhalda þeim. Í dag er það einnig vinsæl leið til þess að marka sér stöðu á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum og stjórnmálum. Það er hættuleg þróun.“ Stjórnin lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari þróun og kalla eftir samtali um hvernig megi auka samkennd, samtal á milli ólíkra hópa og sporna þannig gegn vaxandi fordómum og hatri í garð fólks á flótta sem leitað hefur til okkar eftir skjóli og vernd. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Tvenn mótmæli í Reykjavík og herþota á flugsýningu Tvær ólíkar fylkingar hafa boðað til mótmæla í Reykjavík í dag, önnur gegn stefnu sjórnvalda í málefnum hælisleitenda og hin gegn rasisma. Hótanir hafa birst á samfélagsmiðlum í aðdraganda mótmælanna. 31. maí 2025 11:44 „Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið“ Tvenn mótmæli, önnur sögð gegn stefnu sjórnvalda í málum hælisleitenda og hin gegn rasisma, fara fram á sama tíma í miðbæ Reykjavíkur í dag. Á samfélagsmiðlum hefur verið rætt að mótmælin verði ekki friðsamleg. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að ofbeldi verði beitt á mótmælunum. 31. maí 2025 11:34 Færa boðuð gagnmótmæli gegn rasisma vegna ofbeldisógnar Hópar sem höfðu boðað til gagnmótmæla gegn rasisma til höfuðs mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda á Austurvelli hafa ákveðið að færa þau vegna hættu á ofbeldi. Þeir vísa til ofbeldisóra þeirra sem standa að mótmælunum gegn hælisleitendum. 30. maí 2025 10:39 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Stjórnin kallar eftir því að þessari þróun verði snúið við og það verði gripið til aðgerða. Yfirlýsingin er send út með tilvísun í atburði síðustu daga en í gær fóru fram tvenn mótmæli í Reykjavík. Hópurinn Ísland, þvert á flokka boðaði fyrir nokkrum vikum til mótmælafundar á Austurvelli vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Vegna þessara mótmæla boðuðu samtökin No Borders til annarra mótmæla á sama tíma og sama stað þar sem hvatt var til þess að fólk standi sameinað gegn rasisma og aðskilnaði. Í yfirlýsinguni minnir stjórnin á að það séu mannréttindi að sækja um alþjóðlega vernd og að allir eigi rétt á því samkvæmt alþjóðalögum að leita skjóls undan ofsóknum í öðru „Vegna stríðs, átaka, þjóðarmorðs, náttúruhamfara, ofsókna og annarra hörmunga í heiminum hefur fjöldi fólks á flótta aldrei verið meiri en nú og fátt bendir til þess að fólki sem neyðist til þess að flýja heimahaga sína muni fækka á næstu árum,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin gagnrýnir þar einnig stefnu stjórnvalda og segja stefnuna hafa einkennst af því síðustu ár að grundvallarréttindi hafi verið skert og kostur fólks til að fá vernd hér hafi verið skertur. Orðræða fólks í valdastöðum Þá gagnrýna samtökin orðræðu fólks í valdastöðum í garð flóttafólks. „…hvort sem það er hjá ráðherrum og þingfólki, hjá embætti ríkissaksóknara, lögreglu eða innan dómskerfisins, er með þeim hætti að hún elur ítrekað á ótta og andúð í garð flóttafólks valdeflist almenningur í fyrirlitningu sinni og hatri, sem í sumum tilfellum verður til þess að fólk er beitt ofbeldi vegna þjóðernisuppruna og þjóðfélagsstöðu. Það er gömul saga og ný að fólk sé tilbúið til þess að ala á ótta og hatri í garð jaðarsettra hópa til að ná völdum eða viðhalda þeim. Í dag er það einnig vinsæl leið til þess að marka sér stöðu á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum og stjórnmálum. Það er hættuleg þróun.“ Stjórnin lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari þróun og kalla eftir samtali um hvernig megi auka samkennd, samtal á milli ólíkra hópa og sporna þannig gegn vaxandi fordómum og hatri í garð fólks á flótta sem leitað hefur til okkar eftir skjóli og vernd.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Tvenn mótmæli í Reykjavík og herþota á flugsýningu Tvær ólíkar fylkingar hafa boðað til mótmæla í Reykjavík í dag, önnur gegn stefnu sjórnvalda í málefnum hælisleitenda og hin gegn rasisma. Hótanir hafa birst á samfélagsmiðlum í aðdraganda mótmælanna. 31. maí 2025 11:44 „Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið“ Tvenn mótmæli, önnur sögð gegn stefnu sjórnvalda í málum hælisleitenda og hin gegn rasisma, fara fram á sama tíma í miðbæ Reykjavíkur í dag. Á samfélagsmiðlum hefur verið rætt að mótmælin verði ekki friðsamleg. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að ofbeldi verði beitt á mótmælunum. 31. maí 2025 11:34 Færa boðuð gagnmótmæli gegn rasisma vegna ofbeldisógnar Hópar sem höfðu boðað til gagnmótmæla gegn rasisma til höfuðs mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda á Austurvelli hafa ákveðið að færa þau vegna hættu á ofbeldi. Þeir vísa til ofbeldisóra þeirra sem standa að mótmælunum gegn hælisleitendum. 30. maí 2025 10:39 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Tvenn mótmæli í Reykjavík og herþota á flugsýningu Tvær ólíkar fylkingar hafa boðað til mótmæla í Reykjavík í dag, önnur gegn stefnu sjórnvalda í málefnum hælisleitenda og hin gegn rasisma. Hótanir hafa birst á samfélagsmiðlum í aðdraganda mótmælanna. 31. maí 2025 11:44
„Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið“ Tvenn mótmæli, önnur sögð gegn stefnu sjórnvalda í málum hælisleitenda og hin gegn rasisma, fara fram á sama tíma í miðbæ Reykjavíkur í dag. Á samfélagsmiðlum hefur verið rætt að mótmælin verði ekki friðsamleg. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að ofbeldi verði beitt á mótmælunum. 31. maí 2025 11:34
Færa boðuð gagnmótmæli gegn rasisma vegna ofbeldisógnar Hópar sem höfðu boðað til gagnmótmæla gegn rasisma til höfuðs mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda á Austurvelli hafa ákveðið að færa þau vegna hættu á ofbeldi. Þeir vísa til ofbeldisóra þeirra sem standa að mótmælunum gegn hælisleitendum. 30. maí 2025 10:39