Afskaplega mjótt á munum í kosningunum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. júní 2025 21:38 Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Viktor Freyr Pólverjar velja sér nýjan forseta í dag en í morgun hófst önnur umferð forsetakosninganna og er afar mjótt á munum. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir frambjóðendurna verulega ólíka. „Það er rétt að forsetakosningar í Póllandi hafa verið mjög spennandi síðustu tuttugu ár í rauninni. Þeir flokkar, annars Borgarvettvangur og svo Lög og réttlæti, hafi tekist þar hart á,“ segir Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Tveir frambjóðendur keppast nú um að hreppa forsetaembætti Póllands. Annars vergar er það Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og frambjóðandi Borgaravettvangsins og hins vegar Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti. Samkvæmt útgönguspám er afar mjótt á munum. Í útgönguspánni klukkan sjö á íslenskum tíma mældist Trzaskowski með 50,3 prósenta fylgi en Nawrocki 49,7 prósent. Hins vegar breyttist spáin og er Trzaskowski nú með 49,3 prósent og Nawrocki 50,7 prósent. Úrslit kosninganna ættu að liggja fyrir í hádeginu á mánudag. Pawel segir töluverðan mun vera á áherslum frambjóðendanna. „Nawrocki, sem er frambjóðandi Laga og réttlætis fór í Hvíta húsið og fékk þumalinn upp frá Donald Trump. Þeir hafa kannski litið yfir hafið til Bandaríkjanna, segir hann. Trzaskowski sæki mun meira í Evrópusamstarf auk þess að hafa frjálslyndari gildi. Hann beiti sér meðal annars fyrir réttindum kvenna, líkt og flokkurinn hans gerði í þingkosningunum í október 2023. Það var að hluta til sú afstaða sem kom frambjóðanda Borgaravettvangsins, Donald Tusk, í stól forsætisráðherra. „Þetta er svona munurinn á þessum. Þetta eru hefðbundin átök á milli íhaldssamari og frjálslyndari gilda. Báðir þessir frambjóðendur myndu teljast til hægri manna hér á Íslandi.“ Ríkisstjórn og forseta komi ekki saman Flokkur Borgaravettvangsins setur gríðarlega mikið traust í sigur Trzaskowski. Þeir eru núna í ríkisstjórn en Andrzej Duda, forseti Póllands, er fulltrúi Lagar og réttlætis. „Frá því að stjórnin núverandi vann kosningarnar í október 2023 þá hefur kannski ekki gengið að ná fram mörgu af því sem þeir sögðu þá, varðandi til dæmis réttindi kvenna, varðandi að reisa við réttarkerfið sem hefur verið í ákveðnu lamasessi undanfarin ár. Vegna þess hafa þau sagt meðal annars að forsetinn hafi verið frá Lögum og réttindi, með neitunarvaldið, og að samstarfið hafi gengið illa,“ segir Pawel. „Þeir hafa rosalega mikið treyst á þessar forsetakosningar, að ná forsetaembættinu til þess að geta hrundið einhverju af þessu í gegn.“ Stór áherslumunur í málum Úkraínu Málefni Úkraínu hafa einnig spilað hlutverk í kosningabaráttunni enda nágranni Póllands. „Til að gæta sanngirnis hefur Lög og réttlæti, þó ég sé ekki endilega hrifinn af því sem þeir hafa gert, stutt Úkraínu,“ segir Pawel. Þegar flokkurinn var við völd hafi þeir sent fjögur hundruð skriðdreka til Úkraínu og stutt stríðsrekstur þeirra. „ Hins vegar það sem gerðist í þessari kosningabaráttu er sú að frambjóðandi sem lenti í þriðja sæti tók þessa tvö efstu í viðtal á Youtube-rásinni sinni. Hann fór fram á að þeir myndu skrifa undir ákveðnar yfirlýsingar og ein þeirra fólst í því að Úkraínu yrði ekki hleypt inn í NATO. Nawrocki, frambjóðandi Lög og réttlætis, fólst á það að hann myndi ekki skrifa undir inngöngu Úkraínu í NATO á meðan Trzaskowski er ekki þar,“ segir Pawel. „Það er stór áherslumunur hjá þeim hvað það varðar.“ Vert er að taka fram að Pawel fylgist grannt með nýjustu fregnum af forsetakosningunum á Facebook síðu sinni. Þar deilir hann alls kyns fróðleiksmolum fyrir áhugasama. Kosningar í Póllandi Pólland Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
„Það er rétt að forsetakosningar í Póllandi hafa verið mjög spennandi síðustu tuttugu ár í rauninni. Þeir flokkar, annars Borgarvettvangur og svo Lög og réttlæti, hafi tekist þar hart á,“ segir Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Tveir frambjóðendur keppast nú um að hreppa forsetaembætti Póllands. Annars vergar er það Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og frambjóðandi Borgaravettvangsins og hins vegar Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti. Samkvæmt útgönguspám er afar mjótt á munum. Í útgönguspánni klukkan sjö á íslenskum tíma mældist Trzaskowski með 50,3 prósenta fylgi en Nawrocki 49,7 prósent. Hins vegar breyttist spáin og er Trzaskowski nú með 49,3 prósent og Nawrocki 50,7 prósent. Úrslit kosninganna ættu að liggja fyrir í hádeginu á mánudag. Pawel segir töluverðan mun vera á áherslum frambjóðendanna. „Nawrocki, sem er frambjóðandi Laga og réttlætis fór í Hvíta húsið og fékk þumalinn upp frá Donald Trump. Þeir hafa kannski litið yfir hafið til Bandaríkjanna, segir hann. Trzaskowski sæki mun meira í Evrópusamstarf auk þess að hafa frjálslyndari gildi. Hann beiti sér meðal annars fyrir réttindum kvenna, líkt og flokkurinn hans gerði í þingkosningunum í október 2023. Það var að hluta til sú afstaða sem kom frambjóðanda Borgaravettvangsins, Donald Tusk, í stól forsætisráðherra. „Þetta er svona munurinn á þessum. Þetta eru hefðbundin átök á milli íhaldssamari og frjálslyndari gilda. Báðir þessir frambjóðendur myndu teljast til hægri manna hér á Íslandi.“ Ríkisstjórn og forseta komi ekki saman Flokkur Borgaravettvangsins setur gríðarlega mikið traust í sigur Trzaskowski. Þeir eru núna í ríkisstjórn en Andrzej Duda, forseti Póllands, er fulltrúi Lagar og réttlætis. „Frá því að stjórnin núverandi vann kosningarnar í október 2023 þá hefur kannski ekki gengið að ná fram mörgu af því sem þeir sögðu þá, varðandi til dæmis réttindi kvenna, varðandi að reisa við réttarkerfið sem hefur verið í ákveðnu lamasessi undanfarin ár. Vegna þess hafa þau sagt meðal annars að forsetinn hafi verið frá Lögum og réttindi, með neitunarvaldið, og að samstarfið hafi gengið illa,“ segir Pawel. „Þeir hafa rosalega mikið treyst á þessar forsetakosningar, að ná forsetaembættinu til þess að geta hrundið einhverju af þessu í gegn.“ Stór áherslumunur í málum Úkraínu Málefni Úkraínu hafa einnig spilað hlutverk í kosningabaráttunni enda nágranni Póllands. „Til að gæta sanngirnis hefur Lög og réttlæti, þó ég sé ekki endilega hrifinn af því sem þeir hafa gert, stutt Úkraínu,“ segir Pawel. Þegar flokkurinn var við völd hafi þeir sent fjögur hundruð skriðdreka til Úkraínu og stutt stríðsrekstur þeirra. „ Hins vegar það sem gerðist í þessari kosningabaráttu er sú að frambjóðandi sem lenti í þriðja sæti tók þessa tvö efstu í viðtal á Youtube-rásinni sinni. Hann fór fram á að þeir myndu skrifa undir ákveðnar yfirlýsingar og ein þeirra fólst í því að Úkraínu yrði ekki hleypt inn í NATO. Nawrocki, frambjóðandi Lög og réttlætis, fólst á það að hann myndi ekki skrifa undir inngöngu Úkraínu í NATO á meðan Trzaskowski er ekki þar,“ segir Pawel. „Það er stór áherslumunur hjá þeim hvað það varðar.“ Vert er að taka fram að Pawel fylgist grannt með nýjustu fregnum af forsetakosningunum á Facebook síðu sinni. Þar deilir hann alls kyns fróðleiksmolum fyrir áhugasama.
Kosningar í Póllandi Pólland Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira