Alríkislögreglan rannsakar meinta hryðjuverkaárás Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. júní 2025 22:32 Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú málið. Getty Images Alríkislögregla Bandaríkjanna er með meinta hryðjuverkaárás til rannsóknar. Atvikið átti sér stað í Boulder í Colorado. Talið er að margir séu slasaðir. Atvikið átti sér stað í miðbæ Boulder sem er í ríkinu Colorado í Bandaríkjunum. Klukkan var um hálf tvö á staðartíma eða hálf átta að kvöldi til á íslenskum tíma. Steve Redfearn, lögreglustjóri Boulder, sagði á blaðamannafundi að lögreglu bárust tilkynningar um vopnaðan einstakling sem væri að kveikja í fólki. Þegar lögreglu bar að garði voru nokkrir einstaklingar særðir í samræmi við þær upplýsingar. Redfearn var ekki með nákvæma tölu yfir hversu margir voru særðir en sagði „fjölmargir.“ Einstaklingarnir eru missærðir, einhverjir eru alvarlega slasaðir en aðrir með minniháttar meiðsli. Lögreglu var bent á grunaðan einstakling og var hann handtekinn. Um er að ræða fullorðinn karlmann. Svæðið í kringum atburðinn er enn girt af og talið óöruggt. Lögregla er að rannsaka nánar bíl sem er á svæðinu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað það gerðist. Það eru mjög margir sem voru vitni að atburðinum, við eigum eftir að taka margar skýrslur,“ sagði Redfearn. Margir hafi verið á ferli, meðal annars hópur einstaklinga sem tók þátt í friðsælum mótmælum til stuðnings Ísrael. Redfearn sagði ekki víst að árásin hafi verið gegn hópnum, enn væri verið að komast nákvæmlega að því hvað átti sér stað. Í tilkynningu Kash Patel, yfirmanns Alríkislögreglunnar, á samfélagsmiðlum segir að fulltrúar lögreglunnar séu á staðnum og rannsaka málið. „Við erum rannsaka þetta atvik sem hryðjuverk og markvissa ofbeldisaðgerð,“ skrifaði Patel. „Ef þú aðstoðaðir eða hvattir til þessarar árásar, munum við finna þig. Þú getur ekki falið þig.“ Aðspurður sagðist Redfearn ósammála staðhæfingu Alríkislögreglunnar að um væri að ræða „markvissa hryðjuverkaárás.“ Hann sagðist ekki vilja draga ályktanir fyrr en rannsóknin væri komin lengra á veg. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Atvikið átti sér stað í miðbæ Boulder sem er í ríkinu Colorado í Bandaríkjunum. Klukkan var um hálf tvö á staðartíma eða hálf átta að kvöldi til á íslenskum tíma. Steve Redfearn, lögreglustjóri Boulder, sagði á blaðamannafundi að lögreglu bárust tilkynningar um vopnaðan einstakling sem væri að kveikja í fólki. Þegar lögreglu bar að garði voru nokkrir einstaklingar særðir í samræmi við þær upplýsingar. Redfearn var ekki með nákvæma tölu yfir hversu margir voru særðir en sagði „fjölmargir.“ Einstaklingarnir eru missærðir, einhverjir eru alvarlega slasaðir en aðrir með minniháttar meiðsli. Lögreglu var bent á grunaðan einstakling og var hann handtekinn. Um er að ræða fullorðinn karlmann. Svæðið í kringum atburðinn er enn girt af og talið óöruggt. Lögregla er að rannsaka nánar bíl sem er á svæðinu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað það gerðist. Það eru mjög margir sem voru vitni að atburðinum, við eigum eftir að taka margar skýrslur,“ sagði Redfearn. Margir hafi verið á ferli, meðal annars hópur einstaklinga sem tók þátt í friðsælum mótmælum til stuðnings Ísrael. Redfearn sagði ekki víst að árásin hafi verið gegn hópnum, enn væri verið að komast nákvæmlega að því hvað átti sér stað. Í tilkynningu Kash Patel, yfirmanns Alríkislögreglunnar, á samfélagsmiðlum segir að fulltrúar lögreglunnar séu á staðnum og rannsaka málið. „Við erum rannsaka þetta atvik sem hryðjuverk og markvissa ofbeldisaðgerð,“ skrifaði Patel. „Ef þú aðstoðaðir eða hvattir til þessarar árásar, munum við finna þig. Þú getur ekki falið þig.“ Aðspurður sagðist Redfearn ósammála staðhæfingu Alríkislögreglunnar að um væri að ræða „markvissa hryðjuverkaárás.“ Hann sagðist ekki vilja draga ályktanir fyrr en rannsóknin væri komin lengra á veg.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira