Veitingamaður með langan brotaferil hlaut þunga sekt Árni Sæberg skrifar 2. júní 2025 14:00 Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í máli Gísla Inga á föstudag. Vísir/Vilhelm Gísli Ingi Gunnarsson, veitingamaður sem hlotið hefur nokkurn fjölda refsidóma, hefur verið dæmdur til sextán mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu tæplega 200 milljóna króna sektar fyrir stórfelld skattalagabrot. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp á föstudag, segir að Gísli Ingi hafi verið ákærður fyrir, og játað skýlaust, meiri háttar brot gegn skattalögum og lögum um bókhald í tengslum við rekstur tveggja einkahlutafélaga og vegna eigin skattskila. Samanlögð fjárhæð sem hann hafi skotið undan skattskilum hafi numið 66,2 milljónum króna. Mótmælti atvinnurekstrarbanni Í dóminum segir að Gísli Ingi hefði komið fyrir dóminn ásamt skipuðum verjanda sínum. Hann hefði viðurkennt skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum væri gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar hans og þar sem dómari hafi ekki talið ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum samkvæm hafi verið farið með málið í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála, um málsmeðferð án frekari sönnunarfærslu, eftir að aðilum hefði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Þar hafi komið fram mótmæli af hálfu Gísla Inga hvað varðaði kröfu ákæruvaldsins um atvinnurekstrarbann, þar sem vísað hefði til þess að hann hefði ekki áður sætt refsingu fyrir sambærileg brot auk þess sem mikill dráttur hefði orðið á málinu, sem honum yrði ekki kennt um. Umfangsmikil rannsókn Þá segir að til grundvallar ákæru í málini liggi umfangsmikil rannsókn skattrannsóknarstjóra og verknaðarlýsingar í ákæru séu í samræmi við rannsóknina, bæði hvað varðar skattskil vegna umræddra félaga, bókhald og úttektir Gísla Inga úr félögunum. Fyrir liggi skýrslur skattrannsóknarstjóra um rannsóknina varðandi skattskil félaganna tveggja og skattskil Gísla Inga, kynningar á rannsóknum til ákærða og bréf skattrannsóknarstjóra til Héraðssaksóknara, dagsett þann 4. febrúar árið 2021. Á grundvelli þessara gagna og játningar Gísla Inga sé ekki ástæða til að gera málavöxtum frekari skil eða reifa fjárhæðir umfram það sem fram kemur í ákæru. Sannað sé að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þyki rétt færð til refsiákvæða. Sjö sinnum unnið sér til refsingar Gísli Ingi hefði með þessari háttsemdi unnið sér til refsingar. Það hefði hann, samkvæmt sakavottorði, gert sjö sinnum áður. Árið 1987 hefði hann verið fundinn sekur um nytjastuld og umferðarlagabrot og honum gert að sæta fangelsi í 45 daga, en fullnustu refsingarinnar hefði verið frestað skilorðsbundið. Árið 2006 hefði hann verið fundinn sekur um stórfellt fíkniefnalagabrot í Finnlandi og gert að sæta fangelsi í tvö ár og einn mánuð. Tveimur árum síðar hefði hann aftur verið fundinn sekur um stórfellt fíkniefnalagabrot í Finnlandi og aftur gert að sæta fangelsi í tvö ár og einn mánuð. Þann árið 2013 hefði hann verið fundinn sekur um líkamsárás og þjófnað í Finnlandi og honum gert að sæta fangelsi í sjö mánuði. Árið 2018 hefði honum verið gerð sekt vegna umferðarlagabrota. Árið 2022 hefði hann verið fundinn sekur um fjársvikog honum gert að sæta fangelsi í sex mánuði, en fullnustu refsingarinnar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Fjársvikin vöktu talsverða athygli á sínum tíma en málið hefur verið kennt við verslunina Bauhaus. Þá var Gísli Ingi sakfelldur ásamt vitorðsmanni fyrir fjársvik sem beindust að byggingavöruversluninni Bauhaus frá nóvember 2017 til febrúar 2019. Í dóminum segir að loks hafi honum árið 2023 verið gerð 100 þúsund króna sekt vegna skjalabrots. Brot þau sem Gísli Ingi hafi nú verið fundinn sekur um hefðu verið framin fyrir uppkvaðningu tveggja síðastgreindra dóma og verði honum því nú dæmdur hegningarauki og beri að dæma upp framangreinda refsingu og ákveða refsingu í einu lagi. Stórfelld brot en mikill dráttur Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að brot Gísla Inga teljist stórfelld og hafi náð yfiir nokkur ár. Refsing hans væri hæfilega ákveðin fangelsi í sextán mánuði. Að virtum atvikum máls sem og að teknu tilliti til skýlausrar játningar Gísla Inga og þess að verulegur dráttur hafi orðið á málinu, sem honum verði ekki að öllu leyti kennt um, þyki rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skuli hún falla niður að liðnum tveimur árum frá dómsuppsögu, haldi Gísli Ingi almennt skilorð. Þá beri að dæma hann til greiðslu fésektar, en hún skuli að lágmarki vera tvöföld en að hágmarki tíföld sú upphæð sem skotið var undan skattskilum. Samanlögð fjárhæð sem skotið var undan skattskilum nemi 66.151.449 krónum. Við ákvörðun fésektar verði litið til alvarleika brota Gísla Inga og þyki því rétt að miða við þrefalda framangreinda heildar fjárhæð. Verði þannig ákærða gert að greiða fésekt í ríkissjóð að fjárhæð 198.000.000 krónur innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ella skuli hann sæta fangelsi í 352 daga. Þá segir að Gísla Inga verði bannað að stofna félag með takmarkaðri ábyrgð félagsmanna, sitja í stjórn, starfa sem framkvæmdastjóri eða koma með öðrum hætti að stjórnun eða fara með meirihluta atkvæðisréttar í slíku félagi í tvöárfrá birtingu dómsins að telja. Loks var hann dæmdur til að greiða eina milljón króna í sakarkostnað. Skattar og tollar Árborg Dómsmál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp á föstudag, segir að Gísli Ingi hafi verið ákærður fyrir, og játað skýlaust, meiri háttar brot gegn skattalögum og lögum um bókhald í tengslum við rekstur tveggja einkahlutafélaga og vegna eigin skattskila. Samanlögð fjárhæð sem hann hafi skotið undan skattskilum hafi numið 66,2 milljónum króna. Mótmælti atvinnurekstrarbanni Í dóminum segir að Gísli Ingi hefði komið fyrir dóminn ásamt skipuðum verjanda sínum. Hann hefði viðurkennt skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum væri gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar hans og þar sem dómari hafi ekki talið ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum samkvæm hafi verið farið með málið í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála, um málsmeðferð án frekari sönnunarfærslu, eftir að aðilum hefði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Þar hafi komið fram mótmæli af hálfu Gísla Inga hvað varðaði kröfu ákæruvaldsins um atvinnurekstrarbann, þar sem vísað hefði til þess að hann hefði ekki áður sætt refsingu fyrir sambærileg brot auk þess sem mikill dráttur hefði orðið á málinu, sem honum yrði ekki kennt um. Umfangsmikil rannsókn Þá segir að til grundvallar ákæru í málini liggi umfangsmikil rannsókn skattrannsóknarstjóra og verknaðarlýsingar í ákæru séu í samræmi við rannsóknina, bæði hvað varðar skattskil vegna umræddra félaga, bókhald og úttektir Gísla Inga úr félögunum. Fyrir liggi skýrslur skattrannsóknarstjóra um rannsóknina varðandi skattskil félaganna tveggja og skattskil Gísla Inga, kynningar á rannsóknum til ákærða og bréf skattrannsóknarstjóra til Héraðssaksóknara, dagsett þann 4. febrúar árið 2021. Á grundvelli þessara gagna og játningar Gísla Inga sé ekki ástæða til að gera málavöxtum frekari skil eða reifa fjárhæðir umfram það sem fram kemur í ákæru. Sannað sé að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þyki rétt færð til refsiákvæða. Sjö sinnum unnið sér til refsingar Gísli Ingi hefði með þessari háttsemdi unnið sér til refsingar. Það hefði hann, samkvæmt sakavottorði, gert sjö sinnum áður. Árið 1987 hefði hann verið fundinn sekur um nytjastuld og umferðarlagabrot og honum gert að sæta fangelsi í 45 daga, en fullnustu refsingarinnar hefði verið frestað skilorðsbundið. Árið 2006 hefði hann verið fundinn sekur um stórfellt fíkniefnalagabrot í Finnlandi og gert að sæta fangelsi í tvö ár og einn mánuð. Tveimur árum síðar hefði hann aftur verið fundinn sekur um stórfellt fíkniefnalagabrot í Finnlandi og aftur gert að sæta fangelsi í tvö ár og einn mánuð. Þann árið 2013 hefði hann verið fundinn sekur um líkamsárás og þjófnað í Finnlandi og honum gert að sæta fangelsi í sjö mánuði. Árið 2018 hefði honum verið gerð sekt vegna umferðarlagabrota. Árið 2022 hefði hann verið fundinn sekur um fjársvikog honum gert að sæta fangelsi í sex mánuði, en fullnustu refsingarinnar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Fjársvikin vöktu talsverða athygli á sínum tíma en málið hefur verið kennt við verslunina Bauhaus. Þá var Gísli Ingi sakfelldur ásamt vitorðsmanni fyrir fjársvik sem beindust að byggingavöruversluninni Bauhaus frá nóvember 2017 til febrúar 2019. Í dóminum segir að loks hafi honum árið 2023 verið gerð 100 þúsund króna sekt vegna skjalabrots. Brot þau sem Gísli Ingi hafi nú verið fundinn sekur um hefðu verið framin fyrir uppkvaðningu tveggja síðastgreindra dóma og verði honum því nú dæmdur hegningarauki og beri að dæma upp framangreinda refsingu og ákveða refsingu í einu lagi. Stórfelld brot en mikill dráttur Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að brot Gísla Inga teljist stórfelld og hafi náð yfiir nokkur ár. Refsing hans væri hæfilega ákveðin fangelsi í sextán mánuði. Að virtum atvikum máls sem og að teknu tilliti til skýlausrar játningar Gísla Inga og þess að verulegur dráttur hafi orðið á málinu, sem honum verði ekki að öllu leyti kennt um, þyki rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skuli hún falla niður að liðnum tveimur árum frá dómsuppsögu, haldi Gísli Ingi almennt skilorð. Þá beri að dæma hann til greiðslu fésektar, en hún skuli að lágmarki vera tvöföld en að hágmarki tíföld sú upphæð sem skotið var undan skattskilum. Samanlögð fjárhæð sem skotið var undan skattskilum nemi 66.151.449 krónum. Við ákvörðun fésektar verði litið til alvarleika brota Gísla Inga og þyki því rétt að miða við þrefalda framangreinda heildar fjárhæð. Verði þannig ákærða gert að greiða fésekt í ríkissjóð að fjárhæð 198.000.000 krónur innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ella skuli hann sæta fangelsi í 352 daga. Þá segir að Gísla Inga verði bannað að stofna félag með takmarkaðri ábyrgð félagsmanna, sitja í stjórn, starfa sem framkvæmdastjóri eða koma með öðrum hætti að stjórnun eða fara með meirihluta atkvæðisréttar í slíku félagi í tvöárfrá birtingu dómsins að telja. Loks var hann dæmdur til að greiða eina milljón króna í sakarkostnað.
Skattar og tollar Árborg Dómsmál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira