Þarf ekki að víkja úr dómsal: „Þegar þú drepst þá mun ég brosa“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. júní 2025 13:08 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Maður sem er ákærður fyrir að hóta, móðga og smána konu, fyrrverandi maka sinn, með tölvupóstsendingum þarf ekki að víkja úr dómsal meðan konan gefur skýrslu fyrir dómi. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur hefur staðfest. Í málinu er maðurinn grunaður um að senda fjóra tölvupósta á rétttæplega klukkutímatímabili aðfaranótt sunnudags í janúar 2023. Í ákæru segir að tölvupóstarnir hafi verið niðrandi og ógnandi og til þess fallnir að vekja ótta hjá konunni um líf hennar og heilbrigði. Fyrsti tölvupósturinn mun hafa borist klukkan 0:03 umrædda nótt. Efni póstins er skráð: „Þú mátt eiga það...“ Og í honum sagði: „Þú ert óendanlega ógeðsleg. Virkilega óendanlega ógeðsleg. Helvítis fávitin þinn. Það kýst þú, ógeðslega manneskja. Þegar þú drepst þá mun ég brosa.“ Annar tölupósturinn er sagður hafa komið fimm mínútum seinna. Efni hans hafi verið: „Mig langar“ Og í póstinum sagði: „Að láta taka þig af lífi! Strax!“ Korteri síðar, samkvæmt ákæru, kom þriðji pósturinn. Efni hans mun hafa verið orðið „Dauð“ og í honum sagði: „[Nafn konunnar]! Þú ert svo dauð helvítis týk!“ Um hálftíma síðar, rétt áður en klukkan sló eitt umrædda nótt, á fjórði pósturinn að hafa borist. Samkvæmt ákæru var efni hans: „Mér langar“ Og í honum sagði: „[Nafn konunnar]. Mér langar virkilega að drepa þig. Fyrir mér ættir þú að vera búin að fá kúlu í hausinn Fyrir löngu. Það á engin að komast upp með svona ógeðsleg heit.“ Dæmdur fyrir níu árum Maðurinn hefur neitað sök. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að maðurinn hafi fyrir níu árum verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi gegn konunni. Konan fór fram á að maðurinn myndi víkja úr dómsal meðan hún gæfi skýrslu við aðalmeðferð málsins. Maðurinn hafnaði því og sagði rétt sinn til að vera viðstaddur þinghald í eigin máli vera ríkari. Í málinu lá fyrir vottorð heimilislæknis þar sem að vottað var að hún væri með áfallastreituröskun eftir heimilisofbeldi og væri enn í meðferð vegna þess. Lítið þyrfti til svo að ástand hennar myndi versna og það væri veruleg ógn fyrir hana að vera með ofbeldismanni sínum í réttarsal. Vottorðið ekki fullnægjandi Í úrskurði héraðsdóms segir að það dragi úr vægi vottorðsins að heimilislæknir riti það, en ekki sérfræðingur á sviði geðlækninga eða sálfræðingur. Þá hafi ekki komið fram hvort læknirinn hefði haft konuna til meðferðar eða þá greint hana með áfallastreituröskun. Í upphaflegu vottorði hafi ekkert sagt um hugsanleg áhrif nærveru mannsins á framburð hennar. Í uppfærðu vottorði hafi þó verið bætt við að það „gæti haft áhrif á framburð hennar“. Lögmaður konunnar mun hafa útskýrt að þessi læknir væri ekki meðferðaraðili hennar vegna áfallastreitu. Sá meðferðaraðili hefði neitað að rita vottorð vegna hennar og lögmaðurinn því leitað til heimilislæknisins. Dómnum þótti þetta vottorð ekki fullnægjandi. Í úrskurðinum segir að ekki sé dregið í efa að nærvera mannsins yrði íþyngjandi fyrir konuna og til þess fallin að valda henni óþægindum og hugarangri. Þrátt fyrir það þurfi meira til að víkja frá þeirri reglu að menn eigi rétt á því að vera viðstaddir þinghöld í eigin málum. Þá segir í dómnum að skýrsla konunnar muni að öllum líkindum ekki fela í sér nærgöngular spurningar um erfiða lífsreynslu sem geta framkallað endurupplifun brotsins, heldur verði hún fyrst og fremst spurð um hvort hún hafi fengið áðurnefnda tölvupósta. Því hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur þessari kröfu og líkt og áður segir hefur Landsréttur staðfest þann úrskurð. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur hefur staðfest. Í málinu er maðurinn grunaður um að senda fjóra tölvupósta á rétttæplega klukkutímatímabili aðfaranótt sunnudags í janúar 2023. Í ákæru segir að tölvupóstarnir hafi verið niðrandi og ógnandi og til þess fallnir að vekja ótta hjá konunni um líf hennar og heilbrigði. Fyrsti tölvupósturinn mun hafa borist klukkan 0:03 umrædda nótt. Efni póstins er skráð: „Þú mátt eiga það...“ Og í honum sagði: „Þú ert óendanlega ógeðsleg. Virkilega óendanlega ógeðsleg. Helvítis fávitin þinn. Það kýst þú, ógeðslega manneskja. Þegar þú drepst þá mun ég brosa.“ Annar tölupósturinn er sagður hafa komið fimm mínútum seinna. Efni hans hafi verið: „Mig langar“ Og í póstinum sagði: „Að láta taka þig af lífi! Strax!“ Korteri síðar, samkvæmt ákæru, kom þriðji pósturinn. Efni hans mun hafa verið orðið „Dauð“ og í honum sagði: „[Nafn konunnar]! Þú ert svo dauð helvítis týk!“ Um hálftíma síðar, rétt áður en klukkan sló eitt umrædda nótt, á fjórði pósturinn að hafa borist. Samkvæmt ákæru var efni hans: „Mér langar“ Og í honum sagði: „[Nafn konunnar]. Mér langar virkilega að drepa þig. Fyrir mér ættir þú að vera búin að fá kúlu í hausinn Fyrir löngu. Það á engin að komast upp með svona ógeðsleg heit.“ Dæmdur fyrir níu árum Maðurinn hefur neitað sök. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að maðurinn hafi fyrir níu árum verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi gegn konunni. Konan fór fram á að maðurinn myndi víkja úr dómsal meðan hún gæfi skýrslu við aðalmeðferð málsins. Maðurinn hafnaði því og sagði rétt sinn til að vera viðstaddur þinghald í eigin máli vera ríkari. Í málinu lá fyrir vottorð heimilislæknis þar sem að vottað var að hún væri með áfallastreituröskun eftir heimilisofbeldi og væri enn í meðferð vegna þess. Lítið þyrfti til svo að ástand hennar myndi versna og það væri veruleg ógn fyrir hana að vera með ofbeldismanni sínum í réttarsal. Vottorðið ekki fullnægjandi Í úrskurði héraðsdóms segir að það dragi úr vægi vottorðsins að heimilislæknir riti það, en ekki sérfræðingur á sviði geðlækninga eða sálfræðingur. Þá hafi ekki komið fram hvort læknirinn hefði haft konuna til meðferðar eða þá greint hana með áfallastreituröskun. Í upphaflegu vottorði hafi ekkert sagt um hugsanleg áhrif nærveru mannsins á framburð hennar. Í uppfærðu vottorði hafi þó verið bætt við að það „gæti haft áhrif á framburð hennar“. Lögmaður konunnar mun hafa útskýrt að þessi læknir væri ekki meðferðaraðili hennar vegna áfallastreitu. Sá meðferðaraðili hefði neitað að rita vottorð vegna hennar og lögmaðurinn því leitað til heimilislæknisins. Dómnum þótti þetta vottorð ekki fullnægjandi. Í úrskurðinum segir að ekki sé dregið í efa að nærvera mannsins yrði íþyngjandi fyrir konuna og til þess fallin að valda henni óþægindum og hugarangri. Þrátt fyrir það þurfi meira til að víkja frá þeirri reglu að menn eigi rétt á því að vera viðstaddir þinghöld í eigin málum. Þá segir í dómnum að skýrsla konunnar muni að öllum líkindum ekki fela í sér nærgöngular spurningar um erfiða lífsreynslu sem geta framkallað endurupplifun brotsins, heldur verði hún fyrst og fremst spurð um hvort hún hafi fengið áðurnefnda tölvupósta. Því hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur þessari kröfu og líkt og áður segir hefur Landsréttur staðfest þann úrskurð.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent