Ungmenni réðust á varnarlaust fórnarlamb í skógræktinni á Akranesi Jón Þór Stefánsson skrifar 2. júní 2025 14:25 Atvikin sem málið varðar áttu sér stað við skógræktina við Klapparholt á Akranesi. Já.is Tveir ungir menn hafa verið sakfelldir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem beindist að einum manni við skógræktina við Klapparholt á Akranesi. Í ákæru segir að mennirnir hafi saman veist að þessum eina með ofbeldi. Annar þeirri hafi sparkað ítrekað í efri búk og höfuð fórnarlambsins og hinn slegið hann ítrekað í líkamann með óþekktu áhaldi. Eftir að fórnarlambið féll í jörðina vegna árásarinnar hafi tvímenningarnir haldið áfram að veitast að honum meðan hann lá varnarlaus. Fyrir vikið mun sá sem varð fyrir árásinni hafa hlotið tveggja sentímetra skurð á höfði sem þurfti að sauma, sár, bólgu og mar í andliti við augnlok og kjálka. Þá hafi hann hlotið kinnbeinsbrot, fimm brot á tönnum, rifbeinsbrot, og ýmsa aðra áverka um líkamann. Árásarmennirnir tveir játuðu sök. Og þótti játningin studd gögnum málsins. Þeir voru sakfelldir fyrir stórfellda líkamsárás, sem getur varðað allt að sextán ára fangelsi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að þeir réðust tveir á einn sem gat sér litla björg veitt. Einnig var litið til þess að þeir hefðu verið ungir að árum þegar brotin voru framin, og þeir greiðlega gengist við háttseminni. Báðir voru dæmdir í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá er þeim gert að greiða fórnarlambinu 700 þúsund krónur í miskabætur og rúmar 300 þúsund krónur í málskostnað. Þá þurfa þeir hvor um sig að greiða um 335 þúsund krónur í lögmannskostnað. Dómsmál Akranes Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Í ákæru segir að mennirnir hafi saman veist að þessum eina með ofbeldi. Annar þeirri hafi sparkað ítrekað í efri búk og höfuð fórnarlambsins og hinn slegið hann ítrekað í líkamann með óþekktu áhaldi. Eftir að fórnarlambið féll í jörðina vegna árásarinnar hafi tvímenningarnir haldið áfram að veitast að honum meðan hann lá varnarlaus. Fyrir vikið mun sá sem varð fyrir árásinni hafa hlotið tveggja sentímetra skurð á höfði sem þurfti að sauma, sár, bólgu og mar í andliti við augnlok og kjálka. Þá hafi hann hlotið kinnbeinsbrot, fimm brot á tönnum, rifbeinsbrot, og ýmsa aðra áverka um líkamann. Árásarmennirnir tveir játuðu sök. Og þótti játningin studd gögnum málsins. Þeir voru sakfelldir fyrir stórfellda líkamsárás, sem getur varðað allt að sextán ára fangelsi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að þeir réðust tveir á einn sem gat sér litla björg veitt. Einnig var litið til þess að þeir hefðu verið ungir að árum þegar brotin voru framin, og þeir greiðlega gengist við háttseminni. Báðir voru dæmdir í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá er þeim gert að greiða fórnarlambinu 700 þúsund krónur í miskabætur og rúmar 300 þúsund krónur í málskostnað. Þá þurfa þeir hvor um sig að greiða um 335 þúsund krónur í lögmannskostnað.
Dómsmál Akranes Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira