Kalla út snjóruðningstæki og bændur koma búfé í skjól Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 2. júní 2025 19:37 Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Samsett/Vilhelm Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst vegna yfir vegna norðanáhlaups sem spáð er næsta sólarhringinn. Búist er við samgöngutruflunum og fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám. Bændur hafa unnið að því í allan dag að koma búfénu í skjól. Fyrstu veðurviðvaranirnar tóku gildi klukkan tíu í morgun á Norðausturlandi en óvissustig almannavarna tók gildi klukkan sex síðdegis. Fyrstu appelsínugulu viðvaranirnar taka gildi á miðnætti á Austurlandi en einnig fara í gildi appelsínugular viðvaranir á Norðurlandi eystra og Suðurlandi. Allar viðvaranir verða felldar úr gildi á miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Með lægðinni á að koma töluverð úrkoma, mögulega í formi snjókomu. Ferðalangar fylgist vel með vegalokunum Veðrið gæti haft töluverð áhrif á samgöngur víðs vegar um landið og meðal annars er búið að kalla út snjóruðningstæki. „Vanalega erum við ekki að sinna snjómokstri á þessum tíma þó við höfum gert það í fyrra akkúrat á sama tíma. Við fórum strax í það um helgina þegar það var útséð að þetta veður væri að koma og höfum verið í allan dag að undirbúa verktaka og bíla til að geta sinnt snjómokstri og hálkuvörnum. Við erum komnir með 22 bíla sem verða tilbúnir í vakt í nótt, í fyrramálið og fram eftir degi,“ segir Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Búist er við mestum snjó, krapi og slyddu á fjallvegum frá norðanverðum Vestfjörðum og alveg austur fyrir land að sögn Bergþóru. „Norðuausturhornið verður kannski verst úti en síðan verður jafnframt hvasst á Suðausturlandi og við höfum miklar áhyggjur af því líka að sunnan við Vatnajökul geti veðrið orðið mjög vont á morgun og þar gætu orðið lokanir á vegum. Líka þó ekki sé snjókoma,“ segir hún. Hún biður vegfarendur um að skipuleggja ferðir sínar vel og fylgjast með hvort vegir séu opnir. Þá þurfi að huga að því hvort farartæki séu nægilega vel búin til að leggja af stað í ferðalag. „Þó svo við verðum með bíla í fyrramálið er gott að hinkra og taka stöðuna áður en farið er af stað í fyrramálið hvort búið sé að hreinsa helstu leiðir,“ segir hún. Bændur koma kindunum inn Bændur á Norðurlandi hafa verið að undirbúa sig í allan dag, til að mynda að koma öllum kindum inn í hús. „Við eigum hér eitthvað rúmlega þúsund hausa og ég held að þeir séu nærri allir komnir inn,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal. „Það er komið mjög mikið gras á túnin og styttist í slátt. Eftir frábæran maí ætluðum við að fara sleppa og njóta sumarsins en það verður einhver bið á því.“ Sæþór segir það jákvætt hve hratt veðrið eigi að fara yfir. „Við lentum í djöful í fyrra. Akkúrat á þessum dögum í júní fengum við bara stórhríð nánast í fimm daga. Það var slæmt og gríðarlegt tjón sem það olli. En ég held nú að þetta verði skárra,“ segir hann. „Þetta er nú einu sinni Íslands, það snjóar í öllum mánuðum, það getur farið í tuttugu stiga hita í öllum mánuðum. Við verðum bara að vera svolítið léttir á því og fylgja árstíðunum, eða ímynduðum árstíðum.“ Veður Samgöngur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Fyrstu veðurviðvaranirnar tóku gildi klukkan tíu í morgun á Norðausturlandi en óvissustig almannavarna tók gildi klukkan sex síðdegis. Fyrstu appelsínugulu viðvaranirnar taka gildi á miðnætti á Austurlandi en einnig fara í gildi appelsínugular viðvaranir á Norðurlandi eystra og Suðurlandi. Allar viðvaranir verða felldar úr gildi á miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Með lægðinni á að koma töluverð úrkoma, mögulega í formi snjókomu. Ferðalangar fylgist vel með vegalokunum Veðrið gæti haft töluverð áhrif á samgöngur víðs vegar um landið og meðal annars er búið að kalla út snjóruðningstæki. „Vanalega erum við ekki að sinna snjómokstri á þessum tíma þó við höfum gert það í fyrra akkúrat á sama tíma. Við fórum strax í það um helgina þegar það var útséð að þetta veður væri að koma og höfum verið í allan dag að undirbúa verktaka og bíla til að geta sinnt snjómokstri og hálkuvörnum. Við erum komnir með 22 bíla sem verða tilbúnir í vakt í nótt, í fyrramálið og fram eftir degi,“ segir Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Búist er við mestum snjó, krapi og slyddu á fjallvegum frá norðanverðum Vestfjörðum og alveg austur fyrir land að sögn Bergþóru. „Norðuausturhornið verður kannski verst úti en síðan verður jafnframt hvasst á Suðausturlandi og við höfum miklar áhyggjur af því líka að sunnan við Vatnajökul geti veðrið orðið mjög vont á morgun og þar gætu orðið lokanir á vegum. Líka þó ekki sé snjókoma,“ segir hún. Hún biður vegfarendur um að skipuleggja ferðir sínar vel og fylgjast með hvort vegir séu opnir. Þá þurfi að huga að því hvort farartæki séu nægilega vel búin til að leggja af stað í ferðalag. „Þó svo við verðum með bíla í fyrramálið er gott að hinkra og taka stöðuna áður en farið er af stað í fyrramálið hvort búið sé að hreinsa helstu leiðir,“ segir hún. Bændur koma kindunum inn Bændur á Norðurlandi hafa verið að undirbúa sig í allan dag, til að mynda að koma öllum kindum inn í hús. „Við eigum hér eitthvað rúmlega þúsund hausa og ég held að þeir séu nærri allir komnir inn,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal. „Það er komið mjög mikið gras á túnin og styttist í slátt. Eftir frábæran maí ætluðum við að fara sleppa og njóta sumarsins en það verður einhver bið á því.“ Sæþór segir það jákvætt hve hratt veðrið eigi að fara yfir. „Við lentum í djöful í fyrra. Akkúrat á þessum dögum í júní fengum við bara stórhríð nánast í fimm daga. Það var slæmt og gríðarlegt tjón sem það olli. En ég held nú að þetta verði skárra,“ segir hann. „Þetta er nú einu sinni Íslands, það snjóar í öllum mánuðum, það getur farið í tuttugu stiga hita í öllum mánuðum. Við verðum bara að vera svolítið léttir á því og fylgja árstíðunum, eða ímynduðum árstíðum.“
Veður Samgöngur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira