Vilja ný og öruggari bílastæði á samningslausu landi gróðrarstöðvar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. júní 2025 19:05 Frá 2016 hefur enginn samningur verið í gildi um borgarland við Stjörnugróf 18, þar sem gróðrarstöðin Mörk er til húsa. Gróðrarstöðin hefur staðið frá árinu 1967. Vísir Stjórn Knattspyrnufélagsins Víkings krefst þess að borgin afhendi félaginu svæði við Stjörnugróf svo hægt sé að hefja viðræður um uppbyggingu félagsins á svæðinu. Gróðrarstöðin Mörk hefur staðið samningslaus á svæðinu í níu ár. Framkvæmdastjóri Víkings segir ný og öruggari bílastæði fyrsta mál á dagskrá verði svæðið afhent félaginu. Málið dregur sig aftur til ársins 2008 þegar borgarráð samþykkti fyrirheit um stækkun athafnasvæðis Víkings við Stjörnugróf eftir að leigusamningur við gróðrarstöðina Mörk rynni út árið 2016. Í leið var skipulagsráði Reykjavíkurborgar falið að láta kanna möguleika á nýrri staðsetningu gróðrarstöðvarinnar í samráði við eigendur hennar. Stjórn Víkings sendi borgarstjórn bréf þann 21. maí þar sem skorað var á borgina að efna umrædd fyrirheit. Í bréfinu segir að Víkingur hafi gefið borgarstjórn mikinn sveigjanleika með sín fyrirheit og sýnt biðlund langt umfram það sem er ásættanlegt. Í bréfinu eru annars vegar gerðar kröfur um að Reykjavíkurborg gangi tafarlaust til samninga við Víking um stækkun á athafnasvæði félagsins við Stjörnugróf 18. Þá er þess krafist að borgin gefi Víkingi skýr og afdráttarlaus svör um feril samningaviðræðna við félagið eigi síðar en 30. maí. Vinna starfshóps skilaði engu Fyrr í dag sendi stjórnin ítrekun á bréfinu þar sem hún lýsir yfir vonbrigðum með skort á skýrum svörum frá borgarstjórninni. Þá eru kröfur félagsins til borgarstjórnar auknar. „Óhjákvæmilegt er, á grundvelli skýrra fyrirheita af hálfu Reykjavíkurborgar sem rakin eru í fyrra bréfi frá 21. maí sl., að gera þá kröfu, að Knattspyrnufélaginu Víkingi verði afhent svæði að Stjörnugróf 18, 108 Reykjavík til afnota og umráða eigi síðar en 31. ágúst 2025. Mun félagið, frá og með 1. september 2025, taka yfir allar skuldbindingar vegna þeirrar starfsemi sem á sér stað á Stjörnugróf 18,“ segir meðal annars í bréfinu. Haukur Hinriksson er framkvæmdastjóri Víkings. Haukur Hinriksson er framkvæmdastjóri Víkings. Í samtali við fréttastofu segir hann að frá 2016 hafi alls konar starfshópar verið settir af stað og fjöldi funda verið haldnir, án nokkurrar framvindu. „Þannig að félagið sá engan annan kost í stöðunni en að knýja fram afhendingu á svæðinu. Á grundvelli skýrra fyrirheita sem, að mati félagsins, fela í sér loforð,“ segir Haukur í samtali við fréttastofu. Hann segir starfshóp skipaðan fulltrúum bæði Reykjavíkurborgar og Víkings verið skipaðan 2018. Hópurinn hafi skilað af sér nokkrum tillögum um framtíð svæðisins en síðan þá hafi ekkert gerst. „Reynt hefur verið að vekja athygli á málinu mjög reglulega og alls konar hugmyndum fleygt fram en ekkert gerst.“ Ný bílastæði fyrsta mál á dagskrá Haukur áréttir að félagið geri sér grein fyrir að gróðrarstöðin verði ekki færð á einum stað til annars sisvona. „Við erum ekki að hóta því beinlínis að henda gróðrarstöðinni af svæðinu. Við gerum okkur grein fyrir því að það tekur sinn tíma fyrir það fyrirtæki að flytja sig af svæðinu. Enda mikið af plöntum, háum trjám og öðru sem þarf að færa í áföngum en við viljum bara fá svæðið afhent.“ Samhliða afhendingu á svæðinu gerir Víkingur kröfu um að borgin geri samning við félagið um uppbyggingu. Hann segir margar sviðsmyndir hafa verið teiknaðar upp en ekki komin endanleg útfærsla. Til að mynda séu hugmyndir um að leggja bílastæði á hluta svæðisins, bílastæðin við Víkingsheimilið séu ekki nægilega örugg. „Það er að okkar mati mikil öryggishætta á bílastæðinu okkar þar sem það er í dag. Vegna þess að það er svo mikil gangandi og hjólandi umferð í gegnum Traðarlandið. Þannig að það væri það fyrsta sem við myndum vilja gera, að færa bílastæðið á fyrsta hluta svæðisins.“ Þá séu hugmyndir um knatthús eða tengibyggingu við stúkubyggingu, sem myndi nýtast hjóla- og hlaupadeild félagsins. Þó sé ekkert fast í hendi. Guðmundur Vernharðsson garðyrkjufræðingur og eigandi gróðrarstöðvarinnar Markar baðst undan viðtali um málið þegar eftir því var óskað. Víkingur Reykjavík Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Stjórnsýsla Bílastæði Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Málið dregur sig aftur til ársins 2008 þegar borgarráð samþykkti fyrirheit um stækkun athafnasvæðis Víkings við Stjörnugróf eftir að leigusamningur við gróðrarstöðina Mörk rynni út árið 2016. Í leið var skipulagsráði Reykjavíkurborgar falið að láta kanna möguleika á nýrri staðsetningu gróðrarstöðvarinnar í samráði við eigendur hennar. Stjórn Víkings sendi borgarstjórn bréf þann 21. maí þar sem skorað var á borgina að efna umrædd fyrirheit. Í bréfinu segir að Víkingur hafi gefið borgarstjórn mikinn sveigjanleika með sín fyrirheit og sýnt biðlund langt umfram það sem er ásættanlegt. Í bréfinu eru annars vegar gerðar kröfur um að Reykjavíkurborg gangi tafarlaust til samninga við Víking um stækkun á athafnasvæði félagsins við Stjörnugróf 18. Þá er þess krafist að borgin gefi Víkingi skýr og afdráttarlaus svör um feril samningaviðræðna við félagið eigi síðar en 30. maí. Vinna starfshóps skilaði engu Fyrr í dag sendi stjórnin ítrekun á bréfinu þar sem hún lýsir yfir vonbrigðum með skort á skýrum svörum frá borgarstjórninni. Þá eru kröfur félagsins til borgarstjórnar auknar. „Óhjákvæmilegt er, á grundvelli skýrra fyrirheita af hálfu Reykjavíkurborgar sem rakin eru í fyrra bréfi frá 21. maí sl., að gera þá kröfu, að Knattspyrnufélaginu Víkingi verði afhent svæði að Stjörnugróf 18, 108 Reykjavík til afnota og umráða eigi síðar en 31. ágúst 2025. Mun félagið, frá og með 1. september 2025, taka yfir allar skuldbindingar vegna þeirrar starfsemi sem á sér stað á Stjörnugróf 18,“ segir meðal annars í bréfinu. Haukur Hinriksson er framkvæmdastjóri Víkings. Haukur Hinriksson er framkvæmdastjóri Víkings. Í samtali við fréttastofu segir hann að frá 2016 hafi alls konar starfshópar verið settir af stað og fjöldi funda verið haldnir, án nokkurrar framvindu. „Þannig að félagið sá engan annan kost í stöðunni en að knýja fram afhendingu á svæðinu. Á grundvelli skýrra fyrirheita sem, að mati félagsins, fela í sér loforð,“ segir Haukur í samtali við fréttastofu. Hann segir starfshóp skipaðan fulltrúum bæði Reykjavíkurborgar og Víkings verið skipaðan 2018. Hópurinn hafi skilað af sér nokkrum tillögum um framtíð svæðisins en síðan þá hafi ekkert gerst. „Reynt hefur verið að vekja athygli á málinu mjög reglulega og alls konar hugmyndum fleygt fram en ekkert gerst.“ Ný bílastæði fyrsta mál á dagskrá Haukur áréttir að félagið geri sér grein fyrir að gróðrarstöðin verði ekki færð á einum stað til annars sisvona. „Við erum ekki að hóta því beinlínis að henda gróðrarstöðinni af svæðinu. Við gerum okkur grein fyrir því að það tekur sinn tíma fyrir það fyrirtæki að flytja sig af svæðinu. Enda mikið af plöntum, háum trjám og öðru sem þarf að færa í áföngum en við viljum bara fá svæðið afhent.“ Samhliða afhendingu á svæðinu gerir Víkingur kröfu um að borgin geri samning við félagið um uppbyggingu. Hann segir margar sviðsmyndir hafa verið teiknaðar upp en ekki komin endanleg útfærsla. Til að mynda séu hugmyndir um að leggja bílastæði á hluta svæðisins, bílastæðin við Víkingsheimilið séu ekki nægilega örugg. „Það er að okkar mati mikil öryggishætta á bílastæðinu okkar þar sem það er í dag. Vegna þess að það er svo mikil gangandi og hjólandi umferð í gegnum Traðarlandið. Þannig að það væri það fyrsta sem við myndum vilja gera, að færa bílastæðið á fyrsta hluta svæðisins.“ Þá séu hugmyndir um knatthús eða tengibyggingu við stúkubyggingu, sem myndi nýtast hjóla- og hlaupadeild félagsins. Þó sé ekkert fast í hendi. Guðmundur Vernharðsson garðyrkjufræðingur og eigandi gróðrarstöðvarinnar Markar baðst undan viðtali um málið þegar eftir því var óskað.
Víkingur Reykjavík Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Stjórnsýsla Bílastæði Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira