Víðir um mál Oscars: „Réttur okkar þingmanna að hafa skoðun“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júní 2025 12:20 Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. vísir/Anton Brink Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist hafa tekið sjálfstæða ákvörðun um að hafa samband við Útlendingastofnun og láta vita af því að hinn sautján ára gamli Oscar fengi líklega ríkisborgararétt. Brottflutningur sem átti að fara fram í dag hafi hvorki verið góð meðferð á skattfé né einstaklingi í ljósi stöðunnar. „Ég sendi tölvupóst á forstjóra Útlendingastofnunar þar sem ég upplýsti um það að í málsmeðferð undirnefndar sem fjallar um veitingu ríkisborgararéttar hafi komið fram að yfirgnæfandi líkur séu á að viðkomandi fái ríkisborgararétt í meðferð Alþingis á næstu vikum,“ segir Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingar og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Undirnefnd þeirrar nefndar fjallar nú um umsóknir um ríkisborgararétt og þeirra á meðal er umsókn hins sautján ára gamla Oscars Bocanegra frá Kólumbíu sem hefur dvalið hjá íslenskri fósturfjölskyldu. Til stóð að flytja hann úr landi í dag en því var frestað í ljósi tölvupóstsins frá Víði. „Mér fannst þetta bara eðlilegt í ljósi stöðunnar. Það lá fyrir, með öllum fyrirvörum, að viðkomandi fengi ríksisborgararétt. Að fara að senda hann þá úr landi er bæði ekki góð meðferð á skattpeningum og ekki góð meðferð á einstaklingi,“ segir Víðir. „Við erum að standa frammi fyrir mikilli vinnu og kostnaði við að flytja úr landi einstakling sem ætti þá rétt á að koma aftur til landsins eftir skamman tíma ef málið fengi þá afgreiðslu í þinginu sem vænta má.“ Þú telur sem sagt allar líkur á því að hann fái ríkisborgararétt? „Já, ég geri það“ Sakaður um pólitísk afskipti Víðir á ekki sjálfur sæti í undirnefndinni sem fer yfir umsóknirnar, en hún heyrir þó undir allsherjar- og menntamálanefnd. Fyrrnefndir fyrirvarar felast í því að undirnefndin, og svo allsherjar og mentnamálanefnd eiga eftir að afgreiða málið frá sér og leggja fyrir þingið. Víðir segir að frumvarpið verði tilbúið á næstu tveimur vikum eða svo. Snorri Másson, fulltrúi Miðflokksins í allsherjar og menntamálanefnd, bókaði athugasemdir við málsmeðferðina á nefndarfundi í morgun og sakaði Víði um pólitísk afskipti af ferlinu. Víðir játar því að vinnubrögðin séu eflaust ekki hefðbundin. „Þetta er bara það sem ég tók ákvörðun um að gera án þess að hafa verið beittur einhverjum þrýstingi eða fengið beiðni um það,“ segir Víðir. Þrátt fyrir að mál Oscars hafi vakið mikla athygli og að efnt hafi verið til mótmæla hafa ráðherrar lítið tjáð sig um hans stöðu og hefur dómsmálaráðherra vísað til þess að hún hafi ekki afskipti af einstaka málum. Er alveg sátt um að það sé verið að beita sér með þessum hætti? „Ég hef ekkert rætt þetta við dómsmálaráðherra né aðra ráðherra og veit ekki hvaða skoðun menn hafa á því. Það er bara réttur okkar þingmanna að hafa skoðun og við eigum að fylgja eigin sannfæringu samkvæmt stjórnarskrá,“ segir Víðir. Hann segir mál Oscars hafa snert við sér líkt og fleirum. „Ég held að þetta hafi snert við öllum. Ég held að þessi mál geri það alltaf. Allir sem hingað koma og sækja um alþjóðlega vernd, auðvitað snerta þær sögur okkur öll og við vildum örugglega mörg gera meira á meðan aðrir vilja gera minna,“ segir Víðir. Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
„Ég sendi tölvupóst á forstjóra Útlendingastofnunar þar sem ég upplýsti um það að í málsmeðferð undirnefndar sem fjallar um veitingu ríkisborgararéttar hafi komið fram að yfirgnæfandi líkur séu á að viðkomandi fái ríkisborgararétt í meðferð Alþingis á næstu vikum,“ segir Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingar og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Undirnefnd þeirrar nefndar fjallar nú um umsóknir um ríkisborgararétt og þeirra á meðal er umsókn hins sautján ára gamla Oscars Bocanegra frá Kólumbíu sem hefur dvalið hjá íslenskri fósturfjölskyldu. Til stóð að flytja hann úr landi í dag en því var frestað í ljósi tölvupóstsins frá Víði. „Mér fannst þetta bara eðlilegt í ljósi stöðunnar. Það lá fyrir, með öllum fyrirvörum, að viðkomandi fengi ríksisborgararétt. Að fara að senda hann þá úr landi er bæði ekki góð meðferð á skattpeningum og ekki góð meðferð á einstaklingi,“ segir Víðir. „Við erum að standa frammi fyrir mikilli vinnu og kostnaði við að flytja úr landi einstakling sem ætti þá rétt á að koma aftur til landsins eftir skamman tíma ef málið fengi þá afgreiðslu í þinginu sem vænta má.“ Þú telur sem sagt allar líkur á því að hann fái ríkisborgararétt? „Já, ég geri það“ Sakaður um pólitísk afskipti Víðir á ekki sjálfur sæti í undirnefndinni sem fer yfir umsóknirnar, en hún heyrir þó undir allsherjar- og menntamálanefnd. Fyrrnefndir fyrirvarar felast í því að undirnefndin, og svo allsherjar og mentnamálanefnd eiga eftir að afgreiða málið frá sér og leggja fyrir þingið. Víðir segir að frumvarpið verði tilbúið á næstu tveimur vikum eða svo. Snorri Másson, fulltrúi Miðflokksins í allsherjar og menntamálanefnd, bókaði athugasemdir við málsmeðferðina á nefndarfundi í morgun og sakaði Víði um pólitísk afskipti af ferlinu. Víðir játar því að vinnubrögðin séu eflaust ekki hefðbundin. „Þetta er bara það sem ég tók ákvörðun um að gera án þess að hafa verið beittur einhverjum þrýstingi eða fengið beiðni um það,“ segir Víðir. Þrátt fyrir að mál Oscars hafi vakið mikla athygli og að efnt hafi verið til mótmæla hafa ráðherrar lítið tjáð sig um hans stöðu og hefur dómsmálaráðherra vísað til þess að hún hafi ekki afskipti af einstaka málum. Er alveg sátt um að það sé verið að beita sér með þessum hætti? „Ég hef ekkert rætt þetta við dómsmálaráðherra né aðra ráðherra og veit ekki hvaða skoðun menn hafa á því. Það er bara réttur okkar þingmanna að hafa skoðun og við eigum að fylgja eigin sannfæringu samkvæmt stjórnarskrá,“ segir Víðir. Hann segir mál Oscars hafa snert við sér líkt og fleirum. „Ég held að þetta hafi snert við öllum. Ég held að þessi mál geri það alltaf. Allir sem hingað koma og sækja um alþjóðlega vernd, auðvitað snerta þær sögur okkur öll og við vildum örugglega mörg gera meira á meðan aðrir vilja gera minna,“ segir Víðir.
Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira