„Þarna er gripið fram fyrir hendurnar á Alþingi“ Agnar Már Másson skrifar 3. júní 2025 14:47 „Mér finnst allt mjög sérstakt við þetta mál,“ segir Guðrún Hafsteisndóttir. Vísir/Samsett Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir afskipti Víðis Reynissonar, formanns Allsherjar- og menntmálanefndar, að máli Oscars Bocanegra vera með öllu óeðlileg. Hún vill endurskoða í heild sinni heimild Alþingis til veitingar ríkisborgararéttar. „Það er greinilegt að þarna voru pólitísk afskipti af málinu,“ segir Guðrún, fyrsti varaformaður allsherjarnefndar, sem gerði alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Víðis á fundi allsherjarnefndar í dag. Snorri Másson, fulltrúi Miðflokksins í nefndinni, sakaði Víði einnig um pólitísk afskipti af málinu, eins og greint var frá í morgun. Útlendingastofnun hlýðir Víði Vísir greindi frá því í gær að Útlendingastofnun (ÚTL) hefði frestað brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, eftir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, tjáði stofnuninni að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að nefndin legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Víðir hafa tekið sjálfsætða ákvörðun um að hafa samband við ÚTL. „Það lá fyrir, með öllum fyrirvörum, að viðkomandi fengi ríksisborgararétt. Að fara að senda hann þá úr landi er bæði ekki góð meðferð á skattpeningum og ekki góð meðferð á einstaklingi,“ sagði Víðir. Guðrún er ósátt við vinnubörgð Víðis og bendir á að 300 manns bíði eftir því að undirnefnd fari yfir umsókn Oscars um ríkisborgararétt, en með þessu hafi nefndin dregið einn einstakling fram fyrir röðina. „Mér finnst óeðlilegt að formaður nefndarinnar hafi að eigin frumkvæði haft samband við útlendingastofnun og tilkynnt þeim það að þarna væri umsækjandi um ríkisborgararétt sem væru yfirgnæfandi líkur á að fengi ríkisborgararétt,“ segir Guðrún, fyrrverandi dómsmálaráðherra, í samtali við fréttastofu. „Þarna er gripið fram fyrir hendurnar á Alþingi, sem ég geri alvarlegar athugasemdir við.“ Allir eigi að standa jafnir gagnvart kerfinu Oscar sótti um alþjóðlega vernd en fékk synjun, fyrst hjá ÚTL og svo hjá áfrýjunarnefnd Útle. „Ég ítreka [...] að allir þeir sem sækja um vernd verða að standa jafnir gagnvart því kerfi sem hér er við lýði,“ segir Guðrún. Þegar tvö stjórnsýslustig komast að niðurstöðu um brottvísun, eigi brottvísun að vera niðurstaðan. Undirnefnd allsherjarnefndar fer yfir umsóknir um ríkisborgararétt en hún er skipuð Grími Grímssyni viðreisnarmanni, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Jóni Pétri Zimsen sjálfstæðismanni. „Nefndin hefur nýhafið störf þegar formaður allsherjar- og menntamálanefndar, sem situr ekki í þessari undirnefnd, hefur að frumkvæði sínu samband við Útlendingastofnun til að tilkynna að það verði einhver niðurstaða í einhverri nefnfd sem hefur ekki lokið störfum,“ segir Guðrún. Guðrún segir enn fremur að endurskoða þurfi heimild Alþingis til að veita ríkisborgararétt. „Ég er ekki hlynnt því hvernig þetta hefur verið unnið á síðustu árum og ég tel ástæðu til að þetta verði endurskoðað í heild sinni.“ Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hann að sér. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar Sjá meira
„Það er greinilegt að þarna voru pólitísk afskipti af málinu,“ segir Guðrún, fyrsti varaformaður allsherjarnefndar, sem gerði alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Víðis á fundi allsherjarnefndar í dag. Snorri Másson, fulltrúi Miðflokksins í nefndinni, sakaði Víði einnig um pólitísk afskipti af málinu, eins og greint var frá í morgun. Útlendingastofnun hlýðir Víði Vísir greindi frá því í gær að Útlendingastofnun (ÚTL) hefði frestað brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, eftir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, tjáði stofnuninni að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að nefndin legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Víðir hafa tekið sjálfsætða ákvörðun um að hafa samband við ÚTL. „Það lá fyrir, með öllum fyrirvörum, að viðkomandi fengi ríksisborgararétt. Að fara að senda hann þá úr landi er bæði ekki góð meðferð á skattpeningum og ekki góð meðferð á einstaklingi,“ sagði Víðir. Guðrún er ósátt við vinnubörgð Víðis og bendir á að 300 manns bíði eftir því að undirnefnd fari yfir umsókn Oscars um ríkisborgararétt, en með þessu hafi nefndin dregið einn einstakling fram fyrir röðina. „Mér finnst óeðlilegt að formaður nefndarinnar hafi að eigin frumkvæði haft samband við útlendingastofnun og tilkynnt þeim það að þarna væri umsækjandi um ríkisborgararétt sem væru yfirgnæfandi líkur á að fengi ríkisborgararétt,“ segir Guðrún, fyrrverandi dómsmálaráðherra, í samtali við fréttastofu. „Þarna er gripið fram fyrir hendurnar á Alþingi, sem ég geri alvarlegar athugasemdir við.“ Allir eigi að standa jafnir gagnvart kerfinu Oscar sótti um alþjóðlega vernd en fékk synjun, fyrst hjá ÚTL og svo hjá áfrýjunarnefnd Útle. „Ég ítreka [...] að allir þeir sem sækja um vernd verða að standa jafnir gagnvart því kerfi sem hér er við lýði,“ segir Guðrún. Þegar tvö stjórnsýslustig komast að niðurstöðu um brottvísun, eigi brottvísun að vera niðurstaðan. Undirnefnd allsherjarnefndar fer yfir umsóknir um ríkisborgararétt en hún er skipuð Grími Grímssyni viðreisnarmanni, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Jóni Pétri Zimsen sjálfstæðismanni. „Nefndin hefur nýhafið störf þegar formaður allsherjar- og menntamálanefndar, sem situr ekki í þessari undirnefnd, hefur að frumkvæði sínu samband við Útlendingastofnun til að tilkynna að það verði einhver niðurstaða í einhverri nefnfd sem hefur ekki lokið störfum,“ segir Guðrún. Guðrún segir enn fremur að endurskoða þurfi heimild Alþingis til að veita ríkisborgararétt. „Ég er ekki hlynnt því hvernig þetta hefur verið unnið á síðustu árum og ég tel ástæðu til að þetta verði endurskoðað í heild sinni.“ Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hann að sér.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar Sjá meira