Alveg gáttuð á framgöngu Víðis sem hafi brotið trúnað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2025 14:27 Sigríður Andersen gerði alvarlegar athugasemdir við framgöngu Víðis í máli Oscars Bocanegra. Vísir/Anton Brink Þingmaður Miðflokksins segist undrandi á framgöngu Víðis Reynissonar, sem hafði samband við Útlendingastofnun og sagði líklegt að Alþingi myndi veita hinum 17 ára Oscari Bocanegra ríkisborgararétt. Sigríður telur að Víðir hafi brotið trúnað við allsherjarnefnd, þar sem hann er formaður. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, gerði málefni allsherjar- og menntamálanefndar að umtalsefni sínu undir dagskrárlið um störf þingsins á Alþingi nú fyrir skömmu. Undirnefnd þeirrar nefndar fjallar nú um umsóknir um ríkisborgararétt, en meðal umsækjenda er hinn sautján ára gamli Oscars Bocanegra frá Kólumbíu sem hefur dvalið hjá íslenskri fósturfjölskyldu. Til stóð að flytja Oscar úr landi í dag en því var frestað í ljósi tölvupósts sem Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, sendi á forstjóra Útlendingastofnunar. Hann segist hafa tekið sjálfstæða ákvörðun um að upplýsa forstjórann um að yfirgnæfandi líkur væru á að Oscar fengi ríkisborgararétt í meðferð þingsins á næstu vikum. Víðir á þó ekki sæti í undirnefndinni sjálfri. Varð undrandi við að sjá málið í fjölmiðlum Í ræðustól sagði Sigríður að alla jafna bærust hundruð umsókna um ríkisborgararétt til þingsins í hvert skipti og þriggja manna undirnefndin fjallaði um þær. „Það vakti þess vegna undrun mína að lesa um það í fjölmiðlum, bæði í gær og í dag, ummæli háttvirts formanns allsherjar- og menntamálanefndar Víðis Reynissonar, um málsmeðferðina og líklega afgreiðslu þessara mála í nefndri undirnefnd,“ sagði Sigríður. Víðir hafi fullyrt að „tiltekinn einstaklingur fengi líklega ríkisborgararétt“, en þar vísar Sigríður til Oscars. Spyr hvaðan Víðir sækir umboðið Þá reifaði Sigríður fréttaflutning af samskiptum Víðis við fulltrúa Útlendingastofnunar vegna þess sem hann hefði sagt líklega niðurstöðu málsins í þinginu. „Ég geri verulega athugasemd við þessa framgöngu formanns háttvirtrar allsherjar- og menntamálanefndar. Ég spyr auðvitað hvaðan hann hafi fengið umboð til þess að tjá sig með þessum hætti og hafa afskipti af lögmætum kæruferlum og lögmætri stjórnsýslu með þessum hætti,“ sagði Sigríður. „Og að mínu mati, virðulegur forseti, hefur háttvirtur formaður allsherjar- og menntamálanefndar Víðir Reynisson, brotið trúnað við háttvirta allsherjar- og menntamálanefnd. Ekki bara undirnefnd þá sem ég nefndi hér í upphafi, heldur alla nefndina. Og ég tel ekki fara vel á því að svona framganga verði látin átölulaus hér á þinginu,“ sagði Sigríður. Hún er ekki ein um að hafa gagnrýnt málsmeðferðina, en samflokksmaður hennar Snorri Másson sagðist fyrr í dag gera verulegar athugasemdir við vinnubrögð Víðis. Hann hafi með ákvörðun sinni haft pólitísk afskipti af málinu. Um það bókaði Snorri á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í morgun. Alþingi Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, gerði málefni allsherjar- og menntamálanefndar að umtalsefni sínu undir dagskrárlið um störf þingsins á Alþingi nú fyrir skömmu. Undirnefnd þeirrar nefndar fjallar nú um umsóknir um ríkisborgararétt, en meðal umsækjenda er hinn sautján ára gamli Oscars Bocanegra frá Kólumbíu sem hefur dvalið hjá íslenskri fósturfjölskyldu. Til stóð að flytja Oscar úr landi í dag en því var frestað í ljósi tölvupósts sem Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, sendi á forstjóra Útlendingastofnunar. Hann segist hafa tekið sjálfstæða ákvörðun um að upplýsa forstjórann um að yfirgnæfandi líkur væru á að Oscar fengi ríkisborgararétt í meðferð þingsins á næstu vikum. Víðir á þó ekki sæti í undirnefndinni sjálfri. Varð undrandi við að sjá málið í fjölmiðlum Í ræðustól sagði Sigríður að alla jafna bærust hundruð umsókna um ríkisborgararétt til þingsins í hvert skipti og þriggja manna undirnefndin fjallaði um þær. „Það vakti þess vegna undrun mína að lesa um það í fjölmiðlum, bæði í gær og í dag, ummæli háttvirts formanns allsherjar- og menntamálanefndar Víðis Reynissonar, um málsmeðferðina og líklega afgreiðslu þessara mála í nefndri undirnefnd,“ sagði Sigríður. Víðir hafi fullyrt að „tiltekinn einstaklingur fengi líklega ríkisborgararétt“, en þar vísar Sigríður til Oscars. Spyr hvaðan Víðir sækir umboðið Þá reifaði Sigríður fréttaflutning af samskiptum Víðis við fulltrúa Útlendingastofnunar vegna þess sem hann hefði sagt líklega niðurstöðu málsins í þinginu. „Ég geri verulega athugasemd við þessa framgöngu formanns háttvirtrar allsherjar- og menntamálanefndar. Ég spyr auðvitað hvaðan hann hafi fengið umboð til þess að tjá sig með þessum hætti og hafa afskipti af lögmætum kæruferlum og lögmætri stjórnsýslu með þessum hætti,“ sagði Sigríður. „Og að mínu mati, virðulegur forseti, hefur háttvirtur formaður allsherjar- og menntamálanefndar Víðir Reynisson, brotið trúnað við háttvirta allsherjar- og menntamálanefnd. Ekki bara undirnefnd þá sem ég nefndi hér í upphafi, heldur alla nefndina. Og ég tel ekki fara vel á því að svona framganga verði látin átölulaus hér á þinginu,“ sagði Sigríður. Hún er ekki ein um að hafa gagnrýnt málsmeðferðina, en samflokksmaður hennar Snorri Másson sagðist fyrr í dag gera verulegar athugasemdir við vinnubrögð Víðis. Hann hafi með ákvörðun sinni haft pólitísk afskipti af málinu. Um það bókaði Snorri á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í morgun.
Alþingi Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira