Vanvirkar fjölskyldur og hlutverkin sem skilja eftir sár Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. júní 2025 13:56 Valdimar segir að hlutverkin sem myndast innan vanvirkra fjölskyldna geti haft áhrif á líðan einstaklinga langt fram á fullorðinsár. Margir taka ómeðvitað að sér ákveðin hlutverk í vanvirkum fjölskyldum, hlutverk sem ekki aðeins hafa áhrif langt fram á fullorðinsár, heldur geta jafnvel gengið í erfðir. Valdimar Þór Svavarsson, meðferðaraðili og annar eigandi ráðgjafastofunnar Fyrsta skrefið, ræðir þessi hlutverk í nýjasta þætti Íslands í dag. Valdimar rekur Fyrsta skrefið ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Ósk Guðnadóttur. Þar bjóða þau meðal annars upp á áfallameðferð, djúpöndunarvinnu og fræðslu um meðvirkni. Þau standa einnig að hlaðvarpinu Meðvirkni-podkastið, þar sem þau fjalla ítarlega um þessi málefni. Auk þess hefur Valdimar sérhæft sig í meðvirkni og áfallafræðum og heldur reglulega fyrirlestra og námskeið, meðal annars um svokölluð systkinahlutverk. „Þetta eru mynstur sem spretta upp úr alvarlegum vanda. Þegar fólk fer að skoða uppruna sinn og æsku, áttar það sig gjarnan á því hvaða hlutverk það hefur leikið og hvernig það hefur þjónað kerfinu, jafnvel á eigin kostnað,“ segir Valdimar. Hlutverkin myndast oft vegna ójafnvægis og skekkju í fjölskyldukerfinu. Þá skapast þrýstingur sem ýtir undir að einstaklingar tileinki sér ákveðin hlutverk til að halda kerfinu í jafnvægi. Í sumum tilfellum taka þeir að sér fleiri en eitt hlutverk í senn. Fimm algeng hlutverk í vanvirkum fjölskyldum Bjargvætturinn: Þetta er oft maki eða annar fjölskyldumeðlimur sem reynir stöðugt að bjarga öðrum og laga aðstæður innan fjölskyldunnar. Bjargvætturinn tekur oft yfir stjórn og ábyrgð, stundum á kostnað eigin líðan. Hetjan: Almennt fyrsta barnið í fjölskyldunni sem þróar með sér mikla ábyrgðartilfinningu. Hetjan stendur sig fullkomlega út á við, er dugleg, áreiðanleg og vill ekki valda neinum vonbrigðum. Hún eða hann er oft miðpunktur fjölskyldunnar, en undir yfirborðinu býr fullkomnunarárátta og mikill þrýstingur. Hetjan reynir að þóknast öllum og sinna þörfum annarra en á kostnað eigin sjálfsþarfna, sem getur haft áhrif á sjálfsmynd og líðan. Blóraböggullinn: Þetta er einstaklingurinn sem fær oft sökina fyrir vandamál fjölskyldunnar. Blóraböggullinn dregur oft að sér neikvæða athygli og getur verið fórnarlamb kerfisins. Með þessu fær fjölskyldan eitthvað sem veldur athygli frá dýpri vandamálum eða ójafnvægi innan fjölskyldukerfisins. Þessi hlutverk getur haft mikil áhrif á sjálfsmynd og framtíðar sambönd einstaklingsins. Týnda barnið: Sá sem dregur sig í hlé, vill hverfa frá erfiðum aðstæðum og tengist litlu innan fjölskyldunnar. Týnda barnið getur verið líkamlega eða andlega fjarverandi, með minni tilfinningalega nærveru. Þetta getur verið leið einstaklingsins til að vernda sig gegn sársauka eða átökum innan fjölskyldunnar, en það veldur því að hann/hún upplifir sig oft einangraðan eða ósýnilegan. Trúðurinn: Sá sem notar húmor og léttan til að bægja vandamálum og spennu frá fjölskyldunni. Trúðurinn reynir að létta andrúmsloftið með því að gera grín að erfiðleikum eða nota kímnigáfu til að forðast alvarleika. Þetta hlutverk getur verið mikilvægt fyrir að halda fjölskyldunni saman en getur einnig hamlað því að vandamálin séu tekin alvarlega og unnin. Viðtalið við Valdimar má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Sjá meira
Valdimar rekur Fyrsta skrefið ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Ósk Guðnadóttur. Þar bjóða þau meðal annars upp á áfallameðferð, djúpöndunarvinnu og fræðslu um meðvirkni. Þau standa einnig að hlaðvarpinu Meðvirkni-podkastið, þar sem þau fjalla ítarlega um þessi málefni. Auk þess hefur Valdimar sérhæft sig í meðvirkni og áfallafræðum og heldur reglulega fyrirlestra og námskeið, meðal annars um svokölluð systkinahlutverk. „Þetta eru mynstur sem spretta upp úr alvarlegum vanda. Þegar fólk fer að skoða uppruna sinn og æsku, áttar það sig gjarnan á því hvaða hlutverk það hefur leikið og hvernig það hefur þjónað kerfinu, jafnvel á eigin kostnað,“ segir Valdimar. Hlutverkin myndast oft vegna ójafnvægis og skekkju í fjölskyldukerfinu. Þá skapast þrýstingur sem ýtir undir að einstaklingar tileinki sér ákveðin hlutverk til að halda kerfinu í jafnvægi. Í sumum tilfellum taka þeir að sér fleiri en eitt hlutverk í senn. Fimm algeng hlutverk í vanvirkum fjölskyldum Bjargvætturinn: Þetta er oft maki eða annar fjölskyldumeðlimur sem reynir stöðugt að bjarga öðrum og laga aðstæður innan fjölskyldunnar. Bjargvætturinn tekur oft yfir stjórn og ábyrgð, stundum á kostnað eigin líðan. Hetjan: Almennt fyrsta barnið í fjölskyldunni sem þróar með sér mikla ábyrgðartilfinningu. Hetjan stendur sig fullkomlega út á við, er dugleg, áreiðanleg og vill ekki valda neinum vonbrigðum. Hún eða hann er oft miðpunktur fjölskyldunnar, en undir yfirborðinu býr fullkomnunarárátta og mikill þrýstingur. Hetjan reynir að þóknast öllum og sinna þörfum annarra en á kostnað eigin sjálfsþarfna, sem getur haft áhrif á sjálfsmynd og líðan. Blóraböggullinn: Þetta er einstaklingurinn sem fær oft sökina fyrir vandamál fjölskyldunnar. Blóraböggullinn dregur oft að sér neikvæða athygli og getur verið fórnarlamb kerfisins. Með þessu fær fjölskyldan eitthvað sem veldur athygli frá dýpri vandamálum eða ójafnvægi innan fjölskyldukerfisins. Þessi hlutverk getur haft mikil áhrif á sjálfsmynd og framtíðar sambönd einstaklingsins. Týnda barnið: Sá sem dregur sig í hlé, vill hverfa frá erfiðum aðstæðum og tengist litlu innan fjölskyldunnar. Týnda barnið getur verið líkamlega eða andlega fjarverandi, með minni tilfinningalega nærveru. Þetta getur verið leið einstaklingsins til að vernda sig gegn sársauka eða átökum innan fjölskyldunnar, en það veldur því að hann/hún upplifir sig oft einangraðan eða ósýnilegan. Trúðurinn: Sá sem notar húmor og léttan til að bægja vandamálum og spennu frá fjölskyldunni. Trúðurinn reynir að létta andrúmsloftið með því að gera grín að erfiðleikum eða nota kímnigáfu til að forðast alvarleika. Þetta hlutverk getur verið mikilvægt fyrir að halda fjölskyldunni saman en getur einnig hamlað því að vandamálin séu tekin alvarlega og unnin. Viðtalið við Valdimar má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið