Forsætisráðherra skynjar óöryggi meðal fólks Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. júní 2025 21:03 Fjölmennt var á Austurvelli um helgina þegar mótmælin fóru fram. Vísir/Viktor Freyr Forsætisráðherra segir áhyggjuefni hvernig umræðan í útlendingamálum sé að þróast. Ráðherrann skynjar óöryggi meðal fólks en slíku megi ekki beina gegn fólki sem hingað hefur komið. Unnið sé að því að styrkja stöðuna á landamærum. Það sló í brýnu þegar mótmælendur tveggja ólíkra fylkinga komu saman í miðbæ Reykjavíkur á sama tíma um síðustu helgi. Annars vegar var um að ræða hópinn Ísland þvert á flokka sem stóð fyrir mótmælafundi vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Hins vegar samtökin No Borders sem hvöttu fólk til að standa saman gegn rasisma og aðskilnaði. Umræða um hælisleitendur og flóttafólk hefur verið nokkuð hávær undanfarið og eru fundirnir um helgina og stimpingarnar milli ólíkra fylkinga til marks um það. „Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar að jaðrarnir eru svona að takast á í umræðunni. Ég held að meginþorri Íslendinga og þeirra sem hafa lifað hér og búið á síðustu árum og áratugum sjái alveg einhverja breytingu í hvernig við tjáum okkur um þessi mál. Ég skynja óöryggi meðal fólks. Við getum ekki litið fram hjá því að það er stór hluti fólks sem að hefur áhyggjur af þróun þessara mála en það má ekki beinast að þeim einstaklingum sem hingað koma.“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Ábyrgðin liggi hjá stjórnvöldum. „Fólk verður að upplifa sig öruggt á Íslandi sama hvaðan það kemur en það er okkar að hafa stjórn á aðstæðum. Hafa stjórn á landamærunum, hafa stjórn á velferðarkerfinu og hafa stjórn á rekstri ríkisins þannig við getum staðið við þá þjónustu sem svo sannarlega þarf að veita.“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir eðlilegt að það vakni tilfinningar þegar kemur að svona hröðum samfélagslegum breytingum líkt og fjölgun innflytjenda á Íslandi.Vísir/Anton Þannig fari umfangsmikil vinna á vegum stjórnvalda fram í þessum málum en meðal annars sé unnið að því að styrkja stöðuna á landamærum. „Það er bara mjög eðlilegt að það vakni tilfinningar þegar kemur að svona hröðum samfélagslegum breytingum. Við verðum að hafa það í huga að hlutfall innflytjenda á Íslandi hefur vaxið gríðarlega hratt á örfáum árum og eðlilega vekur þetta fólk til umhugsunar en þá er umgjörðin auðvitað það sem máli skiptir.“ Lykilatriði sé, þegar kemur að svona umræðu, að beina henni að stjórnvöldum en ekki einstaklingum. „Vegna þess að það umhverfi sem við lifum í það er afsprengi ákvarðanatöku hjá stjórnvöldum. Hvort sem er í atvinnumálum þegar að við vöxum hratt sem krefst mikillar fólksfjölgunar að utan og skapar kannski ákveðin þrengsl á húsnæðismarkaði eða innviðum landsins eða þegar við tökum ákvarðanir þegar kemur að hælisleitendum eða þess háttar. Þetta eru allt ákvarðanir stjórnvalda sem að skapa ákveðið umhverfi.“ Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjavík Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Það sló í brýnu þegar mótmælendur tveggja ólíkra fylkinga komu saman í miðbæ Reykjavíkur á sama tíma um síðustu helgi. Annars vegar var um að ræða hópinn Ísland þvert á flokka sem stóð fyrir mótmælafundi vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Hins vegar samtökin No Borders sem hvöttu fólk til að standa saman gegn rasisma og aðskilnaði. Umræða um hælisleitendur og flóttafólk hefur verið nokkuð hávær undanfarið og eru fundirnir um helgina og stimpingarnar milli ólíkra fylkinga til marks um það. „Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar að jaðrarnir eru svona að takast á í umræðunni. Ég held að meginþorri Íslendinga og þeirra sem hafa lifað hér og búið á síðustu árum og áratugum sjái alveg einhverja breytingu í hvernig við tjáum okkur um þessi mál. Ég skynja óöryggi meðal fólks. Við getum ekki litið fram hjá því að það er stór hluti fólks sem að hefur áhyggjur af þróun þessara mála en það má ekki beinast að þeim einstaklingum sem hingað koma.“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Ábyrgðin liggi hjá stjórnvöldum. „Fólk verður að upplifa sig öruggt á Íslandi sama hvaðan það kemur en það er okkar að hafa stjórn á aðstæðum. Hafa stjórn á landamærunum, hafa stjórn á velferðarkerfinu og hafa stjórn á rekstri ríkisins þannig við getum staðið við þá þjónustu sem svo sannarlega þarf að veita.“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir eðlilegt að það vakni tilfinningar þegar kemur að svona hröðum samfélagslegum breytingum líkt og fjölgun innflytjenda á Íslandi.Vísir/Anton Þannig fari umfangsmikil vinna á vegum stjórnvalda fram í þessum málum en meðal annars sé unnið að því að styrkja stöðuna á landamærum. „Það er bara mjög eðlilegt að það vakni tilfinningar þegar kemur að svona hröðum samfélagslegum breytingum. Við verðum að hafa það í huga að hlutfall innflytjenda á Íslandi hefur vaxið gríðarlega hratt á örfáum árum og eðlilega vekur þetta fólk til umhugsunar en þá er umgjörðin auðvitað það sem máli skiptir.“ Lykilatriði sé, þegar kemur að svona umræðu, að beina henni að stjórnvöldum en ekki einstaklingum. „Vegna þess að það umhverfi sem við lifum í það er afsprengi ákvarðanatöku hjá stjórnvöldum. Hvort sem er í atvinnumálum þegar að við vöxum hratt sem krefst mikillar fólksfjölgunar að utan og skapar kannski ákveðin þrengsl á húsnæðismarkaði eða innviðum landsins eða þegar við tökum ákvarðanir þegar kemur að hælisleitendum eða þess háttar. Þetta eru allt ákvarðanir stjórnvalda sem að skapa ákveðið umhverfi.“
Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjavík Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira