Segir viðbrögð borgarfulltrúa á mótmælum kjánaleg Lovísa Arnardóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 3. júní 2025 22:01 Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari og Darina Andriivna Khomenska, leikmaður Aþenu. Stöð 2 Reykjavíkurborg og forsvarsmenn körfuboltafélagsins Aþenu hafa enn ekki komist að samkomulagi um endurnýjun samninga vegna notkunar félagsins á íþróttahúsi í Breiðholti. Liðsmenn mótmæltu við ráðhúsið í dag og liðsmaður Aþenu segir viðbrögð borgarfulltrúa á mótmælunum kjánaleg. Brynjar Karl, þjálfari, segir borgarfulltrúa ekki búna að kynna sér starf Aþenu áður en ákvörðun er tekin. Fjallað hefur verið um það síðustu daga rekstrarsamningur íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis hafi runnið út þann 31. maí. Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs sagðist í skriflegum svörum við fréttastofu í dag vilja sjá breytingar á samningnum sem felist í eðlilegri samnýtingu húsnæðis borgarinnar, samstarfi Aþenu og Leiknis, „góðum samskiptum og að fylgt verði mannréttindastefnu borgarinnar.“ Hann sagði mikilvægt að aðgreina annars vegar rekstur mannvirkjanna og hins vegar að skapa Aþenu aðstæður til að halda áfram sínu starfi. Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu gefur lítið fyrir svör formanns menningar- og íþróttaráðs um samning sem hann bauð félaginu um afnot á húsnæði Leiknis til æfingatíma, slíkur samningur muni drepa félagið, hvers starf fer að miklu leyti fram utan tilsettra æfingatíma. Þurfi einhver að fylgja mannréttindum séu það borgaryfirvöld en ekki Aþena. Brynjar Karl og liðskonur Aþenu efndu af þessu tilefni til mótmæla við ráðhúsið í dag þegar borgarstjórn fundaði. Gerður var hlé á fundinum vegna hávaða og nokkrir borgarfulltrúar, og borgarstjóri, komu út til að ræða við stelpurnar. Darina Andriivna Khomenska, leikmaður Aþenu, segir borgarfulltrúa ekki hafa verið með mörg svör þegar þau komu út í dag á meðan mótmælunum stóð. Meðal þeirra sem komu út voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, Skúli Helgason og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri. Svöruðu ekki spurningum beint „Þau töluðu í kringum þetta og hvernig þau komu út til okkar. Mér fannst þetta frekar kjánalegt af þeim og töluðu bara í kringum þetta,“ segir Darina og að þegar þau hafi verið spurð beint út hvort það ætti að gera rekstrarsamning við Aþenu hafi borgafulltrúarnir ekki getað svarað því. „Þau voru að gefa fimmu og segja að það væri fínt að fá sér ferskt loft. Mér finnst það bara kjánalegt.“ Brynjar Karl segist upplifa málið þannig að Skúli sé búinn að mála sig út í horn og sé farinn að draga upp úr rassinum mannréttindastefnu sem hann telur borgina og borgarfulltrúana eiga að kynna sér sjálf. Hvað varðar kröfur borgarinnar segist Brynjar ekki skilja hvaðan þær komi. Aþena sé í góðu samstarfi við Leikni um nýtingu á húsnæðinu. „Við erum hérna á milli þrjú og sex,“ segir Brynjar Karl og það séu um hundrað börn sem taki þátt í starfi Aþenu á þeim tíma. Það sé mjög mikil fjölgun frá því að Aþena byrjaði að nýta húsnæðið og það sé útlit fyrir að þeim muni fjölga áfram. Aþena Íþróttir barna Körfubolti Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Fjallað hefur verið um það síðustu daga rekstrarsamningur íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis hafi runnið út þann 31. maí. Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs sagðist í skriflegum svörum við fréttastofu í dag vilja sjá breytingar á samningnum sem felist í eðlilegri samnýtingu húsnæðis borgarinnar, samstarfi Aþenu og Leiknis, „góðum samskiptum og að fylgt verði mannréttindastefnu borgarinnar.“ Hann sagði mikilvægt að aðgreina annars vegar rekstur mannvirkjanna og hins vegar að skapa Aþenu aðstæður til að halda áfram sínu starfi. Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu gefur lítið fyrir svör formanns menningar- og íþróttaráðs um samning sem hann bauð félaginu um afnot á húsnæði Leiknis til æfingatíma, slíkur samningur muni drepa félagið, hvers starf fer að miklu leyti fram utan tilsettra æfingatíma. Þurfi einhver að fylgja mannréttindum séu það borgaryfirvöld en ekki Aþena. Brynjar Karl og liðskonur Aþenu efndu af þessu tilefni til mótmæla við ráðhúsið í dag þegar borgarstjórn fundaði. Gerður var hlé á fundinum vegna hávaða og nokkrir borgarfulltrúar, og borgarstjóri, komu út til að ræða við stelpurnar. Darina Andriivna Khomenska, leikmaður Aþenu, segir borgarfulltrúa ekki hafa verið með mörg svör þegar þau komu út í dag á meðan mótmælunum stóð. Meðal þeirra sem komu út voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, Skúli Helgason og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri. Svöruðu ekki spurningum beint „Þau töluðu í kringum þetta og hvernig þau komu út til okkar. Mér fannst þetta frekar kjánalegt af þeim og töluðu bara í kringum þetta,“ segir Darina og að þegar þau hafi verið spurð beint út hvort það ætti að gera rekstrarsamning við Aþenu hafi borgafulltrúarnir ekki getað svarað því. „Þau voru að gefa fimmu og segja að það væri fínt að fá sér ferskt loft. Mér finnst það bara kjánalegt.“ Brynjar Karl segist upplifa málið þannig að Skúli sé búinn að mála sig út í horn og sé farinn að draga upp úr rassinum mannréttindastefnu sem hann telur borgina og borgarfulltrúana eiga að kynna sér sjálf. Hvað varðar kröfur borgarinnar segist Brynjar ekki skilja hvaðan þær komi. Aþena sé í góðu samstarfi við Leikni um nýtingu á húsnæðinu. „Við erum hérna á milli þrjú og sex,“ segir Brynjar Karl og það séu um hundrað börn sem taki þátt í starfi Aþenu á þeim tíma. Það sé mjög mikil fjölgun frá því að Aþena byrjaði að nýta húsnæðið og það sé útlit fyrir að þeim muni fjölga áfram.
Aþena Íþróttir barna Körfubolti Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira