Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi á dag að meðaltali Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2025 09:15 Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar um tæp 15 prósent á tímabilinu frá janúar til mars samanborið við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs bárust alls 316 tilkynningar um heimilisofbeldi. Fram kemur í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra og tengdra aðila sem tilkynnt var um til lögreglu fyrsta ársfjórðung ársins 2025. Alls voru 642 slíkar tilkynningar skráðar hjá lögreglunni eða rúmlega sjö tilkynningar á dag að meðaltali. Mikil aukning á árásaraðilum undir átján ára aldri Þar segir að aukin áhersla hafi verið hjá lögreglu á að skrá með markvissari hætti en áður sem gæti skýrt fjölgunina. Fleiri börn og ungmenni séu skráð í málunum, bæði sem árásaraðilar og -þolendur. Hlutfall árásaraðila undir átján ára aldri tvöfaldaðist á milli ára, úr 15 prósentum í 30 prósent. Börn og ungmenni undir 18 ára voru einnig 34 prósent þeirra sem urðu fyrir ofbeldi af hendi fjölskyldumeðlims en voru 18 prósent á sama tímabili fyrir ári. Alls voru 29 börn sem réðust að fjölskyldumeðlim, oftast að foreldri, í janúar til mars 2025 og um var að ræða minniháttar líkamsárás í stærstum hluta málanna. Í fjórðungi þessara mála höfðu fjölskyldumeðlimir tekist á og þá eru báðar tegundir skráð í málin. Næstum tvöföldun á tilkynningum um alvarlegt eða endurtekið ofbeldi Tilkynningum þar sem grunur er um alvarlegt eða endurtekið ofbeldi gegn lífi og heilsu fjölskyldumeðlims fjölgaði einnig á milli ára. Alls bárust 40 slík mál fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 21 á sama tímabili 2024. Frá janúar til mars 2025 bárust 32 beiðnir um nálgunarbann eða brottvísun vegna heimilisofbeldis. Það er svipaður fjöldi og árið áður þegar 34 beiðnir bárust. Fram kemur á vef ríkislögreglustjóra að lögreglan hafi markvisst unnið að því að bæta meðferð mála og fjölga tilkynningum um heimilisofbeldi. Nú síðast með þróun á svæðisbundnu samráði, samfélagslöggæslu og nýjum leiðarvísi um meðferð heimilisofbeldis í réttarkerfinu. Samstarfsaðilar hafi á sama tíma endurskoðað verkferla og styrkt viðbrögð sín. Fleiri tilkynningar geti þannig endurspeglað árangur þeirra vinnu. Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Ofbeldi barna Lögreglumál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Fram kemur í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra og tengdra aðila sem tilkynnt var um til lögreglu fyrsta ársfjórðung ársins 2025. Alls voru 642 slíkar tilkynningar skráðar hjá lögreglunni eða rúmlega sjö tilkynningar á dag að meðaltali. Mikil aukning á árásaraðilum undir átján ára aldri Þar segir að aukin áhersla hafi verið hjá lögreglu á að skrá með markvissari hætti en áður sem gæti skýrt fjölgunina. Fleiri börn og ungmenni séu skráð í málunum, bæði sem árásaraðilar og -þolendur. Hlutfall árásaraðila undir átján ára aldri tvöfaldaðist á milli ára, úr 15 prósentum í 30 prósent. Börn og ungmenni undir 18 ára voru einnig 34 prósent þeirra sem urðu fyrir ofbeldi af hendi fjölskyldumeðlims en voru 18 prósent á sama tímabili fyrir ári. Alls voru 29 börn sem réðust að fjölskyldumeðlim, oftast að foreldri, í janúar til mars 2025 og um var að ræða minniháttar líkamsárás í stærstum hluta málanna. Í fjórðungi þessara mála höfðu fjölskyldumeðlimir tekist á og þá eru báðar tegundir skráð í málin. Næstum tvöföldun á tilkynningum um alvarlegt eða endurtekið ofbeldi Tilkynningum þar sem grunur er um alvarlegt eða endurtekið ofbeldi gegn lífi og heilsu fjölskyldumeðlims fjölgaði einnig á milli ára. Alls bárust 40 slík mál fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 21 á sama tímabili 2024. Frá janúar til mars 2025 bárust 32 beiðnir um nálgunarbann eða brottvísun vegna heimilisofbeldis. Það er svipaður fjöldi og árið áður þegar 34 beiðnir bárust. Fram kemur á vef ríkislögreglustjóra að lögreglan hafi markvisst unnið að því að bæta meðferð mála og fjölga tilkynningum um heimilisofbeldi. Nú síðast með þróun á svæðisbundnu samráði, samfélagslöggæslu og nýjum leiðarvísi um meðferð heimilisofbeldis í réttarkerfinu. Samstarfsaðilar hafi á sama tíma endurskoðað verkferla og styrkt viðbrögð sín. Fleiri tilkynningar geti þannig endurspeglað árangur þeirra vinnu.
Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Ofbeldi barna Lögreglumál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira