Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi á dag að meðaltali Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2025 09:15 Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar um tæp 15 prósent á tímabilinu frá janúar til mars samanborið við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs bárust alls 316 tilkynningar um heimilisofbeldi. Fram kemur í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra og tengdra aðila sem tilkynnt var um til lögreglu fyrsta ársfjórðung ársins 2025. Alls voru 642 slíkar tilkynningar skráðar hjá lögreglunni eða rúmlega sjö tilkynningar á dag að meðaltali. Mikil aukning á árásaraðilum undir átján ára aldri Þar segir að aukin áhersla hafi verið hjá lögreglu á að skrá með markvissari hætti en áður sem gæti skýrt fjölgunina. Fleiri börn og ungmenni séu skráð í málunum, bæði sem árásaraðilar og -þolendur. Hlutfall árásaraðila undir átján ára aldri tvöfaldaðist á milli ára, úr 15 prósentum í 30 prósent. Börn og ungmenni undir 18 ára voru einnig 34 prósent þeirra sem urðu fyrir ofbeldi af hendi fjölskyldumeðlims en voru 18 prósent á sama tímabili fyrir ári. Alls voru 29 börn sem réðust að fjölskyldumeðlim, oftast að foreldri, í janúar til mars 2025 og um var að ræða minniháttar líkamsárás í stærstum hluta málanna. Í fjórðungi þessara mála höfðu fjölskyldumeðlimir tekist á og þá eru báðar tegundir skráð í málin. Næstum tvöföldun á tilkynningum um alvarlegt eða endurtekið ofbeldi Tilkynningum þar sem grunur er um alvarlegt eða endurtekið ofbeldi gegn lífi og heilsu fjölskyldumeðlims fjölgaði einnig á milli ára. Alls bárust 40 slík mál fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 21 á sama tímabili 2024. Frá janúar til mars 2025 bárust 32 beiðnir um nálgunarbann eða brottvísun vegna heimilisofbeldis. Það er svipaður fjöldi og árið áður þegar 34 beiðnir bárust. Fram kemur á vef ríkislögreglustjóra að lögreglan hafi markvisst unnið að því að bæta meðferð mála og fjölga tilkynningum um heimilisofbeldi. Nú síðast með þróun á svæðisbundnu samráði, samfélagslöggæslu og nýjum leiðarvísi um meðferð heimilisofbeldis í réttarkerfinu. Samstarfsaðilar hafi á sama tíma endurskoðað verkferla og styrkt viðbrögð sín. Fleiri tilkynningar geti þannig endurspeglað árangur þeirra vinnu. Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Ofbeldi barna Lögreglumál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Fram kemur í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra og tengdra aðila sem tilkynnt var um til lögreglu fyrsta ársfjórðung ársins 2025. Alls voru 642 slíkar tilkynningar skráðar hjá lögreglunni eða rúmlega sjö tilkynningar á dag að meðaltali. Mikil aukning á árásaraðilum undir átján ára aldri Þar segir að aukin áhersla hafi verið hjá lögreglu á að skrá með markvissari hætti en áður sem gæti skýrt fjölgunina. Fleiri börn og ungmenni séu skráð í málunum, bæði sem árásaraðilar og -þolendur. Hlutfall árásaraðila undir átján ára aldri tvöfaldaðist á milli ára, úr 15 prósentum í 30 prósent. Börn og ungmenni undir 18 ára voru einnig 34 prósent þeirra sem urðu fyrir ofbeldi af hendi fjölskyldumeðlims en voru 18 prósent á sama tímabili fyrir ári. Alls voru 29 börn sem réðust að fjölskyldumeðlim, oftast að foreldri, í janúar til mars 2025 og um var að ræða minniháttar líkamsárás í stærstum hluta málanna. Í fjórðungi þessara mála höfðu fjölskyldumeðlimir tekist á og þá eru báðar tegundir skráð í málin. Næstum tvöföldun á tilkynningum um alvarlegt eða endurtekið ofbeldi Tilkynningum þar sem grunur er um alvarlegt eða endurtekið ofbeldi gegn lífi og heilsu fjölskyldumeðlims fjölgaði einnig á milli ára. Alls bárust 40 slík mál fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 21 á sama tímabili 2024. Frá janúar til mars 2025 bárust 32 beiðnir um nálgunarbann eða brottvísun vegna heimilisofbeldis. Það er svipaður fjöldi og árið áður þegar 34 beiðnir bárust. Fram kemur á vef ríkislögreglustjóra að lögreglan hafi markvisst unnið að því að bæta meðferð mála og fjölga tilkynningum um heimilisofbeldi. Nú síðast með þróun á svæðisbundnu samráði, samfélagslöggæslu og nýjum leiðarvísi um meðferð heimilisofbeldis í réttarkerfinu. Samstarfsaðilar hafi á sama tíma endurskoðað verkferla og styrkt viðbrögð sín. Fleiri tilkynningar geti þannig endurspeglað árangur þeirra vinnu.
Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Ofbeldi barna Lögreglumál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira