Horft til tillagna um að minni fyrirtæki verði undanskyld jafnlaunavottun Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2025 12:04 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra boðaði breytingarnar í maí. Vísir/Anton Brink Litið verður til hagræðingatillagna starfshóps forsætisráðherra um að létt verði á jafnlaunavottun og að stærðarmörk fyrirtækja til jafnlaunavottunar verði hækkuð í fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra til breytinga á lögum jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana. Greint var frá því í síðasta mánuði að til standi að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sagði frá áformunum eftir að Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi núverandi fyrirkomulag harðlega. Diljá hefur lengi gagnrýnt jafnlaunavottun og sagt gögn sanna að enginn munur sé á kynbundnum launamun með eða án hennar. Sjá einnig: Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Áform dómsmálaráðuneytisins um frumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda á mánudag. Þar kemur fram að um ræði frumvörp til lagabreytinga á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og lögum um stjórnsýslu jafnréttismála. Skilvirkni og sparnaður Átta ár eru frá því að lög um jafnlaunavottun tóku gildi. Árið 2020 var jafnréttislögum breytt á þann hátt að minnstu fyrirtækin á hinum almenna markaði var gefinn kostur á að velja milli þess að fá jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu, sem er kostnaðarminni í framkvæmd. „Nú þegar nokkur ár eru liðin frá því að framangreind lög tóku gildi er ástæða til að endurskoða lög og reglur um jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana með tilliti til reynslu af kerfinu og ábendinga sem fram hafa komið um framkvæmd þess. Einnig verður horft til tillagna starfshóps forsætisráðherra um hagræðingu í ríkisrekstri sem skilað var til ríkisstjórnar 4. mars um að létt verði á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð,“ segir í áformunum. Fram kemur að breytingar verði gerðar til að gera jafnlaunakerfið skilvirkara og draga úr kostnaði við framkvæmd þess. Nánari útfærsla á breytingunum liggi ekki fyrir. Úttekt á þriggja ára fresti Tillögur starfshópsins fela meðala annars í sér að fyrirtæki undir fimmtíu stöðugildum þurfi ekki að fá jafnlaunastaðfestingu, og að fyrirtæki og stofnanir með færri en 100 stöðugildi þurfi ekki að fá jafnlaunavottun. Einnig er lagt til að ytri úttekt vegna jafnlaunavottunar verði ekki árleg krafa heldur á þriggja ára fresti, en í áformum um frumvarpið er ekki minnst á þá tillögu. Áætlað hagræði fyrir hið opinbera samkvæmt starfshópnum er 1,5 milljarður króna á tímabilinu en stærsti hluti hagræðisins komi fram hjá atvinnulífinu. Jafnréttismál Kjaramál Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Jafnlaunavottun sé orðin að bissness Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja til breytingar á lögum um jafnlaunavottun þannig að hún verði valkvæð en ekki skylda líkt og í dag. Hún segir engan marktækan mun á kynbundnum launamun fyrirtækja með vottunina og þeirra sem séu án hennar. 28. febrúar 2024 08:45 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira
Greint var frá því í síðasta mánuði að til standi að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sagði frá áformunum eftir að Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi núverandi fyrirkomulag harðlega. Diljá hefur lengi gagnrýnt jafnlaunavottun og sagt gögn sanna að enginn munur sé á kynbundnum launamun með eða án hennar. Sjá einnig: Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Áform dómsmálaráðuneytisins um frumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda á mánudag. Þar kemur fram að um ræði frumvörp til lagabreytinga á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og lögum um stjórnsýslu jafnréttismála. Skilvirkni og sparnaður Átta ár eru frá því að lög um jafnlaunavottun tóku gildi. Árið 2020 var jafnréttislögum breytt á þann hátt að minnstu fyrirtækin á hinum almenna markaði var gefinn kostur á að velja milli þess að fá jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu, sem er kostnaðarminni í framkvæmd. „Nú þegar nokkur ár eru liðin frá því að framangreind lög tóku gildi er ástæða til að endurskoða lög og reglur um jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana með tilliti til reynslu af kerfinu og ábendinga sem fram hafa komið um framkvæmd þess. Einnig verður horft til tillagna starfshóps forsætisráðherra um hagræðingu í ríkisrekstri sem skilað var til ríkisstjórnar 4. mars um að létt verði á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð,“ segir í áformunum. Fram kemur að breytingar verði gerðar til að gera jafnlaunakerfið skilvirkara og draga úr kostnaði við framkvæmd þess. Nánari útfærsla á breytingunum liggi ekki fyrir. Úttekt á þriggja ára fresti Tillögur starfshópsins fela meðala annars í sér að fyrirtæki undir fimmtíu stöðugildum þurfi ekki að fá jafnlaunastaðfestingu, og að fyrirtæki og stofnanir með færri en 100 stöðugildi þurfi ekki að fá jafnlaunavottun. Einnig er lagt til að ytri úttekt vegna jafnlaunavottunar verði ekki árleg krafa heldur á þriggja ára fresti, en í áformum um frumvarpið er ekki minnst á þá tillögu. Áætlað hagræði fyrir hið opinbera samkvæmt starfshópnum er 1,5 milljarður króna á tímabilinu en stærsti hluti hagræðisins komi fram hjá atvinnulífinu.
Jafnréttismál Kjaramál Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Jafnlaunavottun sé orðin að bissness Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja til breytingar á lögum um jafnlaunavottun þannig að hún verði valkvæð en ekki skylda líkt og í dag. Hún segir engan marktækan mun á kynbundnum launamun fyrirtækja með vottunina og þeirra sem séu án hennar. 28. febrúar 2024 08:45 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira
Jafnlaunavottun sé orðin að bissness Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja til breytingar á lögum um jafnlaunavottun þannig að hún verði valkvæð en ekki skylda líkt og í dag. Hún segir engan marktækan mun á kynbundnum launamun fyrirtækja með vottunina og þeirra sem séu án hennar. 28. febrúar 2024 08:45