Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2025 12:31 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra á von á að þingstörf klárist ekki á tilsettum tíma. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra býst við að þingið fari nokkra daga fram yfir áætluð þinglok. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu en stefnt er á að koma nokkrum stórum málum í gegn. Tólf frumvörpu hafa verið samþykkt frá áramótum og fimmtíu mál eru í nefndum. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru alls sex þingfundir eftir og verður fundað daglega í vikunni. Þingi á að ljúka í næstu viku. „Mér finnst ekkert ólíklegt að við förum svolítið fram yfir en það þurfa ekki endilega að vera svo margir dagar. Það fer allt eftir því hvernig staðan í þinginu þróast á næstu dögum. Samtöl þurfa auðvitað að eiga sér stað á milli þingflokksformanna og í einhverjum tilfellum formanna um hvernig við semjum um þinglok,“ segir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Nokkur stór og umdeild mál bíða afgreiðslu - þar á meðal veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra, leigubílafrumvarp innviðaráðherra, frumvarp dómsmálaráðherra um sameiningu sýslumannsembætta og frumvarp um kílómetragjald á bensínbíla. „Við ætlum að klára veiðigjaldafrumvarpið, já, og við ætlum að klára mörg önnur stór mál þannig að við ætlum okkur stóra hluti í þessum þinglokum. Við erum til umræðu varðandi ýmislegt og við tökum það til okkar ef það eru sum mál sem þarf að vinna betur. Við erum bara opin í viðræðum við stjórnarandsdtöðuna en við erum með okkar forgangsröðun á hreinu og hún verður tekin til umræðu á næstu dögum.“ Kristrún segir að meirihlutinn vilji auðvitað sjá þau mál sem lögð hafa verið fram fara í gegn. Bókun 35 sé ofarlega á lista, skammtímaleiga, veiðigjöldin og svo fram vegis. „Þetta snýst allt um að við náum ákveðnum samningum á lokametrunum, oftast byggir það á því. Það þarf að vera gagnkvæmur skilningur og virðing fyrir því að það sé vilji til að klára ákveðin mál. Nú þarf bara samtalið að eiga sér stað,“ sagði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bendir ríkisstjórn á „byrjendanámskeið í verkefnastjórnun“ Fjöldi mála bíður nú þegar lokaspretturinn er hafinn á Alþingi. Fundað verður daglega í vikunni og alls eru sjö þingfundir eftir samkvæmt starfsáætlun. Þingflokksformaður Viðreisnar reiknar með að þinglokum seinki um nokkra daga en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakar ríkisstjórn um vanvirðingu við þingið og þingsköp. 2. júní 2025 21:17 Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Alþingi kemur aftur saman í dag eftir páskafrí en síðasta þingfundur fór fram 10. apríl síðastliðinn. Samkvæmt dagskrá hefst þingfundur klukkan 15 og eru óundirbúnar fyrirspurnir fyrsta mál á dagskrá. 28. apríl 2025 06:36 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Tólf frumvörpu hafa verið samþykkt frá áramótum og fimmtíu mál eru í nefndum. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru alls sex þingfundir eftir og verður fundað daglega í vikunni. Þingi á að ljúka í næstu viku. „Mér finnst ekkert ólíklegt að við förum svolítið fram yfir en það þurfa ekki endilega að vera svo margir dagar. Það fer allt eftir því hvernig staðan í þinginu þróast á næstu dögum. Samtöl þurfa auðvitað að eiga sér stað á milli þingflokksformanna og í einhverjum tilfellum formanna um hvernig við semjum um þinglok,“ segir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Nokkur stór og umdeild mál bíða afgreiðslu - þar á meðal veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra, leigubílafrumvarp innviðaráðherra, frumvarp dómsmálaráðherra um sameiningu sýslumannsembætta og frumvarp um kílómetragjald á bensínbíla. „Við ætlum að klára veiðigjaldafrumvarpið, já, og við ætlum að klára mörg önnur stór mál þannig að við ætlum okkur stóra hluti í þessum þinglokum. Við erum til umræðu varðandi ýmislegt og við tökum það til okkar ef það eru sum mál sem þarf að vinna betur. Við erum bara opin í viðræðum við stjórnarandsdtöðuna en við erum með okkar forgangsröðun á hreinu og hún verður tekin til umræðu á næstu dögum.“ Kristrún segir að meirihlutinn vilji auðvitað sjá þau mál sem lögð hafa verið fram fara í gegn. Bókun 35 sé ofarlega á lista, skammtímaleiga, veiðigjöldin og svo fram vegis. „Þetta snýst allt um að við náum ákveðnum samningum á lokametrunum, oftast byggir það á því. Það þarf að vera gagnkvæmur skilningur og virðing fyrir því að það sé vilji til að klára ákveðin mál. Nú þarf bara samtalið að eiga sér stað,“ sagði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bendir ríkisstjórn á „byrjendanámskeið í verkefnastjórnun“ Fjöldi mála bíður nú þegar lokaspretturinn er hafinn á Alþingi. Fundað verður daglega í vikunni og alls eru sjö þingfundir eftir samkvæmt starfsáætlun. Þingflokksformaður Viðreisnar reiknar með að þinglokum seinki um nokkra daga en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakar ríkisstjórn um vanvirðingu við þingið og þingsköp. 2. júní 2025 21:17 Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Alþingi kemur aftur saman í dag eftir páskafrí en síðasta þingfundur fór fram 10. apríl síðastliðinn. Samkvæmt dagskrá hefst þingfundur klukkan 15 og eru óundirbúnar fyrirspurnir fyrsta mál á dagskrá. 28. apríl 2025 06:36 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Bendir ríkisstjórn á „byrjendanámskeið í verkefnastjórnun“ Fjöldi mála bíður nú þegar lokaspretturinn er hafinn á Alþingi. Fundað verður daglega í vikunni og alls eru sjö þingfundir eftir samkvæmt starfsáætlun. Þingflokksformaður Viðreisnar reiknar með að þinglokum seinki um nokkra daga en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakar ríkisstjórn um vanvirðingu við þingið og þingsköp. 2. júní 2025 21:17
Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Alþingi kemur aftur saman í dag eftir páskafrí en síðasta þingfundur fór fram 10. apríl síðastliðinn. Samkvæmt dagskrá hefst þingfundur klukkan 15 og eru óundirbúnar fyrirspurnir fyrsta mál á dagskrá. 28. apríl 2025 06:36