Endurfrumsýning Brúðubílsins: „Lilli er eiginlega bróðir minn“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. júní 2025 19:01 Hörður Bent Steffensen, brúðuleikhússtjóri. vísir/bjarni Fall er fararheill - en Brúðubíllinn neyddist til að aflýsa endurfrumsýningu sinni í gær eftir að hafa legið í dvala til lengri tíma. Því var frumsýnt í dag í blíðviðri í Guðmundarlundi. Fréttastofa fylgdist með endurkomu eins frægasta apa landsins. Brúðubíllinnn sýndi sína fyrstu sýningu eftir að hafa legið í dvali í fimm ár undir leiðsögn barnabarns Helgu Steffensens. Spurður hvernig það sé að frumsýna í dag og taka við taumunum svarar Hörður Bent Steffensen, brúðuleikhússtjóri: „Bara fátt betra, þetta er besta tilfinning í heimi og við Lilli erum svoleiðis tilbúnir að gleðja börn aftur á ný.“ Lilli ánægður að komast aftur fyrir framan áhorfendur eftir fimm ár? „Ó já, hann er búinn að fara í smink og búið að gera hann fínan.“ Mikil nostalgía Fátt er jafn inngreypt í þjóðarsálina og Brúðubíllinn sem hefur skemmt börnum um allt land frá árinu 1976. Amma Harðar stýrði honum lengst af en sagði það gott árið 2020. Þeir sem koma að sýningunni núna segja þvílíka nostalgíu fylgja uppsetningunni. „Þetta er einhvern veginn alltaf búið að vera partur af lífi mínu. Lilli er eiginlega bróðir minn. Þetta er búið að vera allt mitt líf og þetta eru búin að vera mjög erfið fimm ár að vera ekki í Brúðubílinum.“ Fall er fararheill Hörður segir pakkaða dagskrá fram undan í sumar og segir Brúðubílinn kominn til að vera í allaveg nokkur ár. Til stóð að frumsýna í gær en ekki rættist úr því. „Það var bara rosalega mikið óveður og svo mikill vindur. Við vildum bara ekki senda börn út í svona veður svo við ákváðum að aflýsa frumsýniningunni.“ Fall er fararheill og bara bjart framundan? „Algjörlega!“ Það er óhætt að segja að Lilli api hafi verið í banastuði þrátt fyrir fimm ára pásu. En brot af frumsýningunni í dag má sjá í spilaranum hér að ofan. Helga Birna Hauksdóttir og Karítas Sif Bjarkadóttir voru einnig í banastuði sem trúðastelpa og blárefur. Helga Birna sagði það skemmtilegasta við Brúðubílinn vera að gleðja börnin og heyra þau taka undir. Karítas Sif tók að sjálfsögðu undir það í karakter sem blárefur. Leikhús Börn og uppeldi Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira
Brúðubíllinnn sýndi sína fyrstu sýningu eftir að hafa legið í dvali í fimm ár undir leiðsögn barnabarns Helgu Steffensens. Spurður hvernig það sé að frumsýna í dag og taka við taumunum svarar Hörður Bent Steffensen, brúðuleikhússtjóri: „Bara fátt betra, þetta er besta tilfinning í heimi og við Lilli erum svoleiðis tilbúnir að gleðja börn aftur á ný.“ Lilli ánægður að komast aftur fyrir framan áhorfendur eftir fimm ár? „Ó já, hann er búinn að fara í smink og búið að gera hann fínan.“ Mikil nostalgía Fátt er jafn inngreypt í þjóðarsálina og Brúðubíllinn sem hefur skemmt börnum um allt land frá árinu 1976. Amma Harðar stýrði honum lengst af en sagði það gott árið 2020. Þeir sem koma að sýningunni núna segja þvílíka nostalgíu fylgja uppsetningunni. „Þetta er einhvern veginn alltaf búið að vera partur af lífi mínu. Lilli er eiginlega bróðir minn. Þetta er búið að vera allt mitt líf og þetta eru búin að vera mjög erfið fimm ár að vera ekki í Brúðubílinum.“ Fall er fararheill Hörður segir pakkaða dagskrá fram undan í sumar og segir Brúðubílinn kominn til að vera í allaveg nokkur ár. Til stóð að frumsýna í gær en ekki rættist úr því. „Það var bara rosalega mikið óveður og svo mikill vindur. Við vildum bara ekki senda börn út í svona veður svo við ákváðum að aflýsa frumsýniningunni.“ Fall er fararheill og bara bjart framundan? „Algjörlega!“ Það er óhætt að segja að Lilli api hafi verið í banastuði þrátt fyrir fimm ára pásu. En brot af frumsýningunni í dag má sjá í spilaranum hér að ofan. Helga Birna Hauksdóttir og Karítas Sif Bjarkadóttir voru einnig í banastuði sem trúðastelpa og blárefur. Helga Birna sagði það skemmtilegasta við Brúðubílinn vera að gleðja börnin og heyra þau taka undir. Karítas Sif tók að sjálfsögðu undir það í karakter sem blárefur.
Leikhús Börn og uppeldi Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira