Öryggismál að eiga reiðufé heima fyrir „ef í harðbakkann slær“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. júní 2025 21:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að unnið sé að því að tryggja varaleiðir í greiðslumálum svo Íslendingar séu ekki háðir útlöndum. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir það öryggisatriði fyrir almenning að eiga reiðufé heima fyrir ef í harðbakkann slær. Hann segir ráðlegt að upphæðin dugi í það minnsta fyrir vikuinnkaupunum. Á síðustu árum hafa netárásir og netsvik farið vaxandi. Dæmi eru um slíkar árásir hafi haft það í för með sér að fólk hafi ekki getað notað greiðslukort sín. Á fundi í Seðlabankanum í dag var farið yfir hvernig bankinn hefur unnið að því að auka öryggi þegar kemur að greiðslumiðlun. En hún fer í dag fyrst og fremst fram með rafrænum hætti og að hluta til í gegnum útlönd. „Sem er ákveðin áhætta að við séum háðir því að það eru ákveðnir kaplar sem liggja til útlanda sem eru þá notaðir þegar er verið að framkvæma greiðslur og það er mjög mikilvægt fyrir okkur að við höfum aðrar leiðir,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Verið sé að vinna í öðrum greiðslulausnum sem eru ekki háðar útlöndum og verða þær vonandi tilbúnar fyrir áramótin. „Í rauninni að reyna að tryggja aukið öryggi í greiðslumiðlun. Tryggja það að fólk geti keypt hluti. Geti keypt sér nauðsynjar jafnvel þótt við lendum í sambandsleysi við útlönd eða rafmagnsleysi eða einhverju slíku.“ Vilja tryggja að ákveðnir aðilar taki við reiðufé Það þurfi þó líka að huga að varalausnum. Þær séu nokkrar en önnur Norðurlönd hafa til að mynda ráðlagt fólki að eiga lágmarksreiðufé á heimilum sínum. „Núna er litið á reiðufé sem öryggismál. Þetta er í rauninni ákvörðun sem við tókum strax eftir Úkraínustríðið að láta prenta peninga meðal annars til þess að tryggja það að við hefðum nægilegan forða af reiðufé inni í þessum banka. Við teljum að það sé alveg öryggismál að eiga eitthvert reiðufé heima til að hafa ef í harðbakkann slær. Ég myndi halda það að fólk ætti allavega að eiga reiðufé sem það telur að dugi fyrir einni viku í innkaupum,“ segir Ásgeir. Þróunin á síðustu árum hefur verið í þá átt að fólk borgar meira með kortum en peningum. „Við munum væntanlega reyna að tryggja það að allavega þeir aðilar sem eru með það sem við getum kallað nauðsynjavörur, matvörubúðir og apótek get nefnt sem dæmi, að þessir aðilar taki við reiðufé.“ Seðlabankinn Greiðslumiðlun Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Á síðustu árum hafa netárásir og netsvik farið vaxandi. Dæmi eru um slíkar árásir hafi haft það í för með sér að fólk hafi ekki getað notað greiðslukort sín. Á fundi í Seðlabankanum í dag var farið yfir hvernig bankinn hefur unnið að því að auka öryggi þegar kemur að greiðslumiðlun. En hún fer í dag fyrst og fremst fram með rafrænum hætti og að hluta til í gegnum útlönd. „Sem er ákveðin áhætta að við séum háðir því að það eru ákveðnir kaplar sem liggja til útlanda sem eru þá notaðir þegar er verið að framkvæma greiðslur og það er mjög mikilvægt fyrir okkur að við höfum aðrar leiðir,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Verið sé að vinna í öðrum greiðslulausnum sem eru ekki háðar útlöndum og verða þær vonandi tilbúnar fyrir áramótin. „Í rauninni að reyna að tryggja aukið öryggi í greiðslumiðlun. Tryggja það að fólk geti keypt hluti. Geti keypt sér nauðsynjar jafnvel þótt við lendum í sambandsleysi við útlönd eða rafmagnsleysi eða einhverju slíku.“ Vilja tryggja að ákveðnir aðilar taki við reiðufé Það þurfi þó líka að huga að varalausnum. Þær séu nokkrar en önnur Norðurlönd hafa til að mynda ráðlagt fólki að eiga lágmarksreiðufé á heimilum sínum. „Núna er litið á reiðufé sem öryggismál. Þetta er í rauninni ákvörðun sem við tókum strax eftir Úkraínustríðið að láta prenta peninga meðal annars til þess að tryggja það að við hefðum nægilegan forða af reiðufé inni í þessum banka. Við teljum að það sé alveg öryggismál að eiga eitthvert reiðufé heima til að hafa ef í harðbakkann slær. Ég myndi halda það að fólk ætti allavega að eiga reiðufé sem það telur að dugi fyrir einni viku í innkaupum,“ segir Ásgeir. Þróunin á síðustu árum hefur verið í þá átt að fólk borgar meira með kortum en peningum. „Við munum væntanlega reyna að tryggja það að allavega þeir aðilar sem eru með það sem við getum kallað nauðsynjavörur, matvörubúðir og apótek get nefnt sem dæmi, að þessir aðilar taki við reiðufé.“
Seðlabankinn Greiðslumiðlun Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira