Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. júní 2025 10:02 Gunnlaugur Árni Sveinsson og Maja Örtengren spila betri bolta saman í dag. getty Gunnlaugur Árni Sveinsson verður í dag fyrstur Íslendinga til að taka þátt í Arnold Palmer bikarnum, sterkasta áhugakylfingamóti heims. Hann spilar í dag með hinni sænsku Meju Örtengren. Gunnlaugur er einn aðeins tólf kylfinga sem voru valdir í alþjóðlega liðið gegn því bandaríska. Mótið fer fram á Congaree golfvellinum í Suður-Karólínu dagana 5.-7. júní og er leikið eftir sama fyrirkomulagi og í Ryder og Solheim bikurunum. Lið Bandaríkjanna spilar þar við lið alþjóðlegra kylfinga en allir kylfingarnir koma úr bandaríska háskólagolfinu. Liðin samanstanda af tólf körlum og tólf konum. Á mótinu hafa margir sterkustu kylfingar heims á við Ludvig Åberg, Bryson DeChambeau, Justin Thomas, Collin Morikawa og Rickie Fowler tekið þátt í gegnum tíðina Betri bolti á fyrsta degi Á fyrsta keppnisdegi er leikinn betri bolti. Einn karl og ein kona mynda saman tveggja manna teymi og gildir betra skorið á hverri holu. Gunnlaugur mun spila með hinni sænsku Meja Örtengren gegn þeim Catherine Park og Jack Turner klukkan 15:15 að íslenskum tíma. Meja er einn besti áhugakylfingur heims, í 14. sæti á heimslista áhugakylfinga. Hún er líkt og Gunnlaugur á sínu fyrsta ári í háskólagolfinu. Gunnlaugur situr í 35. sæti á karlalistanum. Andstæðingar þeirra eru ekki af verri endanum. Catherine Park er í 7. sæti kvennalistans, hefur unnið fjögur háskólamót á sínum ferli og lék einnig í Arnold Palmer Cup í fyrra. Jack Turner er í 22. sæti karlalistans, sigurlaus á árinu en með stöðugar og góðar niðurstöður. 36 holur á morgun og tvímenningur hinn daginn Á öðrum keppnisdegi eru leiknar 36 holur. Báðir hringirnir eru leiknir í fjórmenning, þar sem kylfingar leika einum bolta og skiptast á að slá. Fyrir hádegi mun Gunnlaugur leika með öðrum karlkylfing og eftir hádegi verður hann paraður með kvenkylfing. Á síðasta keppnisdegi er svo leikinn tvímenningur. Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Gunnlaugur er einn aðeins tólf kylfinga sem voru valdir í alþjóðlega liðið gegn því bandaríska. Mótið fer fram á Congaree golfvellinum í Suður-Karólínu dagana 5.-7. júní og er leikið eftir sama fyrirkomulagi og í Ryder og Solheim bikurunum. Lið Bandaríkjanna spilar þar við lið alþjóðlegra kylfinga en allir kylfingarnir koma úr bandaríska háskólagolfinu. Liðin samanstanda af tólf körlum og tólf konum. Á mótinu hafa margir sterkustu kylfingar heims á við Ludvig Åberg, Bryson DeChambeau, Justin Thomas, Collin Morikawa og Rickie Fowler tekið þátt í gegnum tíðina Betri bolti á fyrsta degi Á fyrsta keppnisdegi er leikinn betri bolti. Einn karl og ein kona mynda saman tveggja manna teymi og gildir betra skorið á hverri holu. Gunnlaugur mun spila með hinni sænsku Meja Örtengren gegn þeim Catherine Park og Jack Turner klukkan 15:15 að íslenskum tíma. Meja er einn besti áhugakylfingur heims, í 14. sæti á heimslista áhugakylfinga. Hún er líkt og Gunnlaugur á sínu fyrsta ári í háskólagolfinu. Gunnlaugur situr í 35. sæti á karlalistanum. Andstæðingar þeirra eru ekki af verri endanum. Catherine Park er í 7. sæti kvennalistans, hefur unnið fjögur háskólamót á sínum ferli og lék einnig í Arnold Palmer Cup í fyrra. Jack Turner er í 22. sæti karlalistans, sigurlaus á árinu en með stöðugar og góðar niðurstöður. 36 holur á morgun og tvímenningur hinn daginn Á öðrum keppnisdegi eru leiknar 36 holur. Báðir hringirnir eru leiknir í fjórmenning, þar sem kylfingar leika einum bolta og skiptast á að slá. Fyrir hádegi mun Gunnlaugur leika með öðrum karlkylfing og eftir hádegi verður hann paraður með kvenkylfing. Á síðasta keppnisdegi er svo leikinn tvímenningur.
Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira