Í bann eftir að hafa montað sig af dólgslátum Sindri Sverrisson skrifar 5. júní 2025 16:33 Gabby Thomas stillir sér upp á mynd með aðdáendum á mótinu í Philadelphia um helgina. Hún fékk lítinn frið til að sinna aðdáendum vegna dólgsláta eins manns. Getty Veðmálasíða hefur sett viðskiptavin í bann eftir að hann elti hlaupkonuna Gabby Thomas á frjálsíþróttamóti og kallaði ítrekað að henni með móðgandi hætti. Maðurinn stærði sig af því á samfélagsmiðlum að hafa tekið Thomas á taugum með því að kalla á hana og þannig náð að tryggja sér sigur í veðmálum sem hann gerði hjá veðmálasíðunni FanDuel, um hver myndi vinna 100 metra hlaupið á Grand Slam Track móti í Philadelphia. Thomas, sem varð Ólympíumeistari í 200 metra hlaupi í fyrra, endaði í 4. sæti í hlaupinu um helgina en Melissa Jefferson-Wooden kom fyrst í mark, eins og maðurinn hafði veðjað á. Thomas skrifaði á Twitter: „Þessi fullorðni maður elti mig um hlaupabrautina þar sem ég var að taka myndir með og skrifa eiginhandaráritanir fyrir aðdáendur (aðallega börn), og hrópaði persónulegar móðganir. Það er viðbjóðslegt að veita honum vettvang á netinu.“ This grown man followed me around the track as I took pictures and signed autographs for fans (mostly children) shouting personal insults- anybody who enables him online is gross https://t.co/f9a6vPkX0v— Gabby Thomas (@itsgabbyt) June 2, 2025 FanDuel hefur nú sett manninn í bann eins og fyrr segir og kveðst fyrirtækið „fordæma af öllu afli móðgandi hegðun í garð íþróttafólks. Að ógna eða áreita íþróttafólk er óásættanlegt og á ekki heima í íþróttum. Þessi viðskiptavinur getur ekki lengur veðjað hjá FanDuel.“ Grand Slam Track er ný mótaröð hlaupagoðsagnarinnar Michael Johnson. Í tilkynningu frá mótaröðinni segir að málið verði rannsakað og unnið sé að því að finna út hver maðurinn sé sem áreitti Thomas, til að hægt sé að grípa til viðeigandi aðgerða. Svona hegðun sé viðbjóðsleg og algjörlega óviðunandi. CNN bendir á að þessar fréttir fylgi á eftir fleiri fréttum af áreitni í garð íþróttakvenna. Bent er á sænsku skíðagöngukonuna Fridu Karlsson en maður sem áreitti hana á sextán mánaða tímabili, meðal annars með því að hringja 207 sinnum, skilja eftir talskilaboð og textaskilaboð, nálgast hana og þar á meðal vera fyrir utan heimili hennar, var dæmdur til að greiða 40.000 sænskar krónur í sekt. Þá handtók lögreglan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum mann í febrúar sem hafði áreitt bresku tennisstjörnuna Emmu Raducanu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Maðurinn stærði sig af því á samfélagsmiðlum að hafa tekið Thomas á taugum með því að kalla á hana og þannig náð að tryggja sér sigur í veðmálum sem hann gerði hjá veðmálasíðunni FanDuel, um hver myndi vinna 100 metra hlaupið á Grand Slam Track móti í Philadelphia. Thomas, sem varð Ólympíumeistari í 200 metra hlaupi í fyrra, endaði í 4. sæti í hlaupinu um helgina en Melissa Jefferson-Wooden kom fyrst í mark, eins og maðurinn hafði veðjað á. Thomas skrifaði á Twitter: „Þessi fullorðni maður elti mig um hlaupabrautina þar sem ég var að taka myndir með og skrifa eiginhandaráritanir fyrir aðdáendur (aðallega börn), og hrópaði persónulegar móðganir. Það er viðbjóðslegt að veita honum vettvang á netinu.“ This grown man followed me around the track as I took pictures and signed autographs for fans (mostly children) shouting personal insults- anybody who enables him online is gross https://t.co/f9a6vPkX0v— Gabby Thomas (@itsgabbyt) June 2, 2025 FanDuel hefur nú sett manninn í bann eins og fyrr segir og kveðst fyrirtækið „fordæma af öllu afli móðgandi hegðun í garð íþróttafólks. Að ógna eða áreita íþróttafólk er óásættanlegt og á ekki heima í íþróttum. Þessi viðskiptavinur getur ekki lengur veðjað hjá FanDuel.“ Grand Slam Track er ný mótaröð hlaupagoðsagnarinnar Michael Johnson. Í tilkynningu frá mótaröðinni segir að málið verði rannsakað og unnið sé að því að finna út hver maðurinn sé sem áreitti Thomas, til að hægt sé að grípa til viðeigandi aðgerða. Svona hegðun sé viðbjóðsleg og algjörlega óviðunandi. CNN bendir á að þessar fréttir fylgi á eftir fleiri fréttum af áreitni í garð íþróttakvenna. Bent er á sænsku skíðagöngukonuna Fridu Karlsson en maður sem áreitti hana á sextán mánaða tímabili, meðal annars með því að hringja 207 sinnum, skilja eftir talskilaboð og textaskilaboð, nálgast hana og þar á meðal vera fyrir utan heimili hennar, var dæmdur til að greiða 40.000 sænskar krónur í sekt. Þá handtók lögreglan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum mann í febrúar sem hafði áreitt bresku tennisstjörnuna Emmu Raducanu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira