„Strákar verða að sýna tilfinningar“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. júní 2025 22:46 Sölvi Steinn Ingason, fimmtán ára. vísir/bjarni Táningur sem hleypur hálfmaraþon til styrktar Píeta samtakanna hvetur aðra stráka á sínum og aldri og raunar alla til að tala um tilfiningar sínar og leita sér hjálpar í auknum mæli. Alltof margir séu hræddir við að sýna tilfinningar. Hinn 15 ára Sölvi Steinn Ingason ætlar að fara heldur óhefðbundna leið að undirbúning sínum fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í sumar. Hann hefur heitið því að æfa sig ekki fyrir stóra daginn í ágúst heldur taka hlaupið á hausnum. Fréttastofa hitti á Sölva á skólahreystisbraut skammt frá hlaupasvæði en Sölvi sagðist ekki ætla að eyða miklum tíma þar í sumar. Spjallið við Sölva má sjá í spilaranum hér að neðan. Lætur ekki astma stoppa sig Sölvi hefur áður mest hlaupið tólf kílómetra og hefur ekki æft neina íþrótt í um ár. Þrátt fyirr það kveðst hann ekki hafa áhyggjur af maraþoninu. „Ég er með astma, ég tek það fram. En það er ekkert að stoppa mig. Bara kýla á þetta.“ Innblásturinn fékk hann frá Einari Hansberg sem æfði í heila viku á síðasta ári og 50 tíma samfellt tveimur árum fyrir það til styrktar Píeta. Sölvi hleypur einnig til stuðnings Píeta eftir að hafa gengið í gegnum erfiðar raunir. „Fyrir ári síðan, akkúrat myndi ég segja, um þetta leyti. Þá var ég alveg á botninum í mínu lífi. Síðan þróaðist það út í það að ég leitaði mér hjálpar. Svo ári síðar var ég bara; Vó tíminn er svo fljótur að líða. Tíminn er fljótur að líða þegar maður vinnur í sjálfum sér.“ Alltaf von handan við hornið Hann hvetur aðra unga stráka til að huga meira að andlegri heilsu. „Mér finnst bara að strákar verða að sýna tilfinningar. Maður sér svo oft einhvern labba og bara það er ekkert að mér. Skilurðu? En það er alltaf þannig. “ Myndirðu vilja hvetja stráka til að leita sér hjálpar í auknum mæli? „Bara algjörlega. Ekki hika við það! Það er betra að leita sér hjálpar. Það er alltaf von. Bara eins og stendur hérna. Það er alltaf von og þú kemst í gegnum þetta.“ Hlaup Heilsa Reykjavíkurmaraþon Geðheilbrigði Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Hinn 15 ára Sölvi Steinn Ingason ætlar að fara heldur óhefðbundna leið að undirbúning sínum fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í sumar. Hann hefur heitið því að æfa sig ekki fyrir stóra daginn í ágúst heldur taka hlaupið á hausnum. Fréttastofa hitti á Sölva á skólahreystisbraut skammt frá hlaupasvæði en Sölvi sagðist ekki ætla að eyða miklum tíma þar í sumar. Spjallið við Sölva má sjá í spilaranum hér að neðan. Lætur ekki astma stoppa sig Sölvi hefur áður mest hlaupið tólf kílómetra og hefur ekki æft neina íþrótt í um ár. Þrátt fyirr það kveðst hann ekki hafa áhyggjur af maraþoninu. „Ég er með astma, ég tek það fram. En það er ekkert að stoppa mig. Bara kýla á þetta.“ Innblásturinn fékk hann frá Einari Hansberg sem æfði í heila viku á síðasta ári og 50 tíma samfellt tveimur árum fyrir það til styrktar Píeta. Sölvi hleypur einnig til stuðnings Píeta eftir að hafa gengið í gegnum erfiðar raunir. „Fyrir ári síðan, akkúrat myndi ég segja, um þetta leyti. Þá var ég alveg á botninum í mínu lífi. Síðan þróaðist það út í það að ég leitaði mér hjálpar. Svo ári síðar var ég bara; Vó tíminn er svo fljótur að líða. Tíminn er fljótur að líða þegar maður vinnur í sjálfum sér.“ Alltaf von handan við hornið Hann hvetur aðra unga stráka til að huga meira að andlegri heilsu. „Mér finnst bara að strákar verða að sýna tilfinningar. Maður sér svo oft einhvern labba og bara það er ekkert að mér. Skilurðu? En það er alltaf þannig. “ Myndirðu vilja hvetja stráka til að leita sér hjálpar í auknum mæli? „Bara algjörlega. Ekki hika við það! Það er betra að leita sér hjálpar. Það er alltaf von. Bara eins og stendur hérna. Það er alltaf von og þú kemst í gegnum þetta.“
Hlaup Heilsa Reykjavíkurmaraþon Geðheilbrigði Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein