Mörgu ábótavant við byggingu Brákarborgar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. júní 2025 23:40 Leikskólinn Brákarborg hefur staðið tómur síðan mistök við framkvæmdir á húsnæðinu komu í ljós. Vísir/Vilhelm Ný skýrsla sem kynnt var fyrir borgarráði í dag um framkvæmdir í leikskólanum Brákarborg sýnir að mörgu hafi verið ábótavant við framkvæmdirnar. Til að mynda hófust framkvæmdir á þaki hússins áður en teikningar frá hönnuði og burðarvirkishönnuði lágu fyrir frá byggingarfulltrúa. Starfsemi hófst í leikskólanum Brákarborg við Kleppsveg síðsumars 2022. Seinna meir kom í ljós að mistök höfðu verið gerð við byggingu hússins, álag ásteypulags og torf á þaki skólans hafi verið meira en tilgreint var á teikningum. Það olli meðal annars sprungum í veggjum byggingarinnar og ójöfnu gólfi. Sumarið 2024 voru öll börnin færð yfir í húsnæði við Ármúla 28-30 á meðan unnið væri að viðgerð. Í lok sumars 2024 fól borgarráð Innri endurskoðun og ráðgjöfum borgarinnar (IER) að framkvæma sjálfstæða heildarúttekt á framkvæmd leikskólans. Skýrsla IER var kynnt borgarráði í dag þar sem lagðar voru fram fjórtán tillögur að umbótum. Þar af eru þrjár tillögur um burðarvirkishönnun og burðarvirki, þrjár um ábendingar um hvernig megi bæti eftirlit með mannvirkjagerð, fimm ábendingar um hagkvæmari og skilvirkari framkvæmdir og þrjár um stjórnskipulag, gæðakerfi og mönnun. Þá kom fram að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar ætti að meta hvort sækja eigi skaðabætur til verktaka og ráðgjafa vegna málsins. Nú hefur borgarráð samþykkt að skipa eigi starfshóp að vinna upp úr úttekt IER og „vinna að umbótum er varða eftirfylgni á hönnun, framkvæmdum og eftirliti með framkvæmdum á vegum borgarinnar.“ Alls komu sjö aðilar að hönnun Brákarborgar; Arkís ehf., Verkís ehf., Kanon ehf., Arkamon ehf., Teknik ehf., Liska ehf. og Cowi ehf. IER telur að þar hafi of margir komið að verkefninu. „Aðrar leiðir hefðu mögulega getað skilað öruggari tryggingum, skýrari ábyrgðarskiptingu og hagkvæmari innkaupum,“ stendur í skýrslunni. Vanhæfur burðarvirkishönnuður og óuppfylltir jarðskjálftastaðlar Í skýrslu IER kemur fram að við kaup Reykjavíkurborgar á húsnæðinu við Kleppsveg hafi verið framkvæmd ástandsskoðun en ekki sérstök skoðun á burðarvirki bygginganna. Það sé mikilvægt að þess konar skoðun fari fram þegar kaupendur hyggjast eiga í framkvæmdum. Eftir að sprungur í veggjunum fóru að myndast kom einnig í ljós að byggingar leikskólans uppfylltu ekki gildandi jarðskjálftastaðla. Burðarvirkishönnuðurinn sem var ráðinn í verkið á þeim grundvelli að hann bauð lægsta verðið er talinn hafa ekki uppfyllt hæfisskilyrði samkvæmt IER. Þá vantaði einnig mikilvæg gögn í útboð á verkefninu líkt og burðarvirkisuppdrætti og greinargerð um burðarhæfni byggingarinnar þar sem tekið er tillit til áætlaðrar notkunar. Að auki skilaði burðarvirkishönnuður ekki burðarvirkisuppdráttum. „IER óskaði eftir vinnugögnum og útreikningum frá burðarvirkishönnuði vegna burðarvirkis Brákarborgar. Engum vinnugögnum var skilað inn.“ Þá kemur fram að byggingarstjóri hefði átt að gera athugasemd við skort á gögnum í skýrslunum sínum. Benda á hvor annan Í skýrslunni kemur fram að framkvæmdir á þakinu, þar sem álag ásteypulags og torfs var meira en tilgreint á teikningum, hófust „áður en stimplaðar og samræmdar teikningar frá aðalhönnuði og burðarvirkishönnuði lágu fyrir frá byggingarfulltrúa.“ Ekki liggur fyrir um hver sagði að framkvæmdir ættu að hefjast án teikninganna. Í skýrslunni segir að umsjónar- og eftirlitsaðilinn „sagði að rík krafa hefði verið frá fulltrúa verkkaupa um að verkið tefðist ekki.“ Hins vegar sagðist aðilinn ekki ábyrgur fyrir þessari ákvörðun heldur hafi skipunin komið frá fulltrúa verkkaupa í samráði við hönnuði. Skýrslu Innri endurskoðunar og ráðgjöfum borgarinnar má lesa hér. Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Borgarstjórn Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Starfsemi hófst í leikskólanum Brákarborg við Kleppsveg síðsumars 2022. Seinna meir kom í ljós að mistök höfðu verið gerð við byggingu hússins, álag ásteypulags og torf á þaki skólans hafi verið meira en tilgreint var á teikningum. Það olli meðal annars sprungum í veggjum byggingarinnar og ójöfnu gólfi. Sumarið 2024 voru öll börnin færð yfir í húsnæði við Ármúla 28-30 á meðan unnið væri að viðgerð. Í lok sumars 2024 fól borgarráð Innri endurskoðun og ráðgjöfum borgarinnar (IER) að framkvæma sjálfstæða heildarúttekt á framkvæmd leikskólans. Skýrsla IER var kynnt borgarráði í dag þar sem lagðar voru fram fjórtán tillögur að umbótum. Þar af eru þrjár tillögur um burðarvirkishönnun og burðarvirki, þrjár um ábendingar um hvernig megi bæti eftirlit með mannvirkjagerð, fimm ábendingar um hagkvæmari og skilvirkari framkvæmdir og þrjár um stjórnskipulag, gæðakerfi og mönnun. Þá kom fram að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar ætti að meta hvort sækja eigi skaðabætur til verktaka og ráðgjafa vegna málsins. Nú hefur borgarráð samþykkt að skipa eigi starfshóp að vinna upp úr úttekt IER og „vinna að umbótum er varða eftirfylgni á hönnun, framkvæmdum og eftirliti með framkvæmdum á vegum borgarinnar.“ Alls komu sjö aðilar að hönnun Brákarborgar; Arkís ehf., Verkís ehf., Kanon ehf., Arkamon ehf., Teknik ehf., Liska ehf. og Cowi ehf. IER telur að þar hafi of margir komið að verkefninu. „Aðrar leiðir hefðu mögulega getað skilað öruggari tryggingum, skýrari ábyrgðarskiptingu og hagkvæmari innkaupum,“ stendur í skýrslunni. Vanhæfur burðarvirkishönnuður og óuppfylltir jarðskjálftastaðlar Í skýrslu IER kemur fram að við kaup Reykjavíkurborgar á húsnæðinu við Kleppsveg hafi verið framkvæmd ástandsskoðun en ekki sérstök skoðun á burðarvirki bygginganna. Það sé mikilvægt að þess konar skoðun fari fram þegar kaupendur hyggjast eiga í framkvæmdum. Eftir að sprungur í veggjunum fóru að myndast kom einnig í ljós að byggingar leikskólans uppfylltu ekki gildandi jarðskjálftastaðla. Burðarvirkishönnuðurinn sem var ráðinn í verkið á þeim grundvelli að hann bauð lægsta verðið er talinn hafa ekki uppfyllt hæfisskilyrði samkvæmt IER. Þá vantaði einnig mikilvæg gögn í útboð á verkefninu líkt og burðarvirkisuppdrætti og greinargerð um burðarhæfni byggingarinnar þar sem tekið er tillit til áætlaðrar notkunar. Að auki skilaði burðarvirkishönnuður ekki burðarvirkisuppdráttum. „IER óskaði eftir vinnugögnum og útreikningum frá burðarvirkishönnuði vegna burðarvirkis Brákarborgar. Engum vinnugögnum var skilað inn.“ Þá kemur fram að byggingarstjóri hefði átt að gera athugasemd við skort á gögnum í skýrslunum sínum. Benda á hvor annan Í skýrslunni kemur fram að framkvæmdir á þakinu, þar sem álag ásteypulags og torfs var meira en tilgreint á teikningum, hófust „áður en stimplaðar og samræmdar teikningar frá aðalhönnuði og burðarvirkishönnuði lágu fyrir frá byggingarfulltrúa.“ Ekki liggur fyrir um hver sagði að framkvæmdir ættu að hefjast án teikninganna. Í skýrslunni segir að umsjónar- og eftirlitsaðilinn „sagði að rík krafa hefði verið frá fulltrúa verkkaupa um að verkið tefðist ekki.“ Hins vegar sagðist aðilinn ekki ábyrgur fyrir þessari ákvörðun heldur hafi skipunin komið frá fulltrúa verkkaupa í samráði við hönnuði. Skýrslu Innri endurskoðunar og ráðgjöfum borgarinnar má lesa hér.
Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Borgarstjórn Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent