Öllum sagt upp: „Ekkert verið að hugsa um félagsmiðstöðvastarf“ Agnar Már Másson skrifar 6. júní 2025 13:05 Starfsfólk lýsir þungum áhyggjum af starfi félagsmiðstöðva á Akureyri. Vísir/Vilhelm Þrettán starfsmönnum á félagsmiðstöðvum Akureyrarbæjar var sagt upp á dögunum þar sem bæjaryfirvöld færðu rekstur þeirra undir skólana. Tíu manns voru boðin störf undir nýju fyrirkomulagi en ekki endilega sömu störf. Starfsfólk lýsir áhyggjum af því að frístundastarf í bænum rýrist. Félagsmiðstöðvarnar á Akureyri eru einar sinnar tegundar þar sem þær hafa hingað til verið reknar óháð grunnskólunum. FÉLAK rekur þar félagsmiðstöðvar fyrir börn frá 5.-10. bekk en einnig hefur stofnunin haldið utan um félagsstarf fyrir ungmenni allt upp í 30 ára aldur, ef enn má ungmenni kalla. Akureyrarbær hefur nú ákveðið að leggja FÉLAK niður í núverandi mynd og fella félagsmiðstöðvar barna undir grunnskólana. Starfsfólk FÉLAK hefur áhyggjur af því að samþætting félagsmiðstöðvanna við skólakerfið geti dregið úr þátttöku í félagsstarfinu. Linda Björk Pálsdóttir, forvarna- og félagsmálaráðgjafi á Akureyri, segir að starfsfólk sé gáttað á breytingunum og átti sig ekki á því hverjum þær eiga að gagna. Óvissa sé einnig uppi um hvert félagsstarf fyrir eldri ungmennin muni fara, að sögn Lindu, sem telur þó líklegt að það muni falla undir hatt Félagsmiðstöðva aldraðra. „Og þú getur rétt ímyndað þér það. Það eru ekki margir 16 ára sem samsama sig með öldruðu fólki,“ segir Linda Björk í samtali við fréttastofu. Engin samskipti við starfsfólk Hún segir að bæjaryfirvöld hafi ekki haft í nokkrum samskiptum við fagaðila í æskulýðsgeiranum áður en þau hrintu breytingunum í framkvæmt, heldur aðeins skólafólk og sveitarstjórnarfólk. „Þau vildu ekki að við vissum að þessu,“ heldur Linda fram. Þannig hafi þrettán manns verið sagt upp án áminningar, en tíu verið boðið annað undir nýju fyrirkomulagi, flestum hafi verið boðið „allt annað starf“. Lindu var sjálfri boðið starf sem „félagsmiðstöðvarfulltrúi“ en hún, sem hefur starfað í frístundastarfi í 25 ár, að segist óviss hvort hún þiggi það. Hvers vegna heldurðu að skólinn hafi verið að þessu? Eru þau að spara? „Nei, ég get ekki séð að þetta sé sparnaður í krónum fyrir bæinn,“ segir hún. „Þau ætla sér að ráða sjö nýja deildarstjóra. En við höfum ekki fengið svör.“ Gagnist aðeins skólunum Linda telur líklegt að breytingarnar séu skólamiðaðar. „Þetta er bara skólamiðað. Þetta snýst allt um skólann. Skólabragur, skólaandi, skólareglur, bara skóli skóli skóli,“ segir hún, en það breyti dýnamíkinni milli nemenda og starfsfólks félagsmiðstöðva. Allt í einu er væri ekki lengur starfsmaður félagsmiðstöðvar, heldur starfsmaður skólans, og fyrir vikið beri börnin minna traust til starfsmannanna. Í yfirlýsingu sem starfsfólk FÉLAK sendi út í gær kom fram að Fjármögnun starfsemi FÉLAK hefði verið ófullnægjandi síðustu ár og ítrekað væri óskað eftir frekari stuðningi til að mæta þörfum barna og ungs fólks sem hefðu aukist til muna síðustu misseri. „Ég tel að þessi breyting sé til þess a[ reyna að laga agavandamál í skólum og takast á við vandamál sem tengjast ekki kennslu,“ segir Linda. „Það er ekkert verið að hugsa um félagsmiðstöðvastarf.“ Skóla- og menntamál Akureyri Vinnumarkaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
Félagsmiðstöðvarnar á Akureyri eru einar sinnar tegundar þar sem þær hafa hingað til verið reknar óháð grunnskólunum. FÉLAK rekur þar félagsmiðstöðvar fyrir börn frá 5.-10. bekk en einnig hefur stofnunin haldið utan um félagsstarf fyrir ungmenni allt upp í 30 ára aldur, ef enn má ungmenni kalla. Akureyrarbær hefur nú ákveðið að leggja FÉLAK niður í núverandi mynd og fella félagsmiðstöðvar barna undir grunnskólana. Starfsfólk FÉLAK hefur áhyggjur af því að samþætting félagsmiðstöðvanna við skólakerfið geti dregið úr þátttöku í félagsstarfinu. Linda Björk Pálsdóttir, forvarna- og félagsmálaráðgjafi á Akureyri, segir að starfsfólk sé gáttað á breytingunum og átti sig ekki á því hverjum þær eiga að gagna. Óvissa sé einnig uppi um hvert félagsstarf fyrir eldri ungmennin muni fara, að sögn Lindu, sem telur þó líklegt að það muni falla undir hatt Félagsmiðstöðva aldraðra. „Og þú getur rétt ímyndað þér það. Það eru ekki margir 16 ára sem samsama sig með öldruðu fólki,“ segir Linda Björk í samtali við fréttastofu. Engin samskipti við starfsfólk Hún segir að bæjaryfirvöld hafi ekki haft í nokkrum samskiptum við fagaðila í æskulýðsgeiranum áður en þau hrintu breytingunum í framkvæmt, heldur aðeins skólafólk og sveitarstjórnarfólk. „Þau vildu ekki að við vissum að þessu,“ heldur Linda fram. Þannig hafi þrettán manns verið sagt upp án áminningar, en tíu verið boðið annað undir nýju fyrirkomulagi, flestum hafi verið boðið „allt annað starf“. Lindu var sjálfri boðið starf sem „félagsmiðstöðvarfulltrúi“ en hún, sem hefur starfað í frístundastarfi í 25 ár, að segist óviss hvort hún þiggi það. Hvers vegna heldurðu að skólinn hafi verið að þessu? Eru þau að spara? „Nei, ég get ekki séð að þetta sé sparnaður í krónum fyrir bæinn,“ segir hún. „Þau ætla sér að ráða sjö nýja deildarstjóra. En við höfum ekki fengið svör.“ Gagnist aðeins skólunum Linda telur líklegt að breytingarnar séu skólamiðaðar. „Þetta er bara skólamiðað. Þetta snýst allt um skólann. Skólabragur, skólaandi, skólareglur, bara skóli skóli skóli,“ segir hún, en það breyti dýnamíkinni milli nemenda og starfsfólks félagsmiðstöðva. Allt í einu er væri ekki lengur starfsmaður félagsmiðstöðvar, heldur starfsmaður skólans, og fyrir vikið beri börnin minna traust til starfsmannanna. Í yfirlýsingu sem starfsfólk FÉLAK sendi út í gær kom fram að Fjármögnun starfsemi FÉLAK hefði verið ófullnægjandi síðustu ár og ítrekað væri óskað eftir frekari stuðningi til að mæta þörfum barna og ungs fólks sem hefðu aukist til muna síðustu misseri. „Ég tel að þessi breyting sé til þess a[ reyna að laga agavandamál í skólum og takast á við vandamál sem tengjast ekki kennslu,“ segir Linda. „Það er ekkert verið að hugsa um félagsmiðstöðvastarf.“
Skóla- og menntamál Akureyri Vinnumarkaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira