Krabbameinsfélagið í stafni í aðdraganda storms Halla Þorvaldsdóttir skrifar 7. júní 2025 07:00 Á vel sóttum aðalfundi Krabbameinsfélagsins voru samþykktar þrjár ályktanir sem eiga það sameiginlegt að kalla eftir bættri stöðu í krabbameinsmálum á Íslandi. Það er stormur í aðsigi og búist við mikilli hlutfallslegri aukningu á nýgreiningum fram til ársins 2040. Ástandið kallar á samtakamátt á öllum sviðum og Krabbameinsfélagið stefnir hraðbyri á að fækka þeim sem greinast með krabbamein, að fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins með og eftir krabbamein. Viðmið um biðtíma Við búum sem betur fer svo vel að vera með traustan grunn í krabbameinsþjónustu á Íslandi. Þjónustan er drifin áfram af öflugu starfsfólki og mörg framfaraskref hafa verið stigin, sjúklingum og aðstandendum til góðs. Ef við viljum tryggja áframhaldandi árangur dugar þessi grunnur þó ekki til. Vísbendingar eru um að stormur sé að skella á og að heilbrigðiskerfið sé ekki nægilega vel undirbúið til að standa hann af sér. Sem dæmi má nefna að biðtími vegna geislameðferða hér á landi er tekinn að lengjast og vísbendingar eru einnig um að biðtími eftir skurðaðgerðum vegna sumra krabbameina sé í mörgum tilvikum orðinn of langur. Of langur biðtími getur haft áhrif á sjúkdómsþróun, lengt veikindatímabil og valdið miklu viðbótarálagi á sjúklinga og aðstandendur. Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í maí 2025 var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að bregðast við með því að setja viðmið um biðtíma og hámarksbiðtíma krabbameinsmeðferða, sambærilegt því sem þekkist til dæmis í Danmörku. Í ályktuninni er jafnframt skorað á stjórnvöld að setja forvarnir til að efla lýðheilsu landsmanna í forgang þannig að lýðheilsusjónarmið séu alltaf í fyrirrúmi. Stjórnvöld eru hvött til að taka djarfar ákvarðanir, virða gildandi lög og reglur og auðvelda ekki aðgengi að áfengi, tóbaks- og nikótínvörum. Árangur Íslands á sviði tóbaksvarna og forvarna gegn áfengisneyslu hjá ungmennum er öfundsverður og standa þarf vörð um hann og setja markið enn hærra. Með samstilltu átaki er hægt að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu krabbameinum. Jöfnum aðgengi óháð búsetu Aðalfundurinn samþykkti einnig ályktun sem fjallar um nauðsyn þess að draga úr ójöfnuði með breytingum á greiðslu sjúklinga fyrir sjúkradvöl innanlands. Ýmsar aðgerðir hafa verið innleiddar til að draga úr greiðslubyrði þeirra sem þurfa á mikilli heilbrigðisþjónustu að halda. Má þar t.d. nefna greiðsluþak fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf, ásamt þátttöku Sjúkratrygginga í ferðakostnaði. Margir þurfa hins vegar að dvelja langdvölum fjarri heimili sínu með nánum aðstandanda vegna lífsnauðsynlegra lyfja- og/eða geislameðferða. Dæmi eru um að einstaklingar greiði yfir 500.000 kr. á ári fyrir slíka þjónustu. Í ályktuninni er skorað á stjórnvöld að lækka þessar greiðslur, t.d. með greiðsluþaki sambærilegu því sem þekkist fyrir heilbrigðisþjónustu og lyfjakostnað. Með því má tryggja að kostnaður sligi ekki fólk af landsbyggðinni og tryggja jafnt aðgengi óháð búsetu. Léttum rekstur almannaheillafélaga Krabbameinsfélagið er að undanskildum ca 5% rekstrarfjár, alfarið rekið fyrir sjálfsaflafé, styrki frá almenningi og fyrirtækjum í landinu. Hið sama gildir um aðildarfélög þess, 20 svæðafélög um land allt og sjö stuðningsfélög. Allt söfnunarfé félaganna rennur til framfaraverkefna á sviði krabbameinsforvarna, vísindastarfs og stuðnings við sjúklinga og aðstandendur og er því um mikilvægt almannaheillaverkefni að ræða. Í starfsemi á borð við þá sem krabbameinsfélögin inna af höndum er horft í hverja krónu og með niðurfellingu á virðisaukaskatti vegna starfsemi félaganna mætti létta rekstur þeirra og gera þeim kleift að sinna sínum verkefnum enn betur. Í þriðju ályktun aðalfundarins tekur Krabbameinsfélagið undir með Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem hefur vakið athygli á málinu og skorar á stjórnvöld að létta rekstrarumhverfi almannaheillafélag með niðurfellingu virðisaukaskatts. Slíkt mætti til dæmis útfæra með þeim hætti að félagið greiði virðisaukaskatt en fái síðan endurgreiðslu. Svörum kallinu og stöndum saman Eins og áður hefur komið fram er mikið í húfi. Spáð er 57% hlutfallslegri aukningu á nýgreiningum fram til ársins 2040 og á sama tíma lifa fleiri með krabbamein og síðbúnar aukaverkanir sem þarf að bregðast við. Hjá Krabbameinsfélaginu miðast allt starf að því að draga úr áhrifunum og fyrirbyggja eins og hægt er þetta fyrirsjáanlega hamfaraástand. En enginn er eyland og samtakamátturinn er það sem mun breyta stormi í andvara. Krabbameinsfélagið skorar á stjórnvöld að svara kalli aðalfundar félagsins og bregðast við þeim ályktunum sem fundurinn samþykkti. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á vel sóttum aðalfundi Krabbameinsfélagsins voru samþykktar þrjár ályktanir sem eiga það sameiginlegt að kalla eftir bættri stöðu í krabbameinsmálum á Íslandi. Það er stormur í aðsigi og búist við mikilli hlutfallslegri aukningu á nýgreiningum fram til ársins 2040. Ástandið kallar á samtakamátt á öllum sviðum og Krabbameinsfélagið stefnir hraðbyri á að fækka þeim sem greinast með krabbamein, að fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins með og eftir krabbamein. Viðmið um biðtíma Við búum sem betur fer svo vel að vera með traustan grunn í krabbameinsþjónustu á Íslandi. Þjónustan er drifin áfram af öflugu starfsfólki og mörg framfaraskref hafa verið stigin, sjúklingum og aðstandendum til góðs. Ef við viljum tryggja áframhaldandi árangur dugar þessi grunnur þó ekki til. Vísbendingar eru um að stormur sé að skella á og að heilbrigðiskerfið sé ekki nægilega vel undirbúið til að standa hann af sér. Sem dæmi má nefna að biðtími vegna geislameðferða hér á landi er tekinn að lengjast og vísbendingar eru einnig um að biðtími eftir skurðaðgerðum vegna sumra krabbameina sé í mörgum tilvikum orðinn of langur. Of langur biðtími getur haft áhrif á sjúkdómsþróun, lengt veikindatímabil og valdið miklu viðbótarálagi á sjúklinga og aðstandendur. Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í maí 2025 var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að bregðast við með því að setja viðmið um biðtíma og hámarksbiðtíma krabbameinsmeðferða, sambærilegt því sem þekkist til dæmis í Danmörku. Í ályktuninni er jafnframt skorað á stjórnvöld að setja forvarnir til að efla lýðheilsu landsmanna í forgang þannig að lýðheilsusjónarmið séu alltaf í fyrirrúmi. Stjórnvöld eru hvött til að taka djarfar ákvarðanir, virða gildandi lög og reglur og auðvelda ekki aðgengi að áfengi, tóbaks- og nikótínvörum. Árangur Íslands á sviði tóbaksvarna og forvarna gegn áfengisneyslu hjá ungmennum er öfundsverður og standa þarf vörð um hann og setja markið enn hærra. Með samstilltu átaki er hægt að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu krabbameinum. Jöfnum aðgengi óháð búsetu Aðalfundurinn samþykkti einnig ályktun sem fjallar um nauðsyn þess að draga úr ójöfnuði með breytingum á greiðslu sjúklinga fyrir sjúkradvöl innanlands. Ýmsar aðgerðir hafa verið innleiddar til að draga úr greiðslubyrði þeirra sem þurfa á mikilli heilbrigðisþjónustu að halda. Má þar t.d. nefna greiðsluþak fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf, ásamt þátttöku Sjúkratrygginga í ferðakostnaði. Margir þurfa hins vegar að dvelja langdvölum fjarri heimili sínu með nánum aðstandanda vegna lífsnauðsynlegra lyfja- og/eða geislameðferða. Dæmi eru um að einstaklingar greiði yfir 500.000 kr. á ári fyrir slíka þjónustu. Í ályktuninni er skorað á stjórnvöld að lækka þessar greiðslur, t.d. með greiðsluþaki sambærilegu því sem þekkist fyrir heilbrigðisþjónustu og lyfjakostnað. Með því má tryggja að kostnaður sligi ekki fólk af landsbyggðinni og tryggja jafnt aðgengi óháð búsetu. Léttum rekstur almannaheillafélaga Krabbameinsfélagið er að undanskildum ca 5% rekstrarfjár, alfarið rekið fyrir sjálfsaflafé, styrki frá almenningi og fyrirtækjum í landinu. Hið sama gildir um aðildarfélög þess, 20 svæðafélög um land allt og sjö stuðningsfélög. Allt söfnunarfé félaganna rennur til framfaraverkefna á sviði krabbameinsforvarna, vísindastarfs og stuðnings við sjúklinga og aðstandendur og er því um mikilvægt almannaheillaverkefni að ræða. Í starfsemi á borð við þá sem krabbameinsfélögin inna af höndum er horft í hverja krónu og með niðurfellingu á virðisaukaskatti vegna starfsemi félaganna mætti létta rekstur þeirra og gera þeim kleift að sinna sínum verkefnum enn betur. Í þriðju ályktun aðalfundarins tekur Krabbameinsfélagið undir með Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem hefur vakið athygli á málinu og skorar á stjórnvöld að létta rekstrarumhverfi almannaheillafélag með niðurfellingu virðisaukaskatts. Slíkt mætti til dæmis útfæra með þeim hætti að félagið greiði virðisaukaskatt en fái síðan endurgreiðslu. Svörum kallinu og stöndum saman Eins og áður hefur komið fram er mikið í húfi. Spáð er 57% hlutfallslegri aukningu á nýgreiningum fram til ársins 2040 og á sama tíma lifa fleiri með krabbamein og síðbúnar aukaverkanir sem þarf að bregðast við. Hjá Krabbameinsfélaginu miðast allt starf að því að draga úr áhrifunum og fyrirbyggja eins og hægt er þetta fyrirsjáanlega hamfaraástand. En enginn er eyland og samtakamátturinn er það sem mun breyta stormi í andvara. Krabbameinsfélagið skorar á stjórnvöld að svara kalli aðalfundar félagsins og bregðast við þeim ályktunum sem fundurinn samþykkti. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar