Fullyrðing um slaufun verknámsskóla „kolröng“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 10. júní 2025 13:52 Guðmundur Ingi Kristinsson er barna- og menntamálaráðherra. Vísir/Einar Barna- og menntamálaráðherra segir hliðrun þrjú hundruð milljóna króna fyrir uppbyggingu fjögurra verknámsskóla fram á næsta ár ekki hafa áhrif á framkvæmdirnar. Annar áfangi framkvæmdanna hefjist í sumar. Forsætisráðherra segir að byggingarnar muni rísa fljótlega. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á tilfærslu þrjú hundruð milljóna króna, fjármagni sem eyrnamerkt var í uppbyggingu fjögurra verknámsskóla. Hann tilkynnti að verkefninu hefði verið slaufað sem að sögn Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og menntamálaráðherra, sé ekki rétt. Umræddir framhaldsskólar eru Menntaskólinn á Ísafirði, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Þá telst einnig með Fjölbrautarskólinn í Breiðholti en framkvæmdir við skólann hófust seinast á síðasta ári. Í ræðustól á Alþingi í síðustu viku sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, barna- og menntamálaráðherra, að um væri að ræða forgangsvinnu og ekki væri verið að draga lappirnar í þessu verkefni. „Við erum að fara af stað með allt saman þannig þessi fullyrðing að þetta væri ekki í gangi er alveg kolröng,“ segir Guðmundur Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Þetta er stórfurðulegt mál því þarna var bara tilfærsla á þrjú hundruð milljónum. Við erum með 2,6 milljarða í sjóð tilbúið til þess að fara af stað. Við erum hafin í Breiðholtinu og við erum að fara taka núna fjóra skóla.“ „Það er þannig í dag að það eru um 2,6 milljarðar króna af uppsafnaðri fjárfestingarheimild fyrir viðbyggingu við verknámsskóla. Þessi ríkisstjórn ætlar að fara í að framkvæma það sem síðasta ríkisstjórn sagðist ætla að gera, að fara af stað með viðbyggingu við fjóra verknámsskóla,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. „Allir þessir verknámsskólar munu sjá viðbyggingar rísa núna fljótlega. Við þurfum auðvitað að gera þetta í réttum skrefum en strax núna verður farið í hönnun,“ segir hún. Í tilkynningu á vefsíðu Stjórnarráðsins kemur fram að annar áfangi í uppbyggingunni hefjist í sumar. „Flutningur fjárheimilda í málaflokknum milli ára í þeirri fjármálaáætlun sem liggur fyrir á Alþingi hefur ekki áhrif hvað þetta varðar,“ segir í tilkynningunni. Ætti ekki að hafa áhrif á styrkinn Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hafði ekki frétt af tilfærslu fjármagnsins er fréttastofa náði tali af henni um helgina. „Við höfum ekki fengið neitt formlegt um að þetta sé staðreynd,“ sagði Sigríður. Ísafjarðarbær hafði sótt um í fisekldissjóð til að leggja í byggingu verknámshúss á Ísafirði. Hún óttaðist að ef bygging viðbyggingar við skólans yrði frestað myndi fjármagnið brenna inni. Guðmundur Ingi segir að svo verði ekki. „Það á ekki að gera það, það verður engin seinkun, það verður bara drifið í þessu.“ Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á tilfærslu þrjú hundruð milljóna króna, fjármagni sem eyrnamerkt var í uppbyggingu fjögurra verknámsskóla. Hann tilkynnti að verkefninu hefði verið slaufað sem að sögn Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og menntamálaráðherra, sé ekki rétt. Umræddir framhaldsskólar eru Menntaskólinn á Ísafirði, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Þá telst einnig með Fjölbrautarskólinn í Breiðholti en framkvæmdir við skólann hófust seinast á síðasta ári. Í ræðustól á Alþingi í síðustu viku sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, barna- og menntamálaráðherra, að um væri að ræða forgangsvinnu og ekki væri verið að draga lappirnar í þessu verkefni. „Við erum að fara af stað með allt saman þannig þessi fullyrðing að þetta væri ekki í gangi er alveg kolröng,“ segir Guðmundur Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Þetta er stórfurðulegt mál því þarna var bara tilfærsla á þrjú hundruð milljónum. Við erum með 2,6 milljarða í sjóð tilbúið til þess að fara af stað. Við erum hafin í Breiðholtinu og við erum að fara taka núna fjóra skóla.“ „Það er þannig í dag að það eru um 2,6 milljarðar króna af uppsafnaðri fjárfestingarheimild fyrir viðbyggingu við verknámsskóla. Þessi ríkisstjórn ætlar að fara í að framkvæma það sem síðasta ríkisstjórn sagðist ætla að gera, að fara af stað með viðbyggingu við fjóra verknámsskóla,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. „Allir þessir verknámsskólar munu sjá viðbyggingar rísa núna fljótlega. Við þurfum auðvitað að gera þetta í réttum skrefum en strax núna verður farið í hönnun,“ segir hún. Í tilkynningu á vefsíðu Stjórnarráðsins kemur fram að annar áfangi í uppbyggingunni hefjist í sumar. „Flutningur fjárheimilda í málaflokknum milli ára í þeirri fjármálaáætlun sem liggur fyrir á Alþingi hefur ekki áhrif hvað þetta varðar,“ segir í tilkynningunni. Ætti ekki að hafa áhrif á styrkinn Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hafði ekki frétt af tilfærslu fjármagnsins er fréttastofa náði tali af henni um helgina. „Við höfum ekki fengið neitt formlegt um að þetta sé staðreynd,“ sagði Sigríður. Ísafjarðarbær hafði sótt um í fisekldissjóð til að leggja í byggingu verknámshúss á Ísafirði. Hún óttaðist að ef bygging viðbyggingar við skólans yrði frestað myndi fjármagnið brenna inni. Guðmundur Ingi segir að svo verði ekki. „Það á ekki að gera það, það verður engin seinkun, það verður bara drifið í þessu.“
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira