VG skoðar samstarf við aðra flokka fyrir kosningar næsta vor Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júní 2025 13:48 Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri grænna. Hún segir flokkinn skoða mögulegt samstarf við aðra flokka í aðdraganda kosninga næsta vor. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir víða um land rætt um mögulegt samstarf í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga sem fara fram næsta vor. Hún vill ekki segja til um hvaða flokka sé að ræða en nefnir í þessu samhengi Kópavog, Árborg og Ísafjörð. „Það eru samtöl í gangi,“ segir Svandís. Alls eru starfandi um allt land sextán sveitarstjórnarfulltrúar á vegum VG. Það er á Akureyri, Skagafirði, Múlaþingi, Borgarbyggð, Norðurþingi, Garðabæ, Reykjavík og Ísafjarðarbæ. Aðeins í Reykjavík er flokkurinn í meirihlutasamstarfi. Svandís segir það ekki nýtt að VG skoði að bjóða fram með öðrum. Til dæmis hafi VG boðið fram með óháðum í Skagafirði, sem hluti af Í-Listanum á Ísafirði og á félagshyggjulista í Vestmannaeyjum. „Það er mikilvægt á þessum tímapunkti að hafa augun opin fyrir margs konar möguleikum til samstarfs og að horfa á stöðuna frekar sem tækifæri til opnunar og samvinnu heldur en lokunar eða einangrunar,“ segir Svandís Hún fjallaði um sama mál í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar fór hún yfir undirbúning flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar og almennt í flokknum. Vinstri græn hlutu 2,3 prósent atkvæða í þingkosningum síðasta haust og duttu því út af þingi. Það gerðu líka Píratar með aðeins þrjú prósent atkvæða. Sósíalistaflokkurinn var sá flokkur á vinstri væng sem var næstur því að ná inn á þing með fjögur prósent atkvæða. „Víða er nú þegar rætt um mögulegt samstarf við önnur stjórnmálasamtök til að tryggja sterk og samstillt framboð til sveitarstjórna í næstu kosningum. Þetta samstarf og samstaða eru lykillinn að árangri og áhrifum á næsta kjörtímabili,“ segir Svandís í færslunni. Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Akureyri Múlaþing Borgarbyggð Reykjavík Borgarstjórn Norðurþing Skagafjörður Garðabær Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
„Það eru samtöl í gangi,“ segir Svandís. Alls eru starfandi um allt land sextán sveitarstjórnarfulltrúar á vegum VG. Það er á Akureyri, Skagafirði, Múlaþingi, Borgarbyggð, Norðurþingi, Garðabæ, Reykjavík og Ísafjarðarbæ. Aðeins í Reykjavík er flokkurinn í meirihlutasamstarfi. Svandís segir það ekki nýtt að VG skoði að bjóða fram með öðrum. Til dæmis hafi VG boðið fram með óháðum í Skagafirði, sem hluti af Í-Listanum á Ísafirði og á félagshyggjulista í Vestmannaeyjum. „Það er mikilvægt á þessum tímapunkti að hafa augun opin fyrir margs konar möguleikum til samstarfs og að horfa á stöðuna frekar sem tækifæri til opnunar og samvinnu heldur en lokunar eða einangrunar,“ segir Svandís Hún fjallaði um sama mál í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar fór hún yfir undirbúning flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar og almennt í flokknum. Vinstri græn hlutu 2,3 prósent atkvæða í þingkosningum síðasta haust og duttu því út af þingi. Það gerðu líka Píratar með aðeins þrjú prósent atkvæða. Sósíalistaflokkurinn var sá flokkur á vinstri væng sem var næstur því að ná inn á þing með fjögur prósent atkvæða. „Víða er nú þegar rætt um mögulegt samstarf við önnur stjórnmálasamtök til að tryggja sterk og samstillt framboð til sveitarstjórna í næstu kosningum. Þetta samstarf og samstaða eru lykillinn að árangri og áhrifum á næsta kjörtímabili,“ segir Svandís í færslunni.
Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Akureyri Múlaþing Borgarbyggð Reykjavík Borgarstjórn Norðurþing Skagafjörður Garðabær Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira