Tómstunda- og félagsfræðinemar harma ákvörðun Akureyrarbæjar Hópur nemenda í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ skrifar 11. júní 2025 10:30 Fyrsta orðið sem kemur upp í huga margra þegar þau hugsa um ungmenni er félagsmiðstöð. Félagsmiðstöðvar eru ætlaðar sem forvarnarstarf þær eiga að mæta þörf unglinga fyrir samkomustað og samveru með jafnöldrum í óformlegu umhverfi. Skipulagsbreytingar Akureyrarbæjar á æskulýðsmálum eru ekki í samræmi við fræðin hvað tómstundir og frítímann varða. Það er sorglegt að eins stórt sveitarfélag og Akureyri sé að taka þetta mikla skref aftur á bak þegar kemur að því að bjóða upp á viðunandi starf fyrir unglinga. Með þessari ákvörðun er Akureyrarbær að senda þau skilaboð að gildi og ávinningur tómstundastarfs sé ekki nógu mikill til þess að það sé rekið sjálfstætt. Þátttaka í tómstunda- og æskulýðsstarfi hefur menntandi áhrif og skiptir máli fyrir þroska þeirra sem taka þátt. Hver einstaklingur sem tekur þátt hefur frelsið og stuðninginn til að móta og búa til sína eigin merkingu innan hópsins. Einstaklingurinn fær verkfæri inn í lífið á allt annan hátt en inn í formlegu menntakerfi. Þessi verkfæri tengjast oftar en ekki þremur T-um Tilgang, Tengingu og að Tilheyra. Þetta er mikilvægur lærdómur þó hann tengist ekki endilega hinu skipulagða skólakerfi. Þessi ábending er ekki til að leggja dóm á skólakerfið og þá menntun sem fer fram innan þess, heldur einfaldlega til þess að benda á að mikilvæg menntun fer fram í tómstundastarfi og að ítreka að sú menntun sé ekki síðri. Lykilþáttur þessarar óformlegu menntunar er að hún er ekki tengd skólastarfinu. Vegna þess að þetta eru einfaldlega tveir aðskildir hlutir. Inni á félagsmiðstöðvum ríkir unglingamenning og er traust milli starfsmanna og þátttakenda áþreifanlegt. Þar er ekki einblínt á hefðbundinn lærdóm, heldur læra unglingar að vera hluti af hóp, mynda félagsleg tengsl, byggja upp sjálfstraust, efla félagsfærni og samskipti. Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk upplifi að þau hafi rödd og að það sé hlustað þegar þau tala, því leyfa félagsmiðstöðvar oft þátttakendum að hafa áhrif á starfið og það sem er í boði. Eitthvað sem þau fengu ekki að gera við þessa ákvörðunartöku. Frístundaleiðbeinendur félagsmiðstöðva eru dýrmætar fyrirmyndir unglinga, þar sem þeir geta nálgast þátttakendur á talsvert meiri jafningjagrundvelli en starfsmenn og kennarar grunnskóla geta. Ákvörðun Akureyrarbæjar um að samþætta frístundar-, skóla- og félagsmiðstöðvastarf gerir tómstundastarf einfaldlega að framlengingu skólans og dregur því úr mikilvægi og meiningu starfsins. Tómstunda- og æskulýðsstarf á að reka samhliða skólastarfi þar sem bæði hafa jafnt vægi. Áherslurnar eru ekki þær sömu og því er óskiljanlegt að grunnskólar eigi að reka félagsmiðstöðvar, sem hér áður töldust vera staður sem unglingar gátu farið utan skóla. Við skorum á bæjaryfirvöld að endurskoða þessa ákvörðun og taka tómstunda- og félagsmálafræðinga með í umræðuna. Aníta Elvan Sæbjörnsdóttir, Anna Kolbrún Ólafsdóttir, Antonía Mist Gísladóttir, Arngrímur Bragi Steinarsson, Björk Davíðsdóttir, Dagný Kára Magnúsdóttir, Elva Katrín Elvudóttir, Haukur Hákon Loftsson, Hera Margrét Guðmundsdóttir, Hildur Sigrún Jóhannsdóttir, Hrafnhildur Una Magnúsdóttir, Hrafnkell Hugi Vernharðsson, Ólavía Jóhannsdóttir, Óliver Karl Sandberg Birgisson, Sigrún Ósk Hreiðarsdóttir, Snædís Barkardóttir, Vala Kristín Árnadóttir og Þórhildur Benediktsdóttir. Höfundar eru nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Fyrsta orðið sem kemur upp í huga margra þegar þau hugsa um ungmenni er félagsmiðstöð. Félagsmiðstöðvar eru ætlaðar sem forvarnarstarf þær eiga að mæta þörf unglinga fyrir samkomustað og samveru með jafnöldrum í óformlegu umhverfi. Skipulagsbreytingar Akureyrarbæjar á æskulýðsmálum eru ekki í samræmi við fræðin hvað tómstundir og frítímann varða. Það er sorglegt að eins stórt sveitarfélag og Akureyri sé að taka þetta mikla skref aftur á bak þegar kemur að því að bjóða upp á viðunandi starf fyrir unglinga. Með þessari ákvörðun er Akureyrarbær að senda þau skilaboð að gildi og ávinningur tómstundastarfs sé ekki nógu mikill til þess að það sé rekið sjálfstætt. Þátttaka í tómstunda- og æskulýðsstarfi hefur menntandi áhrif og skiptir máli fyrir þroska þeirra sem taka þátt. Hver einstaklingur sem tekur þátt hefur frelsið og stuðninginn til að móta og búa til sína eigin merkingu innan hópsins. Einstaklingurinn fær verkfæri inn í lífið á allt annan hátt en inn í formlegu menntakerfi. Þessi verkfæri tengjast oftar en ekki þremur T-um Tilgang, Tengingu og að Tilheyra. Þetta er mikilvægur lærdómur þó hann tengist ekki endilega hinu skipulagða skólakerfi. Þessi ábending er ekki til að leggja dóm á skólakerfið og þá menntun sem fer fram innan þess, heldur einfaldlega til þess að benda á að mikilvæg menntun fer fram í tómstundastarfi og að ítreka að sú menntun sé ekki síðri. Lykilþáttur þessarar óformlegu menntunar er að hún er ekki tengd skólastarfinu. Vegna þess að þetta eru einfaldlega tveir aðskildir hlutir. Inni á félagsmiðstöðvum ríkir unglingamenning og er traust milli starfsmanna og þátttakenda áþreifanlegt. Þar er ekki einblínt á hefðbundinn lærdóm, heldur læra unglingar að vera hluti af hóp, mynda félagsleg tengsl, byggja upp sjálfstraust, efla félagsfærni og samskipti. Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk upplifi að þau hafi rödd og að það sé hlustað þegar þau tala, því leyfa félagsmiðstöðvar oft þátttakendum að hafa áhrif á starfið og það sem er í boði. Eitthvað sem þau fengu ekki að gera við þessa ákvörðunartöku. Frístundaleiðbeinendur félagsmiðstöðva eru dýrmætar fyrirmyndir unglinga, þar sem þeir geta nálgast þátttakendur á talsvert meiri jafningjagrundvelli en starfsmenn og kennarar grunnskóla geta. Ákvörðun Akureyrarbæjar um að samþætta frístundar-, skóla- og félagsmiðstöðvastarf gerir tómstundastarf einfaldlega að framlengingu skólans og dregur því úr mikilvægi og meiningu starfsins. Tómstunda- og æskulýðsstarf á að reka samhliða skólastarfi þar sem bæði hafa jafnt vægi. Áherslurnar eru ekki þær sömu og því er óskiljanlegt að grunnskólar eigi að reka félagsmiðstöðvar, sem hér áður töldust vera staður sem unglingar gátu farið utan skóla. Við skorum á bæjaryfirvöld að endurskoða þessa ákvörðun og taka tómstunda- og félagsmálafræðinga með í umræðuna. Aníta Elvan Sæbjörnsdóttir, Anna Kolbrún Ólafsdóttir, Antonía Mist Gísladóttir, Arngrímur Bragi Steinarsson, Björk Davíðsdóttir, Dagný Kára Magnúsdóttir, Elva Katrín Elvudóttir, Haukur Hákon Loftsson, Hera Margrét Guðmundsdóttir, Hildur Sigrún Jóhannsdóttir, Hrafnhildur Una Magnúsdóttir, Hrafnkell Hugi Vernharðsson, Ólavía Jóhannsdóttir, Óliver Karl Sandberg Birgisson, Sigrún Ósk Hreiðarsdóttir, Snædís Barkardóttir, Vala Kristín Árnadóttir og Þórhildur Benediktsdóttir. Höfundar eru nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun