„Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. júní 2025 11:02 Tónlistarmaðurinn Khalid skein skært á Pride um helgina. Nicola Gell/Getty Images „Þetta eru gleðitár,“ sagði tárvotur Khalid þegar hann steig á svið í Washington DC á sunnudaginn í tilefni af stærstu hinsegin dögum heimsins, WorldPride. Khalid, sem er vinsæll tónlistarmaður vestanhafs, kom út úr skápnum í nóvember í fyrra og var þetta í fyrsta skipti sem hann kom fram á Pride. Khalid skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018, hefur verið tilnefndur til Grammy verðlauna og á að baki sér marga smelli. Má þar nefna lögin Young, Dumb & Broke og Better en hann er með fimmtíu milljón mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify. WorldPride er gríðarlega stór viðburður sem fólk hvaðan af úr heiminum sækir. Fjölmennur hópur fulltrúa Íslands sótti hátíðina í Bandaríkjunum síðastliðna helgi en gleðigangan var haldin í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks. View this post on Instagram A post shared by Gaye Magazine® (@gayemagazine) Khalid var stærsta tónlistaratriði kvöldsins á sunnudaginn og var kraftmikill og tilfinningaríkur á sviðinu. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem fram á Pride. Þetta er í fyrsta skipti sem ég mæti á Pride. Þið eruð að kalla fram sterkar tilfinningar hjá mér,“ sagði Khalid við áhorfendur og bætti við: „Mig langaði að þakka ykkur öllum innilega fyrir að taka svona vel á móti mér og styðja mig. Það er algjörlega ómetanlegt fyrir mig og gerir mig svo hamingjusamann. Mér líður eins og ég sé kominn heim hér á þessu sviði.“ View this post on Instagram A post shared by Khalid (@thegr8khalid) Khalid birti sömuleiðis færslu á Instagram síðu sinni þar sem hann skrifar: „Mér finnst ég séður. Mér finnst ég samþykktur. Takk fyrir PRIDE.“ Hinsegin Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Khalid skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018, hefur verið tilnefndur til Grammy verðlauna og á að baki sér marga smelli. Má þar nefna lögin Young, Dumb & Broke og Better en hann er með fimmtíu milljón mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify. WorldPride er gríðarlega stór viðburður sem fólk hvaðan af úr heiminum sækir. Fjölmennur hópur fulltrúa Íslands sótti hátíðina í Bandaríkjunum síðastliðna helgi en gleðigangan var haldin í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks. View this post on Instagram A post shared by Gaye Magazine® (@gayemagazine) Khalid var stærsta tónlistaratriði kvöldsins á sunnudaginn og var kraftmikill og tilfinningaríkur á sviðinu. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem fram á Pride. Þetta er í fyrsta skipti sem ég mæti á Pride. Þið eruð að kalla fram sterkar tilfinningar hjá mér,“ sagði Khalid við áhorfendur og bætti við: „Mig langaði að þakka ykkur öllum innilega fyrir að taka svona vel á móti mér og styðja mig. Það er algjörlega ómetanlegt fyrir mig og gerir mig svo hamingjusamann. Mér líður eins og ég sé kominn heim hér á þessu sviði.“ View this post on Instagram A post shared by Khalid (@thegr8khalid) Khalid birti sömuleiðis færslu á Instagram síðu sinni þar sem hann skrifar: „Mér finnst ég séður. Mér finnst ég samþykktur. Takk fyrir PRIDE.“
Hinsegin Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“