Fótboltagláp, ráfandi djammarar og nú fljúgandi nefhjól Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. júní 2025 13:37 Íbúasamtökin Hljóðmörk sem berjast gegn óþarfa flugumferð segja um enn eitt dæmið að ræða þar sem öryggi fólks sé ógnað. Vísir/Vilhelm Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna nefhjóls lítillar flugvélar sem féll á Austurvöll í gær er á frumstigi. Íbúasamtökin Hljóðmörk segja um að ræða enn eitt dæmið þar sem öryggi fólks er ógnað í grennd við flugvöllinn. Eigendur flugvélarinnar harma atvikið. Mildi þykir að engan hafi sakað þegar nefhljól lítillar kennsluflugvélar féll af í aðflugi vélarinnar að Reykjavíkurflugvelli í gær, og féll niður á Austurvöll, nokkrum metrum framan við Alþingishúsið. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa er unnið að því að safna gögnum, en vélin og hjólið eru í vörslu nefndarinnar. Flugsérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja málið með miklum ólíkindum, atvik af þessum toga séu afar fágæt svo vægt sé til orða tekið, og eigi varla að geta gerst. Kennsluflugvél Geirfugls Flugvélin er kennsluvél á vegum flugfélagsins Geirfugls. Í tilkynningu frá félaginu segir að lendingin á tveimur hjólum hafi gengið mjög vel og litlar skemmdir orðið á vélinni. „Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu,“ segir í tilkynningunni. Flugfélagið ætli ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. Fréttatilkynning vegna flugatviks Atvik varð í gær (þriðjudaginn 10. júní 2025) í tengslum við kennsluflugvél félagsins TF-FGC þegar nefhjól vélarinnar losnaði af í aðflugi yfir miðbæ Reykjavíkur og fell til jarðar. Til allrar hamingju olli hjólið engum meiðslum eða tjóni á jörðu niðri þegar það féll til jarðar. Kennari og nemandi voru um borð í vélinni og lenti kennarinn vélinni á Reykjavíkurflugvelli eftir atvikið án nefhjóls og gekk sú lending mjög vel, engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á vélinni. Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu. Stjórn og starfsmenn félagsins munu ekki tjá sig frekar um atvikið fyrr en rannsókn á því er lokið. Reykjavík, 11. júní 2025 Stjórn Flugfélagsins Geirfugls ehf. Atvikið hefur orðið kveikja mikillar umræðu á samfélagsmiðlum um öryggismál og staðsetningu flugvallarins miðsvæðis í Reykjavík. Meðal þeirra sem hafa hvatt sér hljóðs eru íbúasamtökin Hljóðmörk sem hafa barist gegn því sem samtökin kalla óþarfa flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Daði Rafnson er í hópi fulltrúa samtakanna sem sendu frá sér grein um málið sem birtist á Vísi í morgun. Enski boltinn og fullir djammarar „Því miður kemur þetta ekkert á óvart, því að við höfum reynt að ná fundum með ráðuneytinu, samgönguráðuneytinu, til þess að benda á áhyggjur okkar af öryggismálum tengdum flugvellinum.“ Þetta sé ekki eina atvikið sem komið hafi upp. „Bara á undanförnum árum hefur legið við slysum út af því að flugumferðarstjórar eru að horfa á enska boltann, djammarar labba inn á völlinn og þurfa að vera stöðvaðir þar. Svo hafa verið ýmis atvik þar sem hurð hefur skollið nærri hælum,“ segir Daði. Flugumferðin sé af öllum mögulegum toga og mjög mikil. Til að mynda kennsluvélar, rellur og þyrlur. „Þetta eru kannski óöruggustu loftförin.“ Þessum loftförum sé flogið yfir fjölmennustu svæði landsins og mikilvægar stjórnsýslubyggingar. „Það er bara það sem við viljum sjá gert, að það verði aðgerðir núna, ekki bara talað og málin tafin.“ Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Mildi þykir að engan hafi sakað þegar nefhljól lítillar kennsluflugvélar féll af í aðflugi vélarinnar að Reykjavíkurflugvelli í gær, og féll niður á Austurvöll, nokkrum metrum framan við Alþingishúsið. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa er unnið að því að safna gögnum, en vélin og hjólið eru í vörslu nefndarinnar. Flugsérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja málið með miklum ólíkindum, atvik af þessum toga séu afar fágæt svo vægt sé til orða tekið, og eigi varla að geta gerst. Kennsluflugvél Geirfugls Flugvélin er kennsluvél á vegum flugfélagsins Geirfugls. Í tilkynningu frá félaginu segir að lendingin á tveimur hjólum hafi gengið mjög vel og litlar skemmdir orðið á vélinni. „Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu,“ segir í tilkynningunni. Flugfélagið ætli ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. Fréttatilkynning vegna flugatviks Atvik varð í gær (þriðjudaginn 10. júní 2025) í tengslum við kennsluflugvél félagsins TF-FGC þegar nefhjól vélarinnar losnaði af í aðflugi yfir miðbæ Reykjavíkur og fell til jarðar. Til allrar hamingju olli hjólið engum meiðslum eða tjóni á jörðu niðri þegar það féll til jarðar. Kennari og nemandi voru um borð í vélinni og lenti kennarinn vélinni á Reykjavíkurflugvelli eftir atvikið án nefhjóls og gekk sú lending mjög vel, engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á vélinni. Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu. Stjórn og starfsmenn félagsins munu ekki tjá sig frekar um atvikið fyrr en rannsókn á því er lokið. Reykjavík, 11. júní 2025 Stjórn Flugfélagsins Geirfugls ehf. Atvikið hefur orðið kveikja mikillar umræðu á samfélagsmiðlum um öryggismál og staðsetningu flugvallarins miðsvæðis í Reykjavík. Meðal þeirra sem hafa hvatt sér hljóðs eru íbúasamtökin Hljóðmörk sem hafa barist gegn því sem samtökin kalla óþarfa flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Daði Rafnson er í hópi fulltrúa samtakanna sem sendu frá sér grein um málið sem birtist á Vísi í morgun. Enski boltinn og fullir djammarar „Því miður kemur þetta ekkert á óvart, því að við höfum reynt að ná fundum með ráðuneytinu, samgönguráðuneytinu, til þess að benda á áhyggjur okkar af öryggismálum tengdum flugvellinum.“ Þetta sé ekki eina atvikið sem komið hafi upp. „Bara á undanförnum árum hefur legið við slysum út af því að flugumferðarstjórar eru að horfa á enska boltann, djammarar labba inn á völlinn og þurfa að vera stöðvaðir þar. Svo hafa verið ýmis atvik þar sem hurð hefur skollið nærri hælum,“ segir Daði. Flugumferðin sé af öllum mögulegum toga og mjög mikil. Til að mynda kennsluvélar, rellur og þyrlur. „Þetta eru kannski óöruggustu loftförin.“ Þessum loftförum sé flogið yfir fjölmennustu svæði landsins og mikilvægar stjórnsýslubyggingar. „Það er bara það sem við viljum sjá gert, að það verði aðgerðir núna, ekki bara talað og málin tafin.“
Fréttatilkynning vegna flugatviks Atvik varð í gær (þriðjudaginn 10. júní 2025) í tengslum við kennsluflugvél félagsins TF-FGC þegar nefhjól vélarinnar losnaði af í aðflugi yfir miðbæ Reykjavíkur og fell til jarðar. Til allrar hamingju olli hjólið engum meiðslum eða tjóni á jörðu niðri þegar það féll til jarðar. Kennari og nemandi voru um borð í vélinni og lenti kennarinn vélinni á Reykjavíkurflugvelli eftir atvikið án nefhjóls og gekk sú lending mjög vel, engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á vélinni. Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu. Stjórn og starfsmenn félagsins munu ekki tjá sig frekar um atvikið fyrr en rannsókn á því er lokið. Reykjavík, 11. júní 2025 Stjórn Flugfélagsins Geirfugls ehf.
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira