Brian Wilson látinn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júní 2025 17:04 Brian Wilson á tónleikum með The Beach boys í Bandaríkjunum 2022. Getty Brian Wilson, einn stofnanda hljómsveitarinnar The Beach boys, er látinn 82 að aldri. Tilkynning frá fjölskyldu Brians var birt á heimasíðu söngvarans rétt í þessu. Þar segir: „Elskulegur faðir okkar Brian Wilson er látinn. Við erum orðlaus eins og er. Vinsamlegast virðið einkalíf okkar þar sem við erum að ganga í gegnum sorgarferli. Við vitum að við deilum sorginni með heiminum öllum.“ Sky greindi frá andlátinu. Brian Wilson fæddist árið 1942 í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann stofnaði hljómsveitina The Beach boys árið 1961 með bræðrum sínum Dennis og Carl, frænda sínum Mike Love og vini þeirra Al Jardine. Hljómsveitin varð ein vinsælasta og áhrifamesta rokkhljómsveit tuttugustu aldarinnar. Hrífandi söngur, léttir textar, og frumleiki einkenna tónlist hljómsveitarinnar sem sótti mikinn innblástur til eldri popptónlistar, rokktónlistar sjötta áratugarins, og R&B tónlistar. Fyrir tilstuðlan Brians mátti á köflum heyra áhrif úr klassískri tónlist og djassi. The Beach boys hófu tónlistarferilinn í bílskúr bræðranna og faðir þeirra var umboðsmaður þeirra. Árið 1963 náði lag þeirra „Surfin' U.S.A“ miklum vinsældum, og í kjölfarið fór hvert lag þeirra á fætur öðru ofarlega á vinsældarlista Bandaríkjanna. „Kaliforníuhljómurinn“ var það sem þeir þóttu bera með sér, en tónlistin fjallaði fyrst um sinn um brimbrettaíþróttir, bíla og ástir. The Beach boys áttu gífurlega góðu gengi að fagna og eru ein söluhæsta og vinsælasta hljómsveit allra tíma. Hljómsveitin hefur selt yfir 100 milljón plötur. Andlát Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tilkynning frá fjölskyldu Brians var birt á heimasíðu söngvarans rétt í þessu. Þar segir: „Elskulegur faðir okkar Brian Wilson er látinn. Við erum orðlaus eins og er. Vinsamlegast virðið einkalíf okkar þar sem við erum að ganga í gegnum sorgarferli. Við vitum að við deilum sorginni með heiminum öllum.“ Sky greindi frá andlátinu. Brian Wilson fæddist árið 1942 í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann stofnaði hljómsveitina The Beach boys árið 1961 með bræðrum sínum Dennis og Carl, frænda sínum Mike Love og vini þeirra Al Jardine. Hljómsveitin varð ein vinsælasta og áhrifamesta rokkhljómsveit tuttugustu aldarinnar. Hrífandi söngur, léttir textar, og frumleiki einkenna tónlist hljómsveitarinnar sem sótti mikinn innblástur til eldri popptónlistar, rokktónlistar sjötta áratugarins, og R&B tónlistar. Fyrir tilstuðlan Brians mátti á köflum heyra áhrif úr klassískri tónlist og djassi. The Beach boys hófu tónlistarferilinn í bílskúr bræðranna og faðir þeirra var umboðsmaður þeirra. Árið 1963 náði lag þeirra „Surfin' U.S.A“ miklum vinsældum, og í kjölfarið fór hvert lag þeirra á fætur öðru ofarlega á vinsældarlista Bandaríkjanna. „Kaliforníuhljómurinn“ var það sem þeir þóttu bera með sér, en tónlistin fjallaði fyrst um sinn um brimbrettaíþróttir, bíla og ástir. The Beach boys áttu gífurlega góðu gengi að fagna og eru ein söluhæsta og vinsælasta hljómsveit allra tíma. Hljómsveitin hefur selt yfir 100 milljón plötur.
Andlát Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“