Brian Wilson látinn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júní 2025 17:04 Brian Wilson á tónleikum með The Beach boys í Bandaríkjunum 2022. Getty Brian Wilson, einn stofnanda hljómsveitarinnar The Beach boys, er látinn 82 að aldri. Tilkynning frá fjölskyldu Brians var birt á heimasíðu söngvarans rétt í þessu. Þar segir: „Elskulegur faðir okkar Brian Wilson er látinn. Við erum orðlaus eins og er. Vinsamlegast virðið einkalíf okkar þar sem við erum að ganga í gegnum sorgarferli. Við vitum að við deilum sorginni með heiminum öllum.“ Sky greindi frá andlátinu. Brian Wilson fæddist árið 1942 í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann stofnaði hljómsveitina The Beach boys árið 1961 með bræðrum sínum Dennis og Carl, frænda sínum Mike Love og vini þeirra Al Jardine. Hljómsveitin varð ein vinsælasta og áhrifamesta rokkhljómsveit tuttugustu aldarinnar. Hrífandi söngur, léttir textar, og frumleiki einkenna tónlist hljómsveitarinnar sem sótti mikinn innblástur til eldri popptónlistar, rokktónlistar sjötta áratugarins, og R&B tónlistar. Fyrir tilstuðlan Brians mátti á köflum heyra áhrif úr klassískri tónlist og djassi. The Beach boys hófu tónlistarferilinn í bílskúr bræðranna og faðir þeirra var umboðsmaður þeirra. Árið 1963 náði lag þeirra „Surfin' U.S.A“ miklum vinsældum, og í kjölfarið fór hvert lag þeirra á fætur öðru ofarlega á vinsældarlista Bandaríkjanna. „Kaliforníuhljómurinn“ var það sem þeir þóttu bera með sér, en tónlistin fjallaði fyrst um sinn um brimbrettaíþróttir, bíla og ástir. The Beach boys áttu gífurlega góðu gengi að fagna og eru ein söluhæsta og vinsælasta hljómsveit allra tíma. Hljómsveitin hefur selt yfir 100 milljón plötur. Andlát Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Tilkynning frá fjölskyldu Brians var birt á heimasíðu söngvarans rétt í þessu. Þar segir: „Elskulegur faðir okkar Brian Wilson er látinn. Við erum orðlaus eins og er. Vinsamlegast virðið einkalíf okkar þar sem við erum að ganga í gegnum sorgarferli. Við vitum að við deilum sorginni með heiminum öllum.“ Sky greindi frá andlátinu. Brian Wilson fæddist árið 1942 í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann stofnaði hljómsveitina The Beach boys árið 1961 með bræðrum sínum Dennis og Carl, frænda sínum Mike Love og vini þeirra Al Jardine. Hljómsveitin varð ein vinsælasta og áhrifamesta rokkhljómsveit tuttugustu aldarinnar. Hrífandi söngur, léttir textar, og frumleiki einkenna tónlist hljómsveitarinnar sem sótti mikinn innblástur til eldri popptónlistar, rokktónlistar sjötta áratugarins, og R&B tónlistar. Fyrir tilstuðlan Brians mátti á köflum heyra áhrif úr klassískri tónlist og djassi. The Beach boys hófu tónlistarferilinn í bílskúr bræðranna og faðir þeirra var umboðsmaður þeirra. Árið 1963 náði lag þeirra „Surfin' U.S.A“ miklum vinsældum, og í kjölfarið fór hvert lag þeirra á fætur öðru ofarlega á vinsældarlista Bandaríkjanna. „Kaliforníuhljómurinn“ var það sem þeir þóttu bera með sér, en tónlistin fjallaði fyrst um sinn um brimbrettaíþróttir, bíla og ástir. The Beach boys áttu gífurlega góðu gengi að fagna og eru ein söluhæsta og vinsælasta hljómsveit allra tíma. Hljómsveitin hefur selt yfir 100 milljón plötur.
Andlát Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið