Hvalurinn kominn út á haf Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júní 2025 19:04 Háhyrningurinn í fjörunni í gærkvöldi. Vísir Háhyrningurinn sem strandaði í Grafarvogi í gærkvöldi er kominn út í haf og er frjáls ferða sinna. Hann var kominn út fyrir skerin við flæðarmálið um hálfsexleytið í dag, en björgunarmenn stugguðu við honum og fylgdu honum út fyrir grynningarsvæðið. Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir segir að hvalurinn hafi losnað með aðstoð björgunarmanna í háflóði snemma í morgun, synt smá sprett, en fests aftur skömmu síðar. Hann hafi greinilega verið örmagna. Hún segir að hann hafi verið í miklu betri stöðu í fjörunni í dag en í nótt. „Það var metið sem svo að ástandið á honum væri ennþá tiltölulega gott og það væri vel þess virði að aðstoða hann aftur út. Það var ákveðið að fara fyrst í aðferðir sem áreita hann sem minnst, það er að segja að stugga honum út.“ „Hinn möguleikinn ef það hefði ekki tekist væri að gera eins og stundum er gert að setja undir þá segl, og blása upp belgi og hreinlega draga þá þannig út í haf,“ segir hún. Hún segir að eftir því sem hún best viti hafi dugað að stugga honum út. Það hafi verið ákveðið eftir hádegi í dag að reyna þessa aðferð. Í þokkalegu standi Um sé að ræða stórt og fullorðið karldýr, um sex metrar að lengd og á að giska fimm tonn að þyngd. Jóhanna segir að háhyrningurinn hafi virst í þokkalega góðu standi í dag. „Hann hefur sennilega notað daginn í dag til að jafna sig. Hann sýndi góða öndun og hreyfingu í dag.“ Þóra segir að svona atburðir séu ekki algengir, en ekki sjaldgæfir heldur. Síðast hafi tveir háhyrningar strandað í Gilsfirði haustið 2023, og annar þeirra komist lífs af. Í fyrra hafi sandreyð strandað við Þorlákshöfn. „Sem er með þeim stærstu hvölum sem tekist hefur að bjarga á lífi,“ segir Þóra. Þóra segir að viðkomandi sveitarfélag beri ábyrgð á því að bregðast við þegar villt dýr eru í neyð. Reykjavíkurborg hafi þegið aðstoð viðbragðsteymisins Hvalir í neyð og annarra viðbragðaðila til að koma dýrinu til hjálpar. Fjölmargir lögðu leið sína út á Geldinganes í dag og nótt til að berja hvalinn augum.Vísir/Viktor Freyr Vísir/Viktor Freyr Hvalir Reykjavík Dýr Tengdar fréttir „Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41 Hvalurinn er laus: „Þetta er kraftaverki næst“ Hvalurinn sem strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag hefur losnað. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir villtra dýra hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. 7. ágúst 2024 17:56 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir segir að hvalurinn hafi losnað með aðstoð björgunarmanna í háflóði snemma í morgun, synt smá sprett, en fests aftur skömmu síðar. Hann hafi greinilega verið örmagna. Hún segir að hann hafi verið í miklu betri stöðu í fjörunni í dag en í nótt. „Það var metið sem svo að ástandið á honum væri ennþá tiltölulega gott og það væri vel þess virði að aðstoða hann aftur út. Það var ákveðið að fara fyrst í aðferðir sem áreita hann sem minnst, það er að segja að stugga honum út.“ „Hinn möguleikinn ef það hefði ekki tekist væri að gera eins og stundum er gert að setja undir þá segl, og blása upp belgi og hreinlega draga þá þannig út í haf,“ segir hún. Hún segir að eftir því sem hún best viti hafi dugað að stugga honum út. Það hafi verið ákveðið eftir hádegi í dag að reyna þessa aðferð. Í þokkalegu standi Um sé að ræða stórt og fullorðið karldýr, um sex metrar að lengd og á að giska fimm tonn að þyngd. Jóhanna segir að háhyrningurinn hafi virst í þokkalega góðu standi í dag. „Hann hefur sennilega notað daginn í dag til að jafna sig. Hann sýndi góða öndun og hreyfingu í dag.“ Þóra segir að svona atburðir séu ekki algengir, en ekki sjaldgæfir heldur. Síðast hafi tveir háhyrningar strandað í Gilsfirði haustið 2023, og annar þeirra komist lífs af. Í fyrra hafi sandreyð strandað við Þorlákshöfn. „Sem er með þeim stærstu hvölum sem tekist hefur að bjarga á lífi,“ segir Þóra. Þóra segir að viðkomandi sveitarfélag beri ábyrgð á því að bregðast við þegar villt dýr eru í neyð. Reykjavíkurborg hafi þegið aðstoð viðbragðsteymisins Hvalir í neyð og annarra viðbragðaðila til að koma dýrinu til hjálpar. Fjölmargir lögðu leið sína út á Geldinganes í dag og nótt til að berja hvalinn augum.Vísir/Viktor Freyr Vísir/Viktor Freyr
Hvalir Reykjavík Dýr Tengdar fréttir „Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41 Hvalurinn er laus: „Þetta er kraftaverki næst“ Hvalurinn sem strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag hefur losnað. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir villtra dýra hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. 7. ágúst 2024 17:56 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
„Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41
Hvalurinn er laus: „Þetta er kraftaverki næst“ Hvalurinn sem strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag hefur losnað. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir villtra dýra hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. 7. ágúst 2024 17:56