Hætt eftir tveggja mánaða störf fyrir borgarstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2025 14:02 Katrín M. Guðjónsdóttir (t.v.) er hætt eftir tvo mánuði sem aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarstjóra (t.h.). Vísir Aðstoðarmaður borgarstjóra hætti um miðjan maí eftir aðeins um tveggja mánaða störf. Hann segir brotthvarf sitt í góðu samstarfi við borgarstjóra. Rétt væri að pólitískari fulltrúi tæki við starfinu nú þegar aðeins ár er til borgarstjórnarkosninga. Vikið var að því í einni setningu í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um að Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefði verið ráðinn aðstoðarmaður borgarstjóra á þriðjudag að Katrín M. Guðjónsdóttir hefði beðist lausnar frá starfinu. Í samtali við Vísi segir Katrín að hún hafi hætt störfum um miðjan maí. Hún hóf störf sem aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarstjóra, 19. mars og entist því aðeins í tvo mánuði í starfinu. „Ég bara kaus að stíga frá borði og taldi mig vera búna að setja upp ákveðna stefnu og strategíu sem ég gæti skilið eftir mig og svo tæki bara meiri pólitík við í kjölfarið,“ segir Katrín. Vísar hún til þess að starf aðstoðarmanns felist í því að styðja við störf borgarstjóra í einu og öllu. „Það styttist óðum í kosningar og bara full ástæða til þess að hleypa meiri pólitík að fyrr en síðar fannst mér þegar ég var að þarfagreina sviðsmyndina,“ segir Katrín en hún segist sjálf ekki koma innan úr Samfylkingunni, flokki borgarstjóra. Átti ekki að vera snubbótt Athygli vekur að í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg voru Katrínu ekki þökkuð unnin störf eins og tíðkast oft í slíkum tilkynningum. Katrín segir að fréttatilkynningin hafi verið unnin í samráði við sig og hún hafi alls ekki átt að vera snubbótt. „Þetta er bara mín ákvörðun sem er í góðu samstarfi við borgarstjóra,“ segir Katrín sem er ekki búin að ráða sig annað ennþá. Ágúst Ólafur tekur við starfi Katrínar á morgun, föstudaginn 13. júní. Hann hefur starfað innan Samfylkingarinnar í áratugi og sat á þingi fyrir hann frá 2003 til 2009 og aftur frá 2017 til 2021. Reykjavík Vistaskipti Borgarstjórn Samfylkingin Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Vikið var að því í einni setningu í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um að Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefði verið ráðinn aðstoðarmaður borgarstjóra á þriðjudag að Katrín M. Guðjónsdóttir hefði beðist lausnar frá starfinu. Í samtali við Vísi segir Katrín að hún hafi hætt störfum um miðjan maí. Hún hóf störf sem aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarstjóra, 19. mars og entist því aðeins í tvo mánuði í starfinu. „Ég bara kaus að stíga frá borði og taldi mig vera búna að setja upp ákveðna stefnu og strategíu sem ég gæti skilið eftir mig og svo tæki bara meiri pólitík við í kjölfarið,“ segir Katrín. Vísar hún til þess að starf aðstoðarmanns felist í því að styðja við störf borgarstjóra í einu og öllu. „Það styttist óðum í kosningar og bara full ástæða til þess að hleypa meiri pólitík að fyrr en síðar fannst mér þegar ég var að þarfagreina sviðsmyndina,“ segir Katrín en hún segist sjálf ekki koma innan úr Samfylkingunni, flokki borgarstjóra. Átti ekki að vera snubbótt Athygli vekur að í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg voru Katrínu ekki þökkuð unnin störf eins og tíðkast oft í slíkum tilkynningum. Katrín segir að fréttatilkynningin hafi verið unnin í samráði við sig og hún hafi alls ekki átt að vera snubbótt. „Þetta er bara mín ákvörðun sem er í góðu samstarfi við borgarstjóra,“ segir Katrín sem er ekki búin að ráða sig annað ennþá. Ágúst Ólafur tekur við starfi Katrínar á morgun, föstudaginn 13. júní. Hann hefur starfað innan Samfylkingarinnar í áratugi og sat á þingi fyrir hann frá 2003 til 2009 og aftur frá 2017 til 2021.
Reykjavík Vistaskipti Borgarstjórn Samfylkingin Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira