Sprengjum og öxum beitt við heimili til að kúga út fé Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. júní 2025 19:02 Stjórnendum verktakafyrirtækis og fjölskyldum þeirra hefur verið hótað lífláti og öxum, bensín- og reyksprengjum hefur verið beitt við heimili þeirra. Stjórnendurnir segja handrukkara á bak við árásirnar og að þær megi rekja til deilna um uppgjör við landeldisfyrirtækið First Water. Vísir Stjórnendum verktakafyrirtækis og fjölskyldum þeirra hefur verið hótað lífláti og öxum, bensín- og reyksprengjum hefur verið beitt við heimili þeirra. Stjórnendurnir segja handrukkara á bak við árásirnar og að þær megi rekja til deilna um uppgjör við landeldisfyrirtækið First Water. Stjórnendur First Water vísa ásökunum til föðurhúsanna. Starfsmaður þeirra hefur einnig sætt hótunum. Lögregla lítur málið alvarlegum augum. Tveir bílar gjöreyðilögðust eftir íkveikju við heimili stjórnarmanns verktakafyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu í lok maí. Rúður í húsinu sprungu af völdum hitans en slökkvilið réð niðurlögum eldsins áður en hann náði að teygja sig í húsið. Nokkrum dögum síðar var grjóti kastað í glugga í húsinu sem brotnaði. Öxi beitt og líflátshótanir á Suðurlandi Þá voru skemmdir unnar á bíl með öxi við heimili eiganda sama verktakafyrirtækis á Suðurlandi um svipað leyti. Hann fékk í kjölfarið hótun í símaskilaboðum þar sem hann var krafinn um 196 milljón króna greiðslu ella yrði fjölskyldu hans ráðin bani. Nöfn eiginkonu og barna eru nefnd í skilaboðunum og að viðkomandi viti hvar þau séu. Nokkrum dögum síðar var reyksprengju kastað inn á heimilið samkvæmt heimildum fréttastofu. Málin til rannsóknar hjá tveimur lögregluembættum Lögregla lítur skemmdarverkin og hótanirnar afar alvarlegum augum. Málið eru til rannsóknar hjá fleiri en einu lögregluembætti. „Auðvitað er alvarlegt þegar það er ráðist að heimilum fólks. Það er verið að skemma þarna eignir. Fólk verður óöruggt. Þannig að við erum með árásina á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar hjá embættinu hér og við höfum aukið eftirlit við heimilið meðan á þessu stendur,“ segir Heimir Ríkarðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Heimir Ríkarðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu stjórnar rannsókn á árásinni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Hann segir ekki unnt að gefa frekari upplýsingar um málið en það sé til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Heimir segist vita af árásinni á Suðurlandi en það mál sé til rannsóknar hjá lögregluembættinu þar. Heimir segir erfitt að segja til um hvenær rannsókn á málinu ljúki. Aðspurður um hvort árásir af þessu tagi sé að aukast telur hann að svo sé ekki. Svona mál komi alltaf upp annað slagið. Telja að deilur um skuldauppgjör hafi valdið árásunum Eigandi verktakafyrirtækisins og stjórnarmaður þess sem hafa sætt árásunum vilja ekki koma fram undir nafni öryggis síns vegna. Samkvæmt upplýsingum frá þeim telja þeir að árásirnar séu til komnar vegna skuldar fyrirtækisins við undirverktaka sem þeir réðu í verkefni fyrir landeldisfyrirtækið First Water. En First Water stefnir á að byggja fimmtíu þúsund tonna laxeldi í Þorlákshöfn á næstu árum. Stjórnendurnir halda því fram að First Water hafi fyrirvaralaust rift samningi við þá í mars sl. og skuldi þeim ríflega tvö hundruð milljónir króna fyrir unnin verkefni. Fyrirtækið hafi hingað til neitað að gera upp við þá. Þessi skuld hafi svo valdið því að þeir geti ekki gert upp við undirverktaka sína sem hafi svo leitt til þessara árása og hótana. Lögmannstofa verktakafyrirtækisins hefur sent kröfugerð á First Water vegna meintra vanefnda og hefur fréttastofu kröfuna undir höndum. Þar kemur fram að lögmannstofan undirbýr málsókn á hendur First Water vegna málsins nema að samningar náist um meinta kröfu á hendur First Water. First Water hafnar ásökunum Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur starfsmaður First Water einnig sætt hótunum á undanförnum vikum og var skorið á dekk á bíl hans. Það mál er einnig til rannsóknar hjá lögreglu. Stjórnendur First Water hafna öllum ásökunum af hálfu verktakafyrirtækisins og saka það á móti um óheiðarleg vinnubrögð sem hafi verið ástæða uppsagnar á samningi við fyrirtækið í mars. First Water heldur því jafnframt fram að vanefndir séu ekki þeirra heldur þvert á móti umræddra verktaka. Viðskiptaþvinganir Landeldi Lögreglumál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Tveir bílar gjöreyðilögðust eftir íkveikju við heimili stjórnarmanns verktakafyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu í lok maí. Rúður í húsinu sprungu af völdum hitans en slökkvilið réð niðurlögum eldsins áður en hann náði að teygja sig í húsið. Nokkrum dögum síðar var grjóti kastað í glugga í húsinu sem brotnaði. Öxi beitt og líflátshótanir á Suðurlandi Þá voru skemmdir unnar á bíl með öxi við heimili eiganda sama verktakafyrirtækis á Suðurlandi um svipað leyti. Hann fékk í kjölfarið hótun í símaskilaboðum þar sem hann var krafinn um 196 milljón króna greiðslu ella yrði fjölskyldu hans ráðin bani. Nöfn eiginkonu og barna eru nefnd í skilaboðunum og að viðkomandi viti hvar þau séu. Nokkrum dögum síðar var reyksprengju kastað inn á heimilið samkvæmt heimildum fréttastofu. Málin til rannsóknar hjá tveimur lögregluembættum Lögregla lítur skemmdarverkin og hótanirnar afar alvarlegum augum. Málið eru til rannsóknar hjá fleiri en einu lögregluembætti. „Auðvitað er alvarlegt þegar það er ráðist að heimilum fólks. Það er verið að skemma þarna eignir. Fólk verður óöruggt. Þannig að við erum með árásina á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar hjá embættinu hér og við höfum aukið eftirlit við heimilið meðan á þessu stendur,“ segir Heimir Ríkarðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Heimir Ríkarðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu stjórnar rannsókn á árásinni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Hann segir ekki unnt að gefa frekari upplýsingar um málið en það sé til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Heimir segist vita af árásinni á Suðurlandi en það mál sé til rannsóknar hjá lögregluembættinu þar. Heimir segir erfitt að segja til um hvenær rannsókn á málinu ljúki. Aðspurður um hvort árásir af þessu tagi sé að aukast telur hann að svo sé ekki. Svona mál komi alltaf upp annað slagið. Telja að deilur um skuldauppgjör hafi valdið árásunum Eigandi verktakafyrirtækisins og stjórnarmaður þess sem hafa sætt árásunum vilja ekki koma fram undir nafni öryggis síns vegna. Samkvæmt upplýsingum frá þeim telja þeir að árásirnar séu til komnar vegna skuldar fyrirtækisins við undirverktaka sem þeir réðu í verkefni fyrir landeldisfyrirtækið First Water. En First Water stefnir á að byggja fimmtíu þúsund tonna laxeldi í Þorlákshöfn á næstu árum. Stjórnendurnir halda því fram að First Water hafi fyrirvaralaust rift samningi við þá í mars sl. og skuldi þeim ríflega tvö hundruð milljónir króna fyrir unnin verkefni. Fyrirtækið hafi hingað til neitað að gera upp við þá. Þessi skuld hafi svo valdið því að þeir geti ekki gert upp við undirverktaka sína sem hafi svo leitt til þessara árása og hótana. Lögmannstofa verktakafyrirtækisins hefur sent kröfugerð á First Water vegna meintra vanefnda og hefur fréttastofu kröfuna undir höndum. Þar kemur fram að lögmannstofan undirbýr málsókn á hendur First Water vegna málsins nema að samningar náist um meinta kröfu á hendur First Water. First Water hafnar ásökunum Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur starfsmaður First Water einnig sætt hótunum á undanförnum vikum og var skorið á dekk á bíl hans. Það mál er einnig til rannsóknar hjá lögreglu. Stjórnendur First Water hafna öllum ásökunum af hálfu verktakafyrirtækisins og saka það á móti um óheiðarleg vinnubrögð sem hafi verið ástæða uppsagnar á samningi við fyrirtækið í mars. First Water heldur því jafnframt fram að vanefndir séu ekki þeirra heldur þvert á móti umræddra verktaka.
Viðskiptaþvinganir Landeldi Lögreglumál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira