Hundrað ára afmæli bílsins í uppnámi eftir brunann Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2025 22:25 Bíllinn verður hundrað ára gamall 2. júlí 2026. Talsverðar skemmdir urðu á honum í brunanum. Facebook Níutíu og níu ára gamall bíll brann þegar eldur kviknaði í bílskúr á Álftanesi á þriðjudag. Eigandi hugðist halda upp á hundrað ára afmæli bílsins í júlí á næsta ári en er þó ekki alveg tilbúinn að afskrifa hann. Bragi Guðmundsson lýsir því í samtali við fréttastofu hvernig bilskúrshurðarkerfi í húsinu hans bilaði og gaf frá sér neista með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í skúrnum. „Slökkviliðið barðist við eldinn, við horfðum dofin á, þetta var óraunverulegt.“ Flest hafi brunnið sem gat brunnið, þar með talið tilfinningalegir munir. Einn þeirra muna sé 99 ára gamall Austin bíll sem Bragi keypti árið 2005. Nostraði við bílinn kvöldið áður „Ég sá hann auglýstan úti í Ameríku og flutti hann heim. Ég tók hann í sundur, niður í ekki neitt og skrúfaði hann upp. Ég á í honum hverja skrúfu ásamt vinum mínum og vandamönnum,“ segir Bragi í samtali við fréttastofu. Tuttugu árum síðar hafi bíllinn enn verið í notkun. Iðulega hafi hann dregið hann fram og montað sig af honum í góðu veðri. „Farið með frúna, fengið ís og notið þess að eiga hann,“ segir Bragi. Bragi tók bílinn í sundur og gerði hann upp frá grunni eftir að hann keypti hann. Facebook „Ég ók dóttur mína í kirkjuna á honum þegar hún gifti sig. Og tengdasonur minn ók hana frá kirkjunni, dómkirkjunni. Á fallegasta degi sumarsins í júlí 2008.“ Fjölskylda hans eigi því rík tilfinningaleg tengsl við bílinn. Hann hafði nostrað við að bóna og undirbúa bílinn fyrir rúnta sumarsins kvöldið fyrir brunann. Til stóð að taka rúnt á 17. júní og mögulega eitthvað síðar í sumar. „En nú verður ekkert úr því,“ segir Bragi, sem þó er ekki tilbúinn að gefa hann upp á bátinn ennþá. „Ég ætla ekki að afskrifa hann alveg strax, þó það verði kannski í annarri mynd. Ég ætla að gefa honum annan séns. Hann er hluti af fjölskyldunni.“ Bragi segir allt sem gat brunnið hafa brunnið.Facebook Sem fyrr segir bíllinn 99 ára gamall. Eftir rúmt ár, 2. júlí 2026, verður bíllinn hundrað ára gamall. Bragi segir afmælisveislu þegar hafa verið í farvatninu, dagsetningin sé honum sérlega persónuleg þar sem um afmælisdag móður hans ræðir. „Þetta er að sjálfsögðu mikið tilfinningamál. Það reiknar auðvitað enginn með því að það kvikni í hjá sér. En þetta er engum að kenna og ekkert sem við gátum gert.“ Bílar Slökkvilið Garðabær Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Bragi Guðmundsson lýsir því í samtali við fréttastofu hvernig bilskúrshurðarkerfi í húsinu hans bilaði og gaf frá sér neista með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í skúrnum. „Slökkviliðið barðist við eldinn, við horfðum dofin á, þetta var óraunverulegt.“ Flest hafi brunnið sem gat brunnið, þar með talið tilfinningalegir munir. Einn þeirra muna sé 99 ára gamall Austin bíll sem Bragi keypti árið 2005. Nostraði við bílinn kvöldið áður „Ég sá hann auglýstan úti í Ameríku og flutti hann heim. Ég tók hann í sundur, niður í ekki neitt og skrúfaði hann upp. Ég á í honum hverja skrúfu ásamt vinum mínum og vandamönnum,“ segir Bragi í samtali við fréttastofu. Tuttugu árum síðar hafi bíllinn enn verið í notkun. Iðulega hafi hann dregið hann fram og montað sig af honum í góðu veðri. „Farið með frúna, fengið ís og notið þess að eiga hann,“ segir Bragi. Bragi tók bílinn í sundur og gerði hann upp frá grunni eftir að hann keypti hann. Facebook „Ég ók dóttur mína í kirkjuna á honum þegar hún gifti sig. Og tengdasonur minn ók hana frá kirkjunni, dómkirkjunni. Á fallegasta degi sumarsins í júlí 2008.“ Fjölskylda hans eigi því rík tilfinningaleg tengsl við bílinn. Hann hafði nostrað við að bóna og undirbúa bílinn fyrir rúnta sumarsins kvöldið fyrir brunann. Til stóð að taka rúnt á 17. júní og mögulega eitthvað síðar í sumar. „En nú verður ekkert úr því,“ segir Bragi, sem þó er ekki tilbúinn að gefa hann upp á bátinn ennþá. „Ég ætla ekki að afskrifa hann alveg strax, þó það verði kannski í annarri mynd. Ég ætla að gefa honum annan séns. Hann er hluti af fjölskyldunni.“ Bragi segir allt sem gat brunnið hafa brunnið.Facebook Sem fyrr segir bíllinn 99 ára gamall. Eftir rúmt ár, 2. júlí 2026, verður bíllinn hundrað ára gamall. Bragi segir afmælisveislu þegar hafa verið í farvatninu, dagsetningin sé honum sérlega persónuleg þar sem um afmælisdag móður hans ræðir. „Þetta er að sjálfsögðu mikið tilfinningamál. Það reiknar auðvitað enginn með því að það kvikni í hjá sér. En þetta er engum að kenna og ekkert sem við gátum gert.“
Bílar Slökkvilið Garðabær Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira