Litla systir Duplantis með besta árangur ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2025 15:17 Armand „Mondo“ Duplantis er 25 ára en systir hans Johanna er þremur árum yngri @johannaduplantis/Getty/Maja Hitij Armand „Mondo“ Duplantis fór í 106. skiptið yfir sex metrana á Demantamóti á Bislett leikvanginum í Osló í gærkvöldi og tryggði sér sigur. Hann var þó ekki sá eini úr fjölskyldunni sem fagnaði góðum árangri í gær. Duplantis fór að lokum yfir 6,15 metra sem er mótsmet en heimsmet hans er 6,27 metrar. Enginn annar í keppninni í gær var nálægt því að fara yfir sex metrana. Systir hans Johanna Duplantis er þremur árum yngri og hún er líka á fullu í stangarstökki. Hún setti nýtt persónulegt met í gær með því að fara yfir 4,39 metra á meistaramóti bandarísku háskólanna. Þetta er áttundi besti árangurinn í sögu sænskra stangarstökkskvenna og sá besti hjá sænskri konu á þessu ári. Armand var spurður út í litlu systur eftir sigur sinn í gær. „Það er erfitt að lýsa því hvað hún hefur bætt sig ótrúlega mikið á þessu tímabili. Ég er svo ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Armand Duplantis. Duplantis sjálfur hefur sett ellefu heimsmet á ferlinum og hefur unnið tvö síðustu Ólympíugull í greininni auk þess að vera fimm sinnum heimsmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari. Meiri yfirburðamann er nánast vonlaust að finna. Hin 22 ára gamla Johanna Duplantis er á hraðri uppleið í bókstaflegri merkingu og það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort hún geti bætt sig enn frekar. View this post on Instagram A post shared by Sportbibeln (@sportbibeln.se) Frjálsar íþróttir Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
Duplantis fór að lokum yfir 6,15 metra sem er mótsmet en heimsmet hans er 6,27 metrar. Enginn annar í keppninni í gær var nálægt því að fara yfir sex metrana. Systir hans Johanna Duplantis er þremur árum yngri og hún er líka á fullu í stangarstökki. Hún setti nýtt persónulegt met í gær með því að fara yfir 4,39 metra á meistaramóti bandarísku háskólanna. Þetta er áttundi besti árangurinn í sögu sænskra stangarstökkskvenna og sá besti hjá sænskri konu á þessu ári. Armand var spurður út í litlu systur eftir sigur sinn í gær. „Það er erfitt að lýsa því hvað hún hefur bætt sig ótrúlega mikið á þessu tímabili. Ég er svo ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Armand Duplantis. Duplantis sjálfur hefur sett ellefu heimsmet á ferlinum og hefur unnið tvö síðustu Ólympíugull í greininni auk þess að vera fimm sinnum heimsmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari. Meiri yfirburðamann er nánast vonlaust að finna. Hin 22 ára gamla Johanna Duplantis er á hraðri uppleið í bókstaflegri merkingu og það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort hún geti bætt sig enn frekar. View this post on Instagram A post shared by Sportbibeln (@sportbibeln.se)
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira