Ræddi metið við son Tryggva: „Myndi skipta mig miklu máli að ná þessu meti“ Aron Guðmundsson skrifar 15. júní 2025 10:02 Patrick Pedersen nálgast markamet Tryggva Guðmundssonar upp á 131 mark í efstu deild. Vísir/Samsett mynd Það er ekki bara á æfingum þar sem að Valsarinn Patrick Pedersen hefur skorað mörkin. Í efstu deild eru mörk hans orðin alls 127 talsins. Pedersen hefur verið í fanta formi það sem af er tímabili í Bestu deildinni og nálgast markamet efstu deildar óðfluga. Pedersen á aðeins fjögur mörk í markamet Tryggva Guðmundssonar (131 mark í efstu deild) sem Patrick viðurkennir að vita ekki mikið um. „Ekki mikið en ég spilaði með syni hans, Guðmundi Andra, og við höfum aðeins rætt þetta. Hann var ekki ánægður með að ég ætlaði mér að spila lengur á Íslandi,“ sagði Patrick sem skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Val fyrir tímabilið. „Það myndi skipta mig miklu máli að ná þessu meti. Þetta er stórt met að eiga. Vonandi næ ég því áður en tímabilinu lýkur. Ég setti það sem mitt persónulega markmið fyrir tímabilið að ná þessu meti, vonandi rætist það. Aðal einbeiting mín fer hins vegar á að hjálpa liðinu að vinna eins marga leiki og mögulegt er og vonandi keppa um Íslandsmeistaratitilinn.“ „Allt í lagi að setja pressu á þennan mann“ Og þessi sýn rímar við það sem Haukur Páll, fyrrverandi liðsfélagi Patricks og núverandi aðstoðarþjálfari Vals segir okkur um Danann knáa, hann sé fyrst og fremst liðsmaður. „Hann myndi alla daga velja það að skora núll mörk og vinna eitthvað. Hann hefur hins vegar bara það mikil gæði að hann skorar líka. Ef að hann er ekki í besta færinu þá finnur hann liðsfélaga sem mögulega skorar. Hann er ekki þessi eigingjarni framherji, þvílíkur liðsmaður.“ Sérðu fyrir þér að hann slái markametið? „Já ég býst við því,“ svarar Haukur Páll. „Jú það er allt í lagi að setja pressu á þennan mann. Hann hefur verið með pressu áður á sér en skilar alltaf sínu. Jú eigum við ekki að segja að hann slái þetta markamet. Ef það kemur ekki í ár þá kemur það á næsta ári. En við vonum svo innileg að það komi í ár.“ Fjallað var um markametið í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan. Fljótlega eftir að það fór í loftið skoraði Patrick tvennu gegn Stjörnunni, sem hækkaði markafjölda hans upp í 127 mörk. Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Pedersen á aðeins fjögur mörk í markamet Tryggva Guðmundssonar (131 mark í efstu deild) sem Patrick viðurkennir að vita ekki mikið um. „Ekki mikið en ég spilaði með syni hans, Guðmundi Andra, og við höfum aðeins rætt þetta. Hann var ekki ánægður með að ég ætlaði mér að spila lengur á Íslandi,“ sagði Patrick sem skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Val fyrir tímabilið. „Það myndi skipta mig miklu máli að ná þessu meti. Þetta er stórt met að eiga. Vonandi næ ég því áður en tímabilinu lýkur. Ég setti það sem mitt persónulega markmið fyrir tímabilið að ná þessu meti, vonandi rætist það. Aðal einbeiting mín fer hins vegar á að hjálpa liðinu að vinna eins marga leiki og mögulegt er og vonandi keppa um Íslandsmeistaratitilinn.“ „Allt í lagi að setja pressu á þennan mann“ Og þessi sýn rímar við það sem Haukur Páll, fyrrverandi liðsfélagi Patricks og núverandi aðstoðarþjálfari Vals segir okkur um Danann knáa, hann sé fyrst og fremst liðsmaður. „Hann myndi alla daga velja það að skora núll mörk og vinna eitthvað. Hann hefur hins vegar bara það mikil gæði að hann skorar líka. Ef að hann er ekki í besta færinu þá finnur hann liðsfélaga sem mögulega skorar. Hann er ekki þessi eigingjarni framherji, þvílíkur liðsmaður.“ Sérðu fyrir þér að hann slái markametið? „Já ég býst við því,“ svarar Haukur Páll. „Jú það er allt í lagi að setja pressu á þennan mann. Hann hefur verið með pressu áður á sér en skilar alltaf sínu. Jú eigum við ekki að segja að hann slái þetta markamet. Ef það kemur ekki í ár þá kemur það á næsta ári. En við vonum svo innileg að það komi í ár.“ Fjallað var um markametið í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan. Fljótlega eftir að það fór í loftið skoraði Patrick tvennu gegn Stjörnunni, sem hækkaði markafjölda hans upp í 127 mörk.
Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira