Segja skellt á Skattinn og að „ofbeldi“ viðgangist í nefndinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2025 12:40 Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki allir sammála um hvort þar inni séu viðhöfð vönduð vinnubrögð eða ekki. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa því sem þeir kalla ofbeldi í atvinnuveganefnd við afgreiðslu frumvarps um hækkun veiðigjalda. Nefndarmönnum hafi í gærkvöldi borist álit frá Skattinum þar sem bent er á reikningsskekkjur í frumvarpinu. Þrátt fyrir það verði fulltrúum Skattsins ekki boðið á fund nefndarinnar og málið verði afgreitt úr nefnd á aukafundi í morgun. Formaður nefndarinnar segir nóg komið af „væli og skæli“ minnihlutans. Hart var tekist á um veiðigjaldafrumvarpið á fundi Alþingis, líkt og svo margoft áður, þegar fundurinn hófst á umræðum um fundarstjórn forseta. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, reið á vaðið og greindi frá því að að nefndarmenn í atvinnuveganefnd hefðu fengið boð um að aukafundur yrði hjá nefndinni á morgun, þar sem til stæði að nefndarálit vegna veiðigjalda yrði afgreitt úr nefndinni. Í gærkvöldi hafi hins vegar borist upplýsingar frá Skattinum, sem hafi leitt í ljós skekkjur í útreikningum atvinnuvegaráðuneytisins sem liggi til grundvallar frumvarpinu. Bergþór Ólason segist vilja fá fulltrúa Skattsin fyrir atvinnuveganefnd til þess að skýra misræmi í reikningum atvinnuvegaráðuneytisins sem liggi til grundvallar frumvarpi um breytingar á veiðigjaldi. Það fái hann hins vegar ekki, og til standi að útskrifa nefndarálit um frumvarpið á aukafundi nefndarinnar á morgun.Vísir/Vilhelm „Það var óskað eftir því snemma í morgun að fá Skattinn fyrir nefndina, til að fara yfir þetta atriði og þetta misræmi. Því hefur verið hafnað,“ sagði Bergþór í pontu Alþingis við upphaf þingfundar klukkan 11. Hann biðlaði til Þórunnar Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, að stuðla að því að gestakomur fyrir nefndina vegna veiðigjalda fengju að klárast, þar sem allt útlit væri fyrir að nægur tími væri til þingloka. Samkvæmt dagskrá þingsins ætti síðasti þingfundur að vera í dag. Segir minnihlutann skæla og væla í þingforsetanum Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki á einnig sæti í atvinnuveganefnd, og kvaddi sér hljóðs. „Maður upplifir vinnubrögðin í háttvirtri atvinnuveganefnd þannig að það sé ekki hægt að líkja því við neitt annað en algjört ofbeldi,“ sagði Jón. Fjöldi umsagnaraðila hafi ekki fengið að koma fyrir nefndina, til að mynda Byggðastofnun og fjármálafyrirtæki sem reiknað hafi áhrif veiðigjaldanna. Jón Gunnarsson sté í pontu Alþingis og líkti vinnubrögðum atvinnuveganefndar við ofbeldi.Vísir/Vilhelm Þessi orð Jóns runnu ekki sérlega ljúflega niður hjá þingmönnum meirihlutans. Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar kom upp í pontu til að bera af sér sakir, og sagði að tekið yrði tillit til athugasemda Skattsins. „Að vera að kvarta hér og kveina yfir litlum gestakomum og að einhverjir fái ekki að koma hér með athugasemdir við þetta frumvarp, það er fáránlegt. Það hafa komið yfir 50 gestir á fundi nefndarinnar, og þetta skæl og væl hér í hæstvirtum forseta, það er bara ekki við hæfi. Það að fullorðnir menn skuli koma hér upp, þegar verið er að vanda til vinnubragða í þessu máli, það finnst mér ekki vera þeim til sóma,“ sagði Sigurjón. Sigurjón Þórðarson er þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar alþingis.Vísir/Anton brink Stuttu síðar kom Jón Gunnarsson öðru sinni upp í pontu og sagðist draga í efa orð Sigurjóns um að yfir 50 gestir hafi komið fyrir nefndina til að ræða veiðigjaldafrumvarpið. Kallað hafi verið eftir lista yfir alla gesti sem fengið hafi að koma með umsögn um málið á þriðjudag, en sá listi ekki enn fengist afhentur. Síðar í umræðunum sagði hann einnig að orðanotkunin um ofbeldi hefði mögulega ekki verið rétt, og ástandinu innan nefndarinnar yrði best lýst sem lítilsvirðingu gagnvart þeim gestum sem komið hafi með athugasemdir við frumvarpið, sem ekki hafi verið hlustað á. Ólýðræðislegt segir Sigmar Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, var sömuleiðis ósáttur með umkvartanir minnihlutans, og gaf lítið fyrir þær. „Það er búið að taka inn fjölmarga gesti. Það er búið að taka tillit til fjölmargra sjónarmiða. Það er ekkert lýðræðislegt við það að minnihlutinn stöðvi mál meirihlutans,“ sagði Sigmar. Sigmari var ekki skemmt þegar stjórnarandstaðan kvartaði yfir vinnubrögðum meirihluta atvinnuveganefndar við vinnslu veiðigjaldafrumvarpsins.Vísir/Vilhelm Ítrekað hefur verið fjallað um að fyrsta umræða þingsins um veiðigjaldafrumvarpið sé sú lengsta sinnar tegundar síðan skrifstofa Alþingis hóf að halda utan um slíka tölfræði. Meirihlutinn hefur ítrekað sagt stjórnarandstöðuna hafa viðhaft málþóf í fyrstu umræðu, en á móti hefur minnihlutinn sagt að ræðutími í fyrstu umræðu sé takmarkaður, og því ómögulegt að viðhafa eiginlegt málþóf þar sem mál eru rædd út í hið óendanlega. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Hart var tekist á um veiðigjaldafrumvarpið á fundi Alþingis, líkt og svo margoft áður, þegar fundurinn hófst á umræðum um fundarstjórn forseta. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, reið á vaðið og greindi frá því að að nefndarmenn í atvinnuveganefnd hefðu fengið boð um að aukafundur yrði hjá nefndinni á morgun, þar sem til stæði að nefndarálit vegna veiðigjalda yrði afgreitt úr nefndinni. Í gærkvöldi hafi hins vegar borist upplýsingar frá Skattinum, sem hafi leitt í ljós skekkjur í útreikningum atvinnuvegaráðuneytisins sem liggi til grundvallar frumvarpinu. Bergþór Ólason segist vilja fá fulltrúa Skattsin fyrir atvinnuveganefnd til þess að skýra misræmi í reikningum atvinnuvegaráðuneytisins sem liggi til grundvallar frumvarpi um breytingar á veiðigjaldi. Það fái hann hins vegar ekki, og til standi að útskrifa nefndarálit um frumvarpið á aukafundi nefndarinnar á morgun.Vísir/Vilhelm „Það var óskað eftir því snemma í morgun að fá Skattinn fyrir nefndina, til að fara yfir þetta atriði og þetta misræmi. Því hefur verið hafnað,“ sagði Bergþór í pontu Alþingis við upphaf þingfundar klukkan 11. Hann biðlaði til Þórunnar Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, að stuðla að því að gestakomur fyrir nefndina vegna veiðigjalda fengju að klárast, þar sem allt útlit væri fyrir að nægur tími væri til þingloka. Samkvæmt dagskrá þingsins ætti síðasti þingfundur að vera í dag. Segir minnihlutann skæla og væla í þingforsetanum Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki á einnig sæti í atvinnuveganefnd, og kvaddi sér hljóðs. „Maður upplifir vinnubrögðin í háttvirtri atvinnuveganefnd þannig að það sé ekki hægt að líkja því við neitt annað en algjört ofbeldi,“ sagði Jón. Fjöldi umsagnaraðila hafi ekki fengið að koma fyrir nefndina, til að mynda Byggðastofnun og fjármálafyrirtæki sem reiknað hafi áhrif veiðigjaldanna. Jón Gunnarsson sté í pontu Alþingis og líkti vinnubrögðum atvinnuveganefndar við ofbeldi.Vísir/Vilhelm Þessi orð Jóns runnu ekki sérlega ljúflega niður hjá þingmönnum meirihlutans. Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar kom upp í pontu til að bera af sér sakir, og sagði að tekið yrði tillit til athugasemda Skattsins. „Að vera að kvarta hér og kveina yfir litlum gestakomum og að einhverjir fái ekki að koma hér með athugasemdir við þetta frumvarp, það er fáránlegt. Það hafa komið yfir 50 gestir á fundi nefndarinnar, og þetta skæl og væl hér í hæstvirtum forseta, það er bara ekki við hæfi. Það að fullorðnir menn skuli koma hér upp, þegar verið er að vanda til vinnubragða í þessu máli, það finnst mér ekki vera þeim til sóma,“ sagði Sigurjón. Sigurjón Þórðarson er þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar alþingis.Vísir/Anton brink Stuttu síðar kom Jón Gunnarsson öðru sinni upp í pontu og sagðist draga í efa orð Sigurjóns um að yfir 50 gestir hafi komið fyrir nefndina til að ræða veiðigjaldafrumvarpið. Kallað hafi verið eftir lista yfir alla gesti sem fengið hafi að koma með umsögn um málið á þriðjudag, en sá listi ekki enn fengist afhentur. Síðar í umræðunum sagði hann einnig að orðanotkunin um ofbeldi hefði mögulega ekki verið rétt, og ástandinu innan nefndarinnar yrði best lýst sem lítilsvirðingu gagnvart þeim gestum sem komið hafi með athugasemdir við frumvarpið, sem ekki hafi verið hlustað á. Ólýðræðislegt segir Sigmar Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, var sömuleiðis ósáttur með umkvartanir minnihlutans, og gaf lítið fyrir þær. „Það er búið að taka inn fjölmarga gesti. Það er búið að taka tillit til fjölmargra sjónarmiða. Það er ekkert lýðræðislegt við það að minnihlutinn stöðvi mál meirihlutans,“ sagði Sigmar. Sigmari var ekki skemmt þegar stjórnarandstaðan kvartaði yfir vinnubrögðum meirihluta atvinnuveganefndar við vinnslu veiðigjaldafrumvarpsins.Vísir/Vilhelm Ítrekað hefur verið fjallað um að fyrsta umræða þingsins um veiðigjaldafrumvarpið sé sú lengsta sinnar tegundar síðan skrifstofa Alþingis hóf að halda utan um slíka tölfræði. Meirihlutinn hefur ítrekað sagt stjórnarandstöðuna hafa viðhaft málþóf í fyrstu umræðu, en á móti hefur minnihlutinn sagt að ræðutími í fyrstu umræðu sé takmarkaður, og því ómögulegt að viðhafa eiginlegt málþóf þar sem mál eru rædd út í hið óendanlega.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira