Hrósaði meirihlutanum og sendi þeim gamla pillu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. júní 2025 11:33 Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingkona Miðflokksins þótti fulltrúar gömlu ríkisstjórnarinnar heldur fámennir í nótt. Vísir/Vilhelm Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingkona Miðflokksins hrósaði þingmönnum meirihlutans í gær fyrir þolinmæði sína í umræðum um innleiðingu bókunar 35 sem stóð fram yfir klukkan tvö um nótt. Hún sendi í leiðinni fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar væna pillu. Eins og fram hefur komið ræddu þingmenn stjórnarandstöðunnar bókun 35 í nærri hálfan sólarhring á þingi í gær. Umræðan hófst um hálfþrjúleytið og stóð til þangað til að klukkan var sjö mínútur gengin í þrjú eftir miðnætti. Sjá einnig: Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu bókun 35 í nærri hálfan sólarhring Þingmenn Miðflokksins voru áberandi í umræðunni alveg frá byrjun og ræddu málið langt fram á nótt. Það voru þau Bergþór Ólason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Karl Gauti Hjaltason, Snorri Másson, Þorgrímur Sigmundsson, Ingibjörg Davíðsdóttir, Sigríður Á. Andersen og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins tóku einnig virkan þátt í umræðunum en svo virðist sem að Nanna Margrét hafi orðið vör við að það fækkaði í hópi Sjálfstæðismanna eftir því sem kvöldið leið. „Eins og þegar maður er að horfa á Ástareyjuna“ Hún byrjaði ræðu sína á því að biðja forseta afsökunar á því að hafa verið ósanngjörn í garð meirihlutans. Fulltrúar hans hafi verið viðstaddir umræðuna og tekið þátt í henni og hún sagði það mikið betra að ræða bókun 35 vel og lengi í stað þess að keyra í gegn önnur mál sem hún segir enga samstöðu ríkja um. „Af því að það fær svona góða umfjöllun trúi ég því að þrátt fyrir að, eins og háttvirtur þingmaður María Rut Kristinsdóttir sagði áðan, maður telji að maður viti hvernig endirinn fer, eins og þegar maður er að horfa á Ástareyjuna, þá stundum kemur endirinn á óvart,“ sagði Nanna Margrét. Sjálfstæðismenn farnir í felur Hún sagði að leyfa ætti nýjum þingmönnum að kynna sér málið betur og fresta þinglegri umfjöllun um það fram á haust eða fram að atkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu. „Svo mál líka hrósa meirihlutanum fyrir að vera hér. Því að flokkarnir sem voru í gömlu ríkisstjórninni eru bara farnir, held ég. Þeir eru bara farnir í felur. Þeir virðast einhvern veginn búnir með þessa umræðu en núverandi ríkisstjórn er greinilega ekki að fara í felur hér í kvöld. Það eru allavega fulltrúar frá henni í salnum,“ sagði Nanna. Bókun 35 Alþingi Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Eins og fram hefur komið ræddu þingmenn stjórnarandstöðunnar bókun 35 í nærri hálfan sólarhring á þingi í gær. Umræðan hófst um hálfþrjúleytið og stóð til þangað til að klukkan var sjö mínútur gengin í þrjú eftir miðnætti. Sjá einnig: Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu bókun 35 í nærri hálfan sólarhring Þingmenn Miðflokksins voru áberandi í umræðunni alveg frá byrjun og ræddu málið langt fram á nótt. Það voru þau Bergþór Ólason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Karl Gauti Hjaltason, Snorri Másson, Þorgrímur Sigmundsson, Ingibjörg Davíðsdóttir, Sigríður Á. Andersen og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins tóku einnig virkan þátt í umræðunum en svo virðist sem að Nanna Margrét hafi orðið vör við að það fækkaði í hópi Sjálfstæðismanna eftir því sem kvöldið leið. „Eins og þegar maður er að horfa á Ástareyjuna“ Hún byrjaði ræðu sína á því að biðja forseta afsökunar á því að hafa verið ósanngjörn í garð meirihlutans. Fulltrúar hans hafi verið viðstaddir umræðuna og tekið þátt í henni og hún sagði það mikið betra að ræða bókun 35 vel og lengi í stað þess að keyra í gegn önnur mál sem hún segir enga samstöðu ríkja um. „Af því að það fær svona góða umfjöllun trúi ég því að þrátt fyrir að, eins og háttvirtur þingmaður María Rut Kristinsdóttir sagði áðan, maður telji að maður viti hvernig endirinn fer, eins og þegar maður er að horfa á Ástareyjuna, þá stundum kemur endirinn á óvart,“ sagði Nanna Margrét. Sjálfstæðismenn farnir í felur Hún sagði að leyfa ætti nýjum þingmönnum að kynna sér málið betur og fresta þinglegri umfjöllun um það fram á haust eða fram að atkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu. „Svo mál líka hrósa meirihlutanum fyrir að vera hér. Því að flokkarnir sem voru í gömlu ríkisstjórninni eru bara farnir, held ég. Þeir eru bara farnir í felur. Þeir virðast einhvern veginn búnir með þessa umræðu en núverandi ríkisstjórn er greinilega ekki að fara í felur hér í kvöld. Það eru allavega fulltrúar frá henni í salnum,“ sagði Nanna.
Bókun 35 Alþingi Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira