Burðardýr með þrettán kíló í farangrinum hlaut þungan dóm Árni Sæberg skrifar 13. júní 2025 14:15 Maðurinn flutti efnin í ferðatösku. Myndin er úr safni og maðurinn á henni er alveg örugglega ekki með þrettán kíló af kókaíni í töskunni. Vísir/Vilhelm Ungur karlmaður sem er erlendur ríkisborgari hefur verið dæmdur til sex og hálfs árs fangelsisvistar fyrir innflutning á rúmum þrettán kílóum af kókaíni. Ekkert bendir þó til þess að hann hafi komið að skipulagningu innflutningsins. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn, Maxence Yannick Bertrand, hafi verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í apríl þessa árs staðið að innflutningi á samtals 13,03 kílóum af kókaíni með styrkleika 83 til 87 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi. Vel ríflega 200 milljóna virði Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ, síðan í janúar árið 2023, kostar gramm af kókaíni 16,5 þúsund krónur á göturnar komið. Það gerir götuvirði efnanna um 215 milljónir króna. Þá sagði í nýlegum dómi í öðru fíkniefnamáli að neyslustyrkur kókaíns á Íslandi væri um 76 prósent. Því má ætla að götuvirðið sé nokkru hærra. Þá segir í dóminum að maðurinn hafi flutt kókaínið falin í tösku sem hann hafði meðferðis í flugi FI555 frá ótilgreindum stað til Keflavíkur. Flug FI555 er á vegum Icelandair og flogið er á milli Brussel í Belgíu og Íslands. Hluti keðju Bertrand hafi játað sök samkvæmt ákæru og samþykkt upptökukröfu ákæruvaldsins. Með hliðsjón af játningunni, sem ekki þyki ástæða til að draga í efa, og gögnum málsins teljist hann sannur að sök og háttsemi hans sé réttilega heimfærð til refsiákvæða. Honum hefði ekki áður verið gerð refsins svo vitað sé. Horft hafi verið til þess og skýlausar játningar hans en einnig til aldurs hans. Hann hafi lýst iðrun sinni fyrir dómi. „Ákærði flutti sterk fíkniefni til landsins ætluð til söludreifingar. Horfa verður til magns og styrkleika efnanna. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ákærði hafi fjármagnað eða skipulagt innflutninginn og verður miðað við að hans hlutverk hafi verið það eitt að flytja efnin hingað til lands. Engu að síður var hann hlekkur í þeirri keðju sem ætluð var til að koma efnunum til söludreifingar á Íslandi. Þegar á allt er horft ákveðst refsing ákærða fangelsi í sex og hálft ár með frádrætti eins og í dómsorði greinir,“ segir í dóminum. Þá var honum gert að greiða málsvarnarþóknunar verjanda síns, 1,7 milljónir króna, 128 þúsund króna ferðakostnaðar hans og 1,3 milljónir króna í annan sakarkostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Smygl Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn, Maxence Yannick Bertrand, hafi verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í apríl þessa árs staðið að innflutningi á samtals 13,03 kílóum af kókaíni með styrkleika 83 til 87 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi. Vel ríflega 200 milljóna virði Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ, síðan í janúar árið 2023, kostar gramm af kókaíni 16,5 þúsund krónur á göturnar komið. Það gerir götuvirði efnanna um 215 milljónir króna. Þá sagði í nýlegum dómi í öðru fíkniefnamáli að neyslustyrkur kókaíns á Íslandi væri um 76 prósent. Því má ætla að götuvirðið sé nokkru hærra. Þá segir í dóminum að maðurinn hafi flutt kókaínið falin í tösku sem hann hafði meðferðis í flugi FI555 frá ótilgreindum stað til Keflavíkur. Flug FI555 er á vegum Icelandair og flogið er á milli Brussel í Belgíu og Íslands. Hluti keðju Bertrand hafi játað sök samkvæmt ákæru og samþykkt upptökukröfu ákæruvaldsins. Með hliðsjón af játningunni, sem ekki þyki ástæða til að draga í efa, og gögnum málsins teljist hann sannur að sök og háttsemi hans sé réttilega heimfærð til refsiákvæða. Honum hefði ekki áður verið gerð refsins svo vitað sé. Horft hafi verið til þess og skýlausar játningar hans en einnig til aldurs hans. Hann hafi lýst iðrun sinni fyrir dómi. „Ákærði flutti sterk fíkniefni til landsins ætluð til söludreifingar. Horfa verður til magns og styrkleika efnanna. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ákærði hafi fjármagnað eða skipulagt innflutninginn og verður miðað við að hans hlutverk hafi verið það eitt að flytja efnin hingað til lands. Engu að síður var hann hlekkur í þeirri keðju sem ætluð var til að koma efnunum til söludreifingar á Íslandi. Þegar á allt er horft ákveðst refsing ákærða fangelsi í sex og hálft ár með frádrætti eins og í dómsorði greinir,“ segir í dóminum. Þá var honum gert að greiða málsvarnarþóknunar verjanda síns, 1,7 milljónir króna, 128 þúsund króna ferðakostnaðar hans og 1,3 milljónir króna í annan sakarkostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Smygl Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira