Börnin vilja sjá þá sænsku blóðga Eriku Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2025 14:31 Norah Guzlander er klár í að mæta Eriku Nótt í kvöld. Vísir/Bjarni Hin sænska Norah Guzlander, sem Erika Nótt ætlar að lumbra á í Kaplakrika í kvöld, veigrar sér að sjálfsögðu ekki við því að berjast við svo ungan andstæðing. Börnin hennar verða á svæðinu og gera skýra kröfu um að mamma „kýli meira og fastar“. Icebox hnefaleikaveislan verður haldin í áttunda sinn í Kaplakrika í kvöld og hefst bein útsending á Sýn Sport klukkan 20:20. Einn af hápunktum kvöldsins er uppgjör hinn 18 ára gömlu Eriku við hina sænsku Noruh sem hæglega gæti verið mamma hennar. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Noruh í Sportpakkanum á Sýn eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Eins og fyrr segir er Norah ekkert annað en spennt fyrir að mæta Eriku þó að aldursmunurinn á þeim sé mjög mikill: „Það er málið með hnefaleika, þeir eru svo töfrandi því allt getur gerst. Ég vanmet aldrei andstæðinga mína, sama hver aldur þeirra er eða hvaðan þeir koma,“ sagði sú sænska. Norah kom til Íslands með allri fjölskyldunni. Eiginmaður hennar hefur verið þjálfari hennar allan ferilinn og saman kenna þau börnum sínum tveimur að boxa. Krakkarnir verða á meðal áhorfenda í Kaplakrika í kvöld: „Já, þau verða það. Þau hafa séð marga bardaga og eru vön. Þau ólust upp í æfingasalnum. Ég tók þau með þegar þau voru ungabörn svo að þetta verður ekki vandamál,“ sagði Norah og kvað það ekki erfitt fyrir börnin að sjá mömmu sína taka við höggum og jafnvel blóðgast: „Nei, alls ekki. Þau öskra nú bara að ég eigi að kýla meira og fastar, og láta andstæðingnum blæða,“ sagði Norah lauflétt en viðtalið við hana má sjá hér að ofan. Bein útsending frá Icebox hefst klukkan 20:20 á Sýn Sport í kvöld. Hægt er að kaupa stakan viðburð í myndlyklum Sýnar og Símans. Einnig má kaupa viðburðinn hjá Livey. Upphitunarbardagarnir verða í beinni á Vísi klukkan 19.15. Box Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Icebox hnefaleikaveislan verður haldin í áttunda sinn í Kaplakrika í kvöld og hefst bein útsending á Sýn Sport klukkan 20:20. Einn af hápunktum kvöldsins er uppgjör hinn 18 ára gömlu Eriku við hina sænsku Noruh sem hæglega gæti verið mamma hennar. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Noruh í Sportpakkanum á Sýn eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Eins og fyrr segir er Norah ekkert annað en spennt fyrir að mæta Eriku þó að aldursmunurinn á þeim sé mjög mikill: „Það er málið með hnefaleika, þeir eru svo töfrandi því allt getur gerst. Ég vanmet aldrei andstæðinga mína, sama hver aldur þeirra er eða hvaðan þeir koma,“ sagði sú sænska. Norah kom til Íslands með allri fjölskyldunni. Eiginmaður hennar hefur verið þjálfari hennar allan ferilinn og saman kenna þau börnum sínum tveimur að boxa. Krakkarnir verða á meðal áhorfenda í Kaplakrika í kvöld: „Já, þau verða það. Þau hafa séð marga bardaga og eru vön. Þau ólust upp í æfingasalnum. Ég tók þau með þegar þau voru ungabörn svo að þetta verður ekki vandamál,“ sagði Norah og kvað það ekki erfitt fyrir börnin að sjá mömmu sína taka við höggum og jafnvel blóðgast: „Nei, alls ekki. Þau öskra nú bara að ég eigi að kýla meira og fastar, og láta andstæðingnum blæða,“ sagði Norah lauflétt en viðtalið við hana má sjá hér að ofan. Bein útsending frá Icebox hefst klukkan 20:20 á Sýn Sport í kvöld. Hægt er að kaupa stakan viðburð í myndlyklum Sýnar og Símans. Einnig má kaupa viðburðinn hjá Livey. Upphitunarbardagarnir verða í beinni á Vísi klukkan 19.15.
Box Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira